Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Blaðsíða 37
Fjarðarfréttir
37
NÝ EFNALAUG í HAFNARFIRÐI
Um þessi mánaðamót tók ný efnalaug, Efnalaugin Glæsir,
til starfa í Hafnarfirði. Er hún að Trönuhrauni 2.
Eigandi er Hallgrimur Seheving sem áður rak efnalaug með
sama nafni að Laufásvegi 17-19 i Reykjavík. Þarna mun veitt
öll almenn þjónusta á sviði hreinsunar á fatnaði o.fl.
Þegar Fjarðarfréttir brugðu sér á staðinn í lok nóvember-
mánaðar var þar allt í fullum gangi við að setja upp vélar,
tengja rafmagn og ganga frá innréttingum til þess að efna-
laugin geti tekið til starfa af fullum krafti.
Fjarðarfréttir óska Hallgrími til hamingju með framtakið
og alls velfarnaðar i framtíðinni.
NÝ MYNDBANDA LEIGA
Myndbandaleiga kvikmyndahús-
anna, utibú Hafnarfirði, opnaði 10.
október s.l. að Lækjargötu 32.
Allt myndefni er frá kvikmynda-
húsunum og eru til mörg hundruð
titlar af löglegu efni fyrir alla aldurs-
hópa. Stór hluti myndanna er með
íslenskum texta og er þetta eina
myndbandaleigan í Hafnarfirði og
Garðabæ, sem býður upp á myndir
með íslenskum texta.
Allt myndefni er fyrir VHS og
BETA kerfin.
Einnig eru leigð út myndbanda-
tæki og er mikið um að fólk noti sér
þá þjónustu.
Fólki er einnig velkomið að ráð-
færa sig við myndbandaleiguna um
meðferð myndbandatækjanna og
mynda, en það er alls ekki sama
hvernig farið er með tæki og mynd-
ir.
Opið er alla daga vikunnar mánu-
daga til föstudaga kl. 17.00 - 21.00,
laugardaga og sunnudaga kl. 14.30
til 21.00.
Eigendur myndbandaleigunnar
eru Hans Kristjánsson og Krístín H.
Kristjánsdóttir, bæði rótgrónir
Gaflarar.
Fjarðarfréttir óska þeim til ham-
ingju með fyrirtækið og vona að
þeim takist að stytta mönnum
stundir núna í svartasta skammdeg-
inu.
* .. .............
B/acks. Decker
Black & Decker
HANDVERKFÆRI í miklu úrvali.
Fyrir iðnaðarmenn OG OKKGR HINA
III Einkasala í Hafnarfirði
l!=LÆIiJAm(OT
LÆKJARGATA 32 ■ POSTH.53 • HAFNARFIRÐI ■ SIMI 50449
BYGGÐAVERK HR
Skrifstofa: Reykjavíkurvegi 60
Símar: 54644 og 52172
Pósthólf 421-222 Hafnarfirði
BYGGINGAVERKTAKI
*
TRÉ5MIÐJA
*
t
INNFLGTNINGGR
*
TÆKNIWÓNG5TA
Jóla- og nýárskveðjur