Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Blaðsíða 40
40
Fjarðarfréttir
MIKIL GROSKA OG GOÐUR ARANGUR
Hópur frjálsíþróttafólks FH fyrir framan þrekmiðstöðina. Þar æfa þau
einu sinni í viku við betri aðstöðu en víðast annars staðar, að eigin sögn.
í rúman áratug hefur verið unnið
mikið og gott uppbyggingarstarf
innan Frjálsíþróttadeildar FH. Þetta
starf hefur verið að skila sér á síð-
ustu árum, og í dag á FH fjölmarga
frjálsíþrótttamenn og konur í
fremstu röð á íslandi, ekki síst í
yngri aldurshópunum. Það er ekkert
launungarmál að maðurinn á bak
við þennan árangur er Haraldur
Magnússon, sem verið hefur við
stjórnvölinn hjá Frjálsíþróttadeild
FH allan þennan tíma. Fjarðarfrétt-
ir fengu Harald til að svara örfáum
spurningum um starf deildarinnar á
árinu sem er að liða, og fer spjallið
hér á eftir.
Ertu ánœgður með árangurinn í
sumar?
Já, það hefur verið mikil gróska
hjá okkur og árangurinn ekki látið
á sér standa. Ég er hæstánægður
með krakkana.
Hvað ber hcest varðandi árangur-
inn?
Landsliðsfólkið okkar hefur verið
mikið í sviðsljósinu. Guðmundur
Rúnar, hástökkvari, og Ragnheiður
Ólafsdóttir, hlaupari, sem unnu
bestu afrek FH-inga í sumar, sam-
kvæmt stigatöflu, tóku þátt í lands-
keppni í sumar og stóðu sig með
prýði. Auk þeirra kepptu í landsliði
1982, Sigurður Pétur Sigmundsson
langhlaupari, en hann er íslands-
methafi í öllum helstu hlaupum fyrir
ofan 10 km. og bróðir hans Einar
Páll Guðmundsson millivega-
lengdarhlaupari, Hafnarfjarðarmet-
hafi í 400 m. og 800 m. hlaupum.
Millivegalengdarhlauparinn
okkar Viggó Þ. Þórisson átti besta
tímann í 800 m. hlaupi og hefði því
átt að vera valinn i landslið ungl-
inga. Úti í Svíþjóð bjó piltur með
íslenskan ríkisborgararétt og var
hann valinn af FRÍ þótt hann væri
búinn að keppa á sænska meitara-
mótinu og því ólöglegur.
Auk þess hafði hann lakari tíma
en Viggó — refskák það.
Þá hefur unga fólkið ekki brugðist,
er það?
Nei, það brást ekki, ótal sigrar og
metaregn hjá þeim líka. Eins og
undanfarin ár voru unglingar frá
okkur valdir til þáttöku í Andrésar
Andar-leikunum, en þeir eru haldnir
fyrir krakka af Norðurlöndunum á
aldrinum 11-14 ára. í þetta sinn
voru það: Finnbogi Gylfason, 12
ára sem keppti í 800 m. hl. og lang-
stökki og stóð sig frábærlega vel og
Linda Björk Loftsdóttir, 14 ára.
Hún keppti í Langstökki og 60 m.
hlaupi og stóð sig með ágætum.
Bæði eiga þau íslandsmetin í sínum
aldursflokki Finnbogi 5.08 m. og
Linda 5.45 m.
Nú, og þið fóruð í keppnisferð til
útlanda. Gekk hún ekki vel?
Já, FH-ingar lögðu land undir fót
og fóru í keppnis og æfingarferða-
lag til Kölnar í V-Þýskalandi. Ferðin
tókst í alla staði mjög vel og lögðum
við grunninn að veru okkar í 1.
deildinni með þessari ferð. Þeir sem
gerðu ferðina mögulega voru
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar, Kaup-
félag Hafnarfjarðar, Steypustöðin
auk annarra velunnara og þökkum
við þeirrra innlegg.
Bræðurnir Einar og Sigurður Pétur.
Þið náðuð góðum árangir í Bikar-
keppni FRI, ekki satt?
Jú, það var mikill hasar hjá
okkur í bikarkeppninni í 1. deild, en
þar keppa 6 lið. Sú breyting var gerð
að tvö lið féllu í 2. deild og kom það
í hlut Borgfirðinga og Ármenninga,
munaði engu að FH-ingar hrepptu
3. sætið en aðeins skildu 4 stig HSK
og FH. í fyrsta skiptið fórum við
yfir 100 stig í bikarkeppninni.
Síðan tókuð þið þátt í bœjar-
keppni. Er það ekki nýbreytni í
starfinu?
Jú, þetta skemmtilega keppnis-
fyrirkomulag var tekið upp í sumar
og efnt til bæjarkeppni við Kópa-
vog. í flokki 14 ára og yngri unnum
við 14 greinar af 16 og keppnina
með rúmlega 30 stiga mun. í full-
orðinsflokki unnnum við með litlum
mun, enda nýbúnir að keppa í
bikarkeppninni og lögðum þar allt
undir. Það mætti segja að liðið hafi
verið í sárum eftir keppnina.
Búið þið við góða aðstöðu til œfinga
og keppni?
Það má segja að aðstaðan sé
þokkaleg, a.m.k. ef miðað er við
hve stutt er síðan farið var að sinna
frjálsíþróttafólkinu á nýjan leik hér
í Hafnarfirði.
Það sem háir starfsemi okkar
FH-inga helst er að okkur vantar
vindmæli upp á Kaplakrika og há-
stökksdýnur. Við þurfum að halda
bæjarkeppnina við Kópavog næsta
sumar upp á Kaplakrika og yfir
þann tíma þyrftum við að hafa lög-
legar aðstæður fyrir keppnina.
Hafið þið notið stuðnings bæjar-
yfirvalda?
Hafnfirðingar eru íþróttaunn-
endur, áreiðalega á heimsmæli-
kvarða. Bæjarstjórnin hefur sýnt
það oft og mörgum sinnum að þeir
eru sama sinnis og bæjarbúar. Til
dæmis má nefna ferðir okkar fólks
til útlanda í sumar. Þessar ferðir
hefðu aldrei verið mögulegar ef
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og
Æskulýðsráð hefðu ekki stutt jafn
frábærlega við bakið á okkur og
þeir hafa gert. Slíkur stuðningur er
nær aldrei metinn í peningum.
Oft er talað um blómatímabil í
íþróttum og sagt að íþróttafólk
blómstri ef árangurinn er góður.
Frjálsar íþróttir hafa átt sín blóma-
skeið hér í Hafnarfirði, og ekki fer
á milli mála að eitt þeirra stendur nú
yfir. Ætli vísan hans Haraldar sé
ekki táknræn fyrir þetta?
Rósir fölna, falla í mold
flögra blöð til skýja.
Ólgar lífið, elur fold,
aðra rós upp nýja.
Þrennt af unga fólkinu i frjálsíþróttadeild FH hafa þarna tekið við verð-
laununum fyrir unnin afrek. Með þeim Lindu B. Loftsdóttur, Guðmundi
Karlssyni og Viggó Þ. Þórissyni er Sigurður Helgason, útbreiðslustjóri FRÍ.
Ragnheiður Ólafsdóttir, „Garpur FH 1982“ og margreynd landsliðskona.
GARPAR FH 1982
LFm langt skeið hefur besta frjálsíþróttafólk FH verið verðlaunað
sérstaklega. Þau sem hljóta flest stig fyrir eistakt afrek í karla- og
kvennaflokki fá verðlaunagrip, sem FH-ingar kalla Garpaverðlaun,
eða ,,Garpinn“, og titill verðalaunahafanna er því GARPUR FH.
Garpur kvenna 1982 er landsliðskonan kunna Ragnheiður Ólafs-
dóttir. Gefandi ,,Garpsins“ er Guðlaug Kristinsdóttir.
Garpurinn í Karlaflokki er hástökkvarinn og landsliðsmaðurinn
Guðmundur Rúnar Guðmundsson, hann hefur unnið til ,,Garpsins“
5 sinnum og er því eigandi bikarsins. Gefandi ,,Garpsins“ er Oliver
Steinn Jóhannesson.
Stigahœstir FH-inga 1982 voru eftirtaldir:
Guðmundur R. Guðmundsson hástökk 2.03 m. 882 stig.
Eggert Bogason kringlukast 50.16 m. 875 stig
Sigurður P. Sigmundsson 5000 m. 14:50.2 mín. 862 stig.
Einar P. Guðmundsson 800 m. 1:54.36 mín. 849 stig.
Magnús Haraldsson 800 m. 1:55.27 mín. 832 stig.
Sigurður Haraldsson 800 m. 1:59.4 mín. 758 stig.
Viggó Þ. Þórisson 800 m. 2:00.3 mín. 743 stig.
Ragnheiður Ólafsdóttir 800 m. 2:07.9 mín., 1500 m. 4:23.2 mín 957
stig.
Lára S. Halldórsdóttir Hástökk 1.63 m. 865 stig.
Kristjana Hrafnkeisdóttir Hástökk 1.60 m. 834 stig.
Guðrún Gunnarsdóttir Spjótkast 41,52 m. 790 stig.
Linda Björk Loftsdóttir Langst. 5.45 m. 782 stig.
Súsanna Helgadóttir 400 m. 64.0 sek 660 stig.
Á ÆFINGU í ÞREKMIÐSTÖÐINNI: Sigurður Haraldsson, Linda B. Ólafsdóttir Hreiðar Gíslason Anna Haraldsdóttir.