Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Blaðsíða 41
Fjarðarfréttir
41
Bikarkeppni sundsambandsins:
SH í I. deild
Bikarkeppni Sundsambands
íslands í 2. deild fór fram í sundhöll
Hafnarfjarðar helgina 12-14 nóv. sl.
Á föstudagskvöld var keppt í
lengstu greinunum, en á laugardag
kl. 16.00 flutti bæjarstjóri ávarp en
síðan var keppni fram haldið. Fljót-
lega kom í ljós að um geysiharða
keppni var að ræða, Bolvíkingar
tóku strax forystu, en Hafnfirðingar
og Ármenningar skiptust á um 2 og
3 sæti og þegar keppni lauk á
laugardag var U.M.F.B. í 1. sæti
með 94 stig, S.H. með 86 stig og
Ármann 85 stig. Eftir að keppni
hófst á sunnudag ríkti gífurleg
spenna í Sundhöllinni, því þá strax
fóru U.M.F.B. og S.H. að skiptast
á um 1. og 2. sætið og réðust ekki
úrslit fyrr en í síðustu greininni, sem
var 4x100 m fjórsund karla þar sem
S.H. sigraði of hlaut 1. sæti með
samtals 170 stig í öðru sæti varð
U.M.F.B. með 164 stig, í 3 sæti
Ármann með 133 stig í 4 sæti K.R.
með 87 stig, í 5. sæti B sveit Ægis
með 46 stig, í 6. sæti Keflavík með
18 stig, en Afturelding hlaut ekkert
stig.
S.H. féll niður í 2. deild 1978 en
þá var komin mikil deyfð í félags-
starfi en æfingar héldu þó áfram og
þáttaka í mótum, en i litlu mæli
miðað við fyrri tíma. Haustið 1981
er hin kunni sundkappi Guðmundur
Ólafsson ráðinn þjálfari og ávann
hann sér strax trausts og virðingu
sundfólksins enda lét árangurinn
ekki á sér standa, því að á þeim
mótum sem S.H. tók þátt í á s.l.
vetri náðist mjög góður árangur og
nú síðast að sigra í 2. deild og þar
með að komast í 1. deild. Innan
S.H. eru einstaklingar sem eru í
fremstu röð meðal sundfólks á ís-
landi, og ríkir því mikil bjartsýni
með árangur í framtíðinni.
Einar I. Halldórsson, setur
keppnina.
Eins og fram hefur komið, hefur
félagsstarfið átt mjög erfitt upp-
dráttar, kemur þar til aldur barn-
anna sem stunda æfingar er á bilinu
8-18 ára og æfingar eru tímafrekar,
en til að efla samheldni og ánægju-
legt félagslíf, er þáttaka foreldra
nauðsynleg og hefur nú myndast
traust samstaða foreldra sem gengið
hafa í félagið og taka þátt í stjórn
þess. Þetta hefur nú þegar borið
árangur og hefur færst mikil gróska
í félagslífið og mikill samhugur ríkj-
andi.
Stjórn Sundfélags Hafnarfjarðar
skipa, Magnús B. Magnússon,
Birna Bjarnadóttir, Lovísa Trausta-
dóttir, Sólveig Baldursdóttir og
Guðmundur Geir Jónsson.
Samtímis bikarkeppninni var
haldið þjálfaranámskeið í Víði-
staðaskóla á vegum S.S.Í. Aðal-
kennar var Áke Hansson, en hann
er þjálfari sænska unglingalands-
liðsins. Námskeiðið sóttu um 70 nú-
verandi og verðandi þjálfarar víðs-
vegar af landinu. Námskeiðið þótti
takast mjög vel og einnig voru þátt-
takendur sérstaklega ánægðir með
allan viðurgjörning sem foreldrarnir
í S.H. höfðu veg og vanda af.
É-ff ■■ . ■ *í:
f
Frá sundkeppninni.
Hreingerningar!
Teppa- og húsgagnahreinsun Reykjavíkur
Gerum hreint í hólf og gólf,
svo sem íbúðir, stigaganga, fyrirtæki og bruna-
staði.
Veitum einnig viðtöku teppum og mottum til
hreinsunar.
Móttaka á Lindargötu 15.
Margra ára þjónusta og reynsla tryggir vandaða
vinnu. ■
Opplýsingar í símum: 23540 og 54452
Viltu breyta til?
Hárgreiðslustofan CARMEN
Miðvangi 41 — sími 54250
Ath.: Opið á laugardögum kl. 9-12
r
Hvers vegna er
tvöföld límimg
GLER .
LOFTRÚM
MILLIBIL
★butyllím
RAKAEYÐINGAREFNI
ÁLLISTI
SAMSETNINGARLÍM
1)
Állisti - breidd hans ræður loftrúmi á
milli glerja og er hann fylltur með raka-
eyðingarefni.
2)
Butyllími er sprautað á hliðar állistans.
Butyllímið er nýjung sem einungis er í
einangrunargleri með tvöfaldri límingu.
Butyl er 100% rakaþétt og heldur eigin
formi - hvað sem á dynur!
3)
Rúðan er samsett. Butylið heldur
glerinu frá állistunum og dregur þannig
úr kuldaleiðni.
4)
Yfirlíming, Thiocol.gefur glerinu í sem
teygjanleika og viðloðun, sem heldur
rúðunum saman.
Við hvetjum þig til þess að kynna þér í hverju yfirburðir tvöfaldrar límingar
eru fólgnir. Þeir leggja grunninn að vandaðra og endingarbetra einangrunargleri,
sem sparar pér vinnu og viðhaldskostnað er á líður - tvöföld líming er betri
Einangrunargler með tvöfaldri limingu
- eini framleiðandinn á Islandi
GLERBORG HF
DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 53333
V