Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Blaðsíða 15

Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Blaðsíða 15
Fjarðarfréttir 15 ALFHEIMA á mánunum. Hún skar af vörtuna og lét sér blæða út. En það er allt annar handleggur og heyrir kannski ekki beint þessari sögu til en frekar en að sleppa því, læt ég það fljóta með hér. Langamma hvessti á mig augum og sagði: í dag ertu sjö ára rýjan mín og hvað getur nú kerling gert til að gera þér daginn eftirminni- legan? Jú, kerling getur sagt þér að eftir tíu ár verðurðu sautján ára, og þó þú haldir þig stóran kall nú þá er það ekkert miðað við fyrirferðina í þér þá. En tíu árum þaðan í frá verðurðu farinn að efast um mikil- vægi sjálfs þín og er það vel. Meir vil ég ekki segja þér. En hvað getur nú kerling gert til að stytta þér stundir? Ég átti eina ósk. Það var engin ástæða að fara í grafgöturm með það. Sjö ára karakkar vita hvað þau vilja og segja það blátt áfram. Þau eru ekkert að fela hugsanir sínar. Svo ég bar fram ósk mína. Ég held að þú sér ekki með öllum mjalla strákur, sagði hún og dágóða stund fölnaði augnaráð hennar. Hún las sig innfyrir holdið og það hýrnaði aftur yfir henni. Brosviprur komu í munnvik, glettnisglampi í augu. Það þætti nú saga til næsta bæjar, ef fréttist að kerling tæki barnabörn sín í kletta. Það er langt því frá að vera hættulaus leikur. Ég var keikur. Óttaðist hvorki tröll né álfa. Sjö ára og svo var ég í fylgd langömmu. Hún bauðst til að stytta mér stundir og þarna var tækifærið. Að spássera með mig yfir í álfheima og kynna mig fyrir öðrum tilverustigum. Nýjum spenn- andi raunveruleika. Já mannskepn- an er glúrin þegar hún er sjö ára. Hvernig sem á því stóð, ákvað lang- amma að standa við orð sín. Fyrst varð ég þó að leggja við allt sem henni var heilagt, hraun, himin, vatn og skepnur að halda kjafti um klettaheimsókn mína, þar til ég hafði gert þrjár tilraunir á þeirri braut. Myndi mér ekki reynast erfitt að halda heit mitt því jafnskjótt og ég kæmi aftur úr klettinum væri upplifunin af álfheimum þurrkuð úr huga mér, en myndi þó skjóta aftur upp kollinum er ég sist átti von á. Segir nú frá fyrstu klettaheim- sókn minni. Langamma leiddi mig inn í þrönga klettagjá. Þó snáði væri kokhraustur þegar hann bar fram ósk sína, fóru að renna á hann tvær grímur er séð varð að hún myndi rætast. Myrkrið var skuggalegt og þykkt, klístraðist utan á mig eins og brennd sykureðja. Mín eina huggun var að ég var í samfloti með lang- ömmu. Ef einhversstaðar var öryggi að finna var það við hlið hennar. Hún virtist standa fastari fótum á jörðinni en aðrir. Vaxin úr mold og hrauni. Að vera í hennar umsjá var eins og að vera í fylgd landvætt- anna. Við gengum dágóða stund og þá tók að birta i klettinum. Sólargeislar brutust inn í þrönga geilina. Lýstu upp hraunið sem við stigum úr í. Það var sama hraun og við höfðum yfirgefið fyrir stundu síðan. Var þetta þá allt? Hvaða kvein eru þetta í kauða? Kringum þig líttu og hættu að nauða. Ég horfði í kringum mig og sá stúlku á mínu reki sitja i grasi vöxnum gjótubotninum. Hún lék sér og varð okkar ekki vör fyrr en við stóðum yfir henni og langamma ávarpaði hana. Sæl Grímhildur min. Sæl langamma, sagði stúlkan án þess að líta upp frá iðju sinni. Svo langamma var langamma í álfheimum líka og viðbrögð telp- unnar virtust bera þess merki að kerling væri daglegur gestur á þessum slóðum. Hún hélt áfram að laga hleðsluna í garðinum kringum litla býlið sitt. Sauðaleggir og kjálkabein voru á beit í þýfðum haganum. Ég starði næstum úr mér augun. Svo þetta var þá álfamær. Ég veit ekki hverju ég bjóst við, en ekki átti ég von á að sjá hana Möggu á horn- inu. Nú var þetta ekki hún Magga á horninu, en hefði allt eins getað verið hún. Jú Grímhildur var með grænan skýluklút yfir dökku hár- inu, slíkt plagg gat ég ekki ímyndað mér að Magga hnýtti á koll sinn. Stelpan leit upp eins og hún yrði vör við mænandi augnaráð mitt. Við mældum hvort annað út. Lang- amma stóð álengdar og virtist finnast óþarfi að kynna okkur. Þú sérð um strákinn á meðan ég kíki í kaffi til mömmu þinnar, sagði hún og hvarf inn í næsta klett. Þannig atvikaðist það að ég sjö ára gamall lék ég mér við álfamær. Trúi hver sem trúa vill. Eftir smá byrjunarörðugleika, sem eðlilegir eru jafnt meðal barna og þeirra sem þykjast vera komnir til vits og ára, skemmtum við okkur konunglega. Ef satt skal segja hef ég hvorki fyrr né síðar haft jafn gaman af samveru við nokkra veru og Grímhildi. Það var sama hvort við ærsluðumst eða vorum innileg. Hugir okkar og tilfinning mynduðu ómfagran samhljóm í hrauninu. Við nýttum vel þá stuttu stund sem við áttum saman. Grímhildur þekkti hraunið betur en ég þekkti planið fyrir utan Æskuskeið 18, þar sem ég bjó með foreldrum mínum og tveim bræðrum. Hún sagði mér margt fróðlegt og skrýtið úr klun- grunum, sem ég ætla ekki að hafa eftir hér. Að reyna að endursegja frásögn hennar að þetta mörgum árum liðnum, væri að fara með hel- bera lygi. Þið getið brigslað mér um flest en lygara getiði aldrei kallað mig. Grímhildur var í góðum holdum. Kinnaprúð og með glettin augu. Hún virtist að öllu leyti eins sköpuð og börn mannanna. Hláturmild var hún og örlát á blíðuhót. Var hún einmana og þvi óspör á sjálfa sig er hún hitti jafnaldra sinn. Það er skemmst frá því að segja að samverustundir okkar Grím- hildar í hrauninu flugu hjá. Áður en við vissum af var farið að rökkva og langamma birtist í klettagættinni með Steingerði móður Grímhildar. Það var mál að halda heim. Við Grímhildur kvöddumst eins og við værum viss um að hittast næsta dag. Ég fylgdi langömmu að gjánni og áður en við stigum inn í klettinn endurtók hún að nú hyrfi þessi heimsókn úr minni mínu og endur- minningin um veru mína í álf- heimum skyti ekki upp kollinum fyrr en löngu seinna er ég ætti síst von á. Þar sem það hefur nú gerst í tví- veg, hef ég ákveðið að gera sjálfum mér og ykkur grein fyrir aðdrag- anda þess að ég leitaði aftur á þessar slóðir i von um að finna kletta- gjána. Ég heiti Ágúst. Æ Bílastillingar með fullkomnustu tækjum Við yfirförum 15 atriði í vélastillingu 1. Skipt um kerti og platínur. 2. Mæld þjappa. 3. Stilltir ventlar. 4. Hreinsuð eða skipt um loftsíu. 5. Hreinsuð eða skipt um bensinsíu. 6. Hreinsuð geymasambönd. 7. Hreinsaður öndunarventill. 8. Athuguð og stillt viftureim. 9. Mældir kertaþræðir. 10. Mældur startari. 11. Mæld hleðsla. 12. Mældur rafgeymir. 13. Stilltur blöndungur og kveikja. 14. Mæld nýtni á bensíni. Gissur V. Kristjánsson héraðsdómslögmaður Reykjavíkurveg 62 Sími 52963, S. 54266 S.54266 RAFVANGUR Reykjavíkurvegi 62 bakatil Hafið raflagn- irnar í lagi fyrir jólin. Nýlagnir Breytingar Teikniþjónusta Lagnir í báta. Gleðileg jól og farsælt nýár! Pökkum viðskiptin JHJI Guðjón Guönason, s. 50061 Þórður Krist jánsson, s. 54750
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.