Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Blaðsíða 35
Fjarðarfréttir
35
mælikvarða. Við verðum að ná til
fleiri þátta og gera sem flesta þátt-
takendur í matinu. Matsmaðurinn,
kennarinn, hver sá sem er í þeirri að-
stöðu að meta eitt eða annað, þarf
að gera sér grein fyrir að koma
verður á mjög nánum samskiptum
milli aðila. Tökum dæmi um fisk-
mat. Fyrir skömmu urðu miklar
umræður um gæði fiskafurða og
nokkurt magn varð að senda aftur
hingað til lands vegna skemmda.
Skuldinni var skellt af sumum á slæ-
legt eftirlit og kæruleysi starfsfólks
vegna afkastahvetjandi vinnukerfis.
Þetta er sjálfsagt einn hluti vanda-
málsins en fleiri atriði koma einnig
til greina og koma ef til vill ekki
fram í dagsljósið af því ekki er sest
niður og málin rædd i einlægni og
með gagnvirku trausti þeirra aðila
sem málið snerta. Hér er því ef til
vill gott dæmi um firringu.
Ef við snúum okkur aftur að
skólanum þá er kennarinn ekki sá
sem metur, heldur hjálpar hann
nemandanum að meta sjálfan sig.
Eins getum við sagt að aðstoða
þyrfti kennara til þess að meta
skólastarfið í heild. Þá þarf mats-
ferlið að hefjast á því að gera sér
grein fyrir viðhorfum þess eða
þeirra sem verið er að aðstoða.
Hann (sá sem verið er að aðastoða)
verður sjálfur að uppgötva hvað að
er. Þá er fyrst hægt að koma með
leiðbeiningar, benda á leiðir.
Hver er svo tilgangurinn með mati?
Þannig spyrja margir.
Takmarkið er að sem flestir verði
sér sífellt betur meðvitaðir um um-
hverfi sitt, sjálfan sig og geti skoðað
þetta tvennt á gagnrýnin hátt og séu
óhræddir að taka virkan þátt í Iíf-
inu.
Ef til vill má segja að í þessu sé
hin sanna menntun fólgin
En það er skoðun mín að eins og
hefðbundið mat hefur verið fram-
kvæmt, þá sé það einstaklingum
fjötur um fót til þess að ná þeim
þroska sem mönnum er eiginlegur.
Nú gagnrýnir þú samræmdu grunn-
skólaprófin óspart. Getur það sam-
rœmst starfi þínu sem formaður
prófanefndar?
Ég er sannfærður um að þau ná
ekki tilgangi sínum eins og þau eru
í dag, en ég held að ég eigi meiri
möguleika að koma að breytingum
innan frá þar sem ég get haft meiri
áhrif, en utan frá.
gerðin spannaði vítt svið og kom inn
á margt nýtt og byltingarkennt í
fræðigreininni.
Þá hefur það sjálfsagt þótt til-
hlýðilegra þar sem ég er Norður-
landabúi að sníða vörnina að ein-
hverju leyti eftir evrópskri fyrir-
mynd, og aðalandmælandinn var
frá Evrópu.
Vörnin var svo auglýst sérstak-
lega, en það er ekki venja og voru
því margir áheyrendur viðstaddir.
Sérstök dómnefnd dæmdi verkið og
var hún skipuð 5 prófessorum frá
háskólanum, völdum með tilliti til
hinna ýmsu þátta ritgerðarinnar.
Andmælendur voru 3. Sá fyrsti
fjallaði um megininntak verksins,
mjög góð skil í langri ræðu, sem var
að vísu mjög óþægilegt á að hlýða
fyrir mig áf skiljanlegum ástæðum.
Þegar andmælendur höfðu lokið
hlutverkum sínum gaf formaður
dómnefndar, sem stjórnaði athöfn-
inni, viðstöddum prófessorum skól-
ans leyfi til að spyrja. Þar komu
fram ýmsar ágætar spurningar sem
ég þurfti síðan að svara jafnóðum.
Loks var öllum viðstöddum gef-
inn kostur á að spyrja og notfærðu
margir sér það. M.a. lagði sonur
minn, Jón Sverrir fyrir mig eina
erfiðustu spurninguna, sem að vísu
var kærkomin, þvi að þá gafst mér
tækifæri að koma inn á atriði sem
Erfiður dagur að baki.
annar um meginaðferðirnar og sá
þriðji reyndi að mistúlka verkið og
rangsnúa.
Vörnin hófst svo að morgni og
stóð allan daginn með stuttu hléi.
Klukkan níu um morguninn var
byrjað með því að formaður dóm-
nefndar, sem var sjálfur Robert
Stake, flutti ávarp og lýsti athöfn-
inni. Hann minntist einnig og til-
einkaði þessa doktorsvörn nýlátnum
heiðursmanni prófessor Stenhouse.
Reyndar stóð til að hann yrði fyrsti
andmælandi, en hann lést sem sagt
nokkrum vikum áður.
Því næst tók 1. andmælandi,
skoskur prófessor að nafni
Hamilton, til máls og lýsti verkinu
í u.þ.b. hálftíma ræðu. Síðan lagði
hann fyrir mig hnitmiðaðar spurn-
ingar, sem mér var gert að svara
jafnóðum. Ég varð að svara beint
og var ekki leyfilegt að fara út fyrir
efnið. Ekki mátti ég heldur grípa
fram í fyrir andmælendum eða
koma með athugasemdir nema ég
væri spurður beint.
Nú var röðin komin að 2. and-
mælenda. Hann spurði mig einnig
um ýmis atriði og þó spurningar
Robert Stake stjórnaði hófinu um kvöldið. Þar bað hann Jón Sverri, son
Ólafs, að lesa í enskri þýðingu kafla úr Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Lax-
nes. Var það lýsing á Bjarti í Sumarhúsum, manninum sem fór sínar leiðir,
hafði sjálfstæðar skoðanir og kjark til að lifa samkvæmt þeim.
Breytingar þarf að gera að vand-
lega athuguðu máli og fyrst og
fremst í framhaldi af málefnalegri
umræðu, sem mér finnst mjög hafa
skort í þessum efnum.
Hins vegar viðurkenni ég það að
framtíð mín í þessu starfi fer eftir
því hvern byr þær breytingartillögur
fá, sem ég hef þegar lagt fram.
Snúum okkur að doktorvörninni.
Hvernig fer slík athöfn fram?
Ég held ég megi segja að hún var
nokkuð óvenjuleg. Með mínu sam-
þykki var ákveðið að þessi vörn yrði
nokkuð stærri i sniðum en gengur
og gerist í amerískum háskólum.
Þetta var m.a. gert vegna þess að rit-
hans væru góðar voru þær einnig
mjög harkalegar og krefjandi.
Ég vissi auðvitað ekki fyrirfram
hvers andmælendur mínir myndu
spyrja, en sem betur fer komu þeir
mér aldrei beinlínis á óvart, og mér
tókst að komast klakklaust frá
þessu.
Á meðan á þessu stóð ríkti grafar-
þögn í salnum og einhver raf-
mögnuð spenna var í loftinu.
Síðasti andmælandinn leysti svo
þessa spennu. Hans hlutverk var að
mistúlka verkið og byggðist fyrst og
fremst á hefði og átti því ekki að
takast alvarlega enda að nokkru
leyti grin. Hann gerði þessum þætti
ekki höfðu áður komið fram. Nú
var sjálfri vörninni lokið, klukkan
orðin hálf sex og dómnefndin köll-
uð til fundar. Á þessum fundi var
dómurinn yfir mér felldur. Ég fékk
þó ekkert að vita fyrr en tveimur
klukkustundum síðar í formlegu
kvöldveraðarboði sem háskóla-
deildin bauð til.
Þar tók formaður dómnefndar til
máls og lýsti yfir að kandidatinn
hefði staðist prófið.
Þetta var stórkostlegt augnablik
og að sjálfsögðu mikill léttir eftir
alla þá gagnrýni sem verk mitt hafði
fengið fyrr um daginn. Síðan héldu
allir andmælendurnir og dóm-
nefndarmenn ræður og þá fékk ég
fyrst að heyra ýmislegt jákvætt um
ritgerðina frá þessum mönnum.
Einkum þótd mér ánægjulegt hve
þeir töldu hana geta haft mikil áhrif
á framtíðina og þá aðila sem siðar
meir myndu fjalla um þessi efni.
Að lokum hélt ég svo ræðu
sjálfur, þá síðustu sem ég hélt
þennan erfiða en eftirminnilega dag.
Nú þegar þessum áfanga er lokið,
hvað er þá framundan?
I rauninni er ég rétt að átta mig á
því að þessu verki sé lokið. Ég lagði
á mig mikla vinnu við samningu
doktorsritgerðarinnar og síðustu
mánuðina tók ég mér ekki einn
einasta frídag. Það situr því í mér
gífurleg þreyta og mér finnst ég
þurfa langan tíma til þess að átta
mig á stöðunni. Þetta var mikið
átak fyrir mig, ekki síst þar sem ég
varð, hugmyndanna vegna, að
draga sjálfan mig meira inn í þetta
verk en gerist og gengur með önnur
samabærileg verk. Þetta verk er í
rauninn uppgjör við 10-15 ára skeið
í lífi mínu og umhverfi.
Eitt af því sem ég kem til með að
vinna að á næstunni er útbreiðsla
minna kenninga, hugsanleg útgáfa
ritgerðarinnar hér og erlendis, utan
Bandaríkjanna, þar sem hún kemur
út sjálfkrafa.
Þá þarf ég að huga að ýmsum til-
boðum um fyrirlestraferðir, en þau
berast mér af og til, m.a. frá Ástra-
líu, þar sem mér hefur verið boðið
til hálfs árs fyrirlestra og vísinda-
ferðar.
Þá mun ég áfram halda góðu
sambandi við fólk sem ég hef
kynnst erlendis og hugsar á
svipaðan hátt og ég um þessi mál.
Þá þarf að sinna skrifum í tímarit
og þannig mætti áfram telja.
Það er því alveg ljóst að þótt
þessum áfanga sé lokið held ég
áfram á sömu braut- er reyndar
þegar byrjaður að lesa aftur.
Með þessum orðum endum við
spjallið við Ólaf, óskum honum til
hamingju með glæsilegan áfanga og
allra heilla í framtíðinni.
Npariiaður er
uppliaf auð§
isriBÚNAÐARBANKI
ÍSLANDS
Útibú í GARÐABÆ Sveinatungu við
Vífilsstaðaveg sími 53944
Gleðileg jól
Farsælt komandi ár.
Þökkum viðskiptin á
árinu sem er að líða.
ELKO — ELKO —
Opið 9-12 og 13-18
laugard. 9-12
*
VIÐGERÐAR-
ÞJÓNCISTA Á
HEIMILISTÆKJGM
ELKO — ELKO — ELKO
Jólaseríur og lit-
aðar perur.
Gtbúum útiljósa-
seríur eftir óskum.
*
Gjafavörur.
*
*
CJrval af raflagna-
efni.
KOMIÐ — SJÁIÐ OG
SANNFÆRIST
scan
alarm ais
Reykjavíkurvegi 22, Hafnarfirði, simi 54988
OLLUBÚÐ
Suðurgötu 71 — Hafnarfirði — sími 51226
Mjólkur- og nýlenduvörur
tóbak, sælgæti, öl og
gosdrykkir.
Opið til 23.30
alla daga
Pökkum viðskiptin