Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Blaðsíða 16
16
Fjarðarfréttir
ÍINGT FÓLK MEÐ ANDAGIFT
Katrín Jónsdóttir 18 ára
nemi á félagsfræðibraut í
Flensborgarskóla. Lýkur
námi vorið 1984.
Það sem hún ætlar að gera
þegar hún er orðin „stór“ er
óráðið. En áhugamálin í dag
eru trommuleikur, fólk og
leikur að orðum.
SÁLARTJÖRN
Hún horfði út um gluggaim.
Allt var svo yndislega hljótt.
enginn var kominn á fætur.
Allt var sofandi. Nema á sálar-
tjörninni voru pínulitlar gárur.
Draumar hennar gáruðu stillt
vatnið. Rólegar og dálítið
glaðar gárur. Innviðir til-
finninganna sléttir. í svefni
sléttast úr hrjúfóttu yfirborði
þeirra. Þeir slaka á og verða
mjúkir. Eins mjúkir og lærin
á lotlum börnum sem aldrei
hafa setið á skólastól. Hjartað
sló hljómfögrum tónum út í
æðarnar. Dökkrauðum hljóm-
fögrum tónum sem breiddust
úr um allan líkamann og létu
hann titra eins og tónkvísl úr
kristal. Augun voru hulin
léttum lokum djúpt í ró.
Augnhárin bærðust ekki.
Hálfar hugsanir lágu ónotaðar
og sváfu. Fínlegur þoku-
hjúpur umlék þær blíðlega.
Minningarnar máttvana í
iðrum sálartjarnar sem
gáraðist ofurlítið og hægt.
Andardrátturinn eins léttur og
þegar álfabörn læðast á ís
seint um kvöld í myrkri og
kyrrð. Fingurnir heilir og
ósærðir. Ekkert sár í svefni er
til í iðrum sálartjarnar. Hún
svaf.
En allt í einu var öskrað:
Útsala!
Sálin er opin og allt er til sölu:
hálfar hugsanir
trekktar tilfinningar
bitur bernska
saltar sorgir
máttvana minningar
°9
gefins geðveiki
ALLT Á AÐ SELJAST!!
FJÖRON í DÖGGN
lífið fjaraði út
í kyrrð og ró
sem væri á
fallegri strönd
þar sem sólin
skín endalaust
og ég dansaði
á sandströndinni
þar sem lífið
fjaraði út
*
Hræðsla
lifandi sérðu mig
en aldrei
grátandi þú
finnur mig
grátinn hræðist ég
þó sjá allir
hversu vopnlaus
ég er fyrir þér
*
SÍMINN OG VINGR MINN
ég heyri á þér andlitið
hvernig
það brosir fyrst
og hlær svo
líka hvernig
það hniprar sig saman
af ótta við vondar fréttir
ég heyri á þér andlitið
í gegnum símtólið
sem ég held á
í hendinni.
Fiskbúðin, Álfaskeiði 115 augiýsir:
Höfum ávallt á boðstólum gott úrval
af fiski, m.a.:
Glænýja ýsu,
ýsuflök, ýsuhakk,
sólþurrkaðan saltfisk,
skötu, silung,
svo og tilbúna rétti beint á pönnuna,
o.m.fl.
ATHÍIGIÐ:
Getum sent
heim 5 kg eða meira,
ef óskað er.
ÞORLÁKSMESSUSKATA
Opið: Mánud. — föstud. kl. 9 - 12 og
3 - 6.30
Laugard. kl. 10 - 12
Fiskbúðin, Álfaskeiði 115
Sími: 53400
HwguMi iíi
“ -----gui Ijaiuai-
frettum leyfi til að birta nýja frumsamda smásögu. Söguna hefur
Ragnar sjálfur myndskreytt.
„Spegill, spegill,
herm þú mér..
ii
Hún sat og horfði á sjálfa
sig í speglinum. Síðustu
klukkustundirnar höfðu verið
stundir óbærilegrar spennu
og niðurbælds hugaræsings,
en nú var það allt liðið hjá.
Aðeins gleði bjó í brjóstinu;
meiri gleði en hún hafði
nokkru sinni fyrr komist í
kynni við. Minningarnar þutu
um huga hennar, en hver og
ein gat aðeins staldrað við í
stutta stund svo sú næsta
gæti komist að. Flestar minn-
ingarnar tengdust því sem
hún hafði verið að fást við
síðustu árin. Þá hafði baráttu-
andinn svo sannarlega hel-
tekið hjarta hennar. Baráttan
hafði virst snúast um eitthvað
ein af annari og hver eflt bar-
áttuanda annarrar. Inni í lok-
uðum fundarsölunum var
engu líkara en verið væri að
skipuleggja stríðsaðgerð, en
fyrir utan var hlegið, jafnt
konur sem karlar. Hún hafði
ekki vitað það þá, en gerði
það núna.
Glötuð ár? það var erfitt að
segja. Kannski ekki svo glöt-
uð, því hún hafði lært nokkuð
á þeim. En jafnvel þótt hún
hefði eitt sinn verið þátttak-
andi í hreyfingunni kom það
ekki í veg fyrir að hún hlægi
núna. Minningin um það
þegar það rann upp fyrir
henni að hún var á rangri
braut var skýrt greipt í hug-
að standa í kvenrembingi.
Hún var meira en nógu snotur
til að geta staðið ein og
óstudd; til að geta sómt sér
vel í karlaveldinu... ef það þá
var nokkuð karlaveldi, og ef
svo var þá var það alveg nógu
gott fyrir hana.
sem skipti verulegu máli;
eitthvað sem árunum var vel
varið til að sinna. Nú sýndust
þetta fremur glötuð ár. Hún
mundi alla fundina í smá-
atriðum; konur og aftur
konur, ekkert nema eintómar
konur, æstar eins og naut fyrir
framan rauða dulu og tilbúnar
til að fórna lífinu fyrir mál-
staðinn. Hún hafði verið ein af
þeim; reyndar ein af þeim
alæstustu; ein þeirra sem var
hlynnt því að kasta sér log-
andi niður úr Hallgrímskirkju-
turni til að allir gætu séð að
hér var alvara á ferðum. Karla-
veldið skyldi líða undir lok ell-
egar allar konur hverfa úr
heimi hér. Á vakningarfund-
unum höfðu þær staðið upp
ann. Það hafði gerst fyrir
framan spegil, ekki ósvipuð-
um þeim sem hún nú horfði í.
Henni hafði verið litið í spegil-
inn og þá skyndilega séð
sjálfa sig í öðru ijósi en áður.
Það var ómögulegt að segja til
um af hverju, það bara hafði
gerst, án þess, að því er virtist,
að sérstakt tilefni væri til. Hún
hafði skyndilega áttað sig á
fegurð sinni. Allt í einu hafði
gerfiheimur hugbeyglandi
stríðsæsinga fallið um koil
eins og spilaborg. Það hafði
gerst á sama andartaki og
fegurðin birtist henni og hún
sá að í raun og veru átti hún
ekkert sameiginlegt með bar-
áttukonunum. Hún leit marg-
faldlega of vel út til að þurfa
o
_Í>OOOÓÓOOOOOOOOÖÖOOOOOÓOOOÓ-0,
•Q
o
o
o
%
HÁRGREIÐSLU- OG SNYRTISTOFA
Strandgötu 34 (uppi í Apótekshúsinu)
Sími: 54440
VERID VELKOMIN.
Hárgreiðsla, klippingar,
djúpnæringarkúrar og
Hennalitanir.
Andlitsböð - Snyrting
Likamsnudd og Ljósaböð.
Gleðileg jól.
°o
o
o
o
'QOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO^'
■u
Og hún horfði á sjálfa sig í
speglinum. Henni hafði geng-
ið vei síðan sannleikurinn
hafði runnið upp fyrir henni í
speglinum. Henni hafði geng-
ið miklu betur en hún sjálf
hafði þorað að vona. Og hún
var stolt og ánægð. Blóm-
vendir voru allt umhverfis
hana og hún dáði ilminn.
Augun beindust frá andlitinu,
niður á silkikjólshulin brjóst-
in. Þrátt fyrir að stafirnir á
borðanum væru öfugir í
speglinum átti hún auðvelt
með að lesa þá: „Gngfrú
ísiand," sögðu þeir.
Tárin glitruðu í augum
hennar.
Ætlar þú aö
prjóna?
TINNA
Miövangi 41