Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Blaðsíða 46

Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Blaðsíða 46
46 Fjarðarfréttir Sólveig Eyjólfsdóttir: ÆSK UMINNINGA R Frú Sólveig Eyjólfsdóttir skrifaði í Jólablað Fjarðarfrétta 1980. Þar rifjaði hún upp kynni sín af fólki hér í bænum frá fyrri tíð. Ýmsir létu í Ijós ánægju sína með þá grein og vildu fá meira að heyra frá Sól- veigu. Við gengum því á fund hennar og hér getur að líta árangur- inn af spjallinu. Þú ert innfœddur Hafnfirðingur, Sólveig? Nei, en ég er inngróinn Hafnfirð- ingur, ef svo mætti að orði komast. Ég er fædd í Nesi í Selvogi, þar sem foreldrar mínir bjuggu ásamt afa Sólveig Eyjólfsd. mínum. En við fluttumst til Hafnarfjarðar þegar ég var smá- barn og hef ég átt heima í Hafnar- firði alla tíð síðan. Og hvar bjugguðþið íFirðinum? í húsi sem faðir minn byggði við Jófríðarstaðaveg 13. Þar áttum við heima í 25 ár. Húsið stendur við túngarðinn að Jófríðarstöðum. Fyrrum var tvíbýli að Jófríðarstöð- um og var svo allt þar til kaþólska trúboðið festi kaup á jörðinni, sem mun hafa verið 1922-23. Við hvað sýsluðu börn í frítíma sínum? Við fórum í margs konar leiki, t.d. útilegumannaleik, standandi tröll, fallin spýta, saltabrauð, hlaupa fyrir horn, síðastaleik, parísarleik að ógleymdum ýmis konar boltaleikjum. Þá má ekki gleyma því að á annan í hvítasunnu safnaðist unga fólkið á Suðurhamrinum saman uppi á Nýjatúni og þar var farið í margs konar leiki. Má þar nefna eitt par fram fyrir ekkjumann, hlaupa í skarðið o.fl. Fannst okkur sem þá tilheyrðum yngri kynslóðinni ákaf- lega mikið varið í að vera með. Oft var síðan endað á að taka lagið og þá sungu allir með sínu nefni. Á vetrum var svo efnt til sleða- ferða. Gengið var upp á hæðina fyrir ofan Grænugróf. Grænagróf- in sést lítið nú. Hún var skýlríkur smádalur suðvestantil milli Mosa- hlíðar og Ásholts. Náði dalurinn niður að gamla Ásveginum. Þarna uppi á hæðinni voru allir sleðarnir bundnir saman, stundum ellefu eða tólf, og var fremsti sleðinn hafður fyrir stýri. Aðalstýrimaður var Jón í Skuld. Hann var svo fær í stýri- mennskunni að hann gerði ýmsar kúnstir með sleðana, svo þeir sveigðust í stórum hlykkjum og beygjum utan í hæðinni og líktust helst járnbrautarlest. Við fórum yfirleitt ekki nema 4 ferðir á dag því leiðin var alllöng frá efstu hæð og niður að Mýrinni, þar sem María bjó, en bær hennar stóð þar sem mætast Suðurgata og vegaslóði upp að Brandsbæ. Var ekki rennt sér á skíðum? Jú, skíðaferðir voru iðkaðar, en dálítið á annan veg en nú er. Enginn vatnið sótt. T.d. var vatnspóstur á horninu við trjágarð Árna Her- mannssonar að Jófríðarstaðavegi 8a. Reyndar heyrði það nú til undantekninga ef vatn náðist úr þeim pósti. Aðrir póstar sem ég man eftir hér í Suðurbænum voru sem hér segir: í Illubrekku þar sem nú mætast Suðurgata og Selvogsgata. Bjarnabæjarpósturinn, Mýrarhúsa- pósturinn og Hábæjarpósturinn. Öruggast var að ná í vatn í Mýrarhúsapóstinn var sjaldgæft að ekki fengist vatn þar. Þó kom það oft fyrir í frosthörkum urðu konur að þíða snjó og klaka og láta það duga til heimilsinota. Reyndar stóðum við að Jófríðar- staðavegi 13 betur að vígi en mörg heimili í nágrenninu, því skammt fyrir norðan húsið var smá brunnur, sem aldrei þraut vatn í og var það notað til matargerðar og í kaffi. En þar sem brunnurinn var mjög grannur setti móðir mín þá reglu að ausa aldrei úr brunninum með öðrum en postulínskönnu sem ekki var notuð til annars en þess arna. Það hafa þá oft verið erfiðleikar á þvottadögum? Já, það var nú svolítið öðruvísi en nú á tímum. Sótt var vatn til þvott- arins, oftast niður í Mýrarhúsapóst. Þegar búið var að þvo var þvottur- inn borinn á börum niður að Mýrar- húsapósti til skolunar og svo heim aftur þar sem hann var „plákk- aður“ og undinn og síðan breiddur til þerris. Allt var þetta auðvitað unnið með höndum einum saman og allt mjög ólíkt því sem nú er þar sem vélakostur er kominn svo að segja á hvert heimili og er það vel. Hvernig var skólagöngunni háttað? Einn barnaskóli var þá hér í Firð- inum og hét hann Barnskóli Hafnarfjarðar. Þá var skólaskyldan frá 10 ára aldri. Bekkjardeildir voru 5 og tvísetið í sumum þeirra. Barnaskóli Hafnarfjarðar var mjög reisulegt hús og stóð við Suðurgötu milli Sýslumannshússins og Garðarsbakaríis sem seinna varð Ásmundarbakarí og nú rís Skatt- stofa Reykjanesumdæmis. Öll börn voru læs þegar þau komu í skólann og mörg þeirra höfðu verið í undirbúningsskóla hjá Sigurði Ólafssyni, sem síður varð kennari við Barnaskóla Hafnar- fjarðar. Ég var ein þeirra sem naut kennslu Sigurðar í undirbúnings- skóla hans. Siguðrur var til húsa með skólann sinn í Góðtemplara- húsinu, þeim hluta sem nú er eld- húsið. Hvaða kennara minnistu við Barnaskóla Hafnarfjarðar? Skólastjóri var Bjarni Bjarnason, sem síðar var skólastjóri á Laugar- vatni. Aðrir kennarar voru: Ingvar Gunnarsson, Gunnlaugur Krist- mundsson, Valgerður Jensdóttir, Hákon Helgason, Sigurður Ólafs- son og Friðrik Björnason. Allt voru þetta afbragðs kennarar sem ég minnist alltaf með þökk fyrir gömlu skólaárin. Tíðkuðust ekki skólaferðlög þá eins og nú? Jú, jú, 4. og 5. bekkja nemendur ásamt og með kennurum skólans fóru í ferðalag á vorin. Farið var gangandi til Reykjavíkur og söfnin skoðuð, þ.e. Náttúrgripasafnið og Þjóðminjasafnið, sem bæði voru til húsa þar sem nú er Landsbókasafn- ið. Ég á eina mynd sem tekin var af Hákoni Helgasyni úr slíku ferðalagi árið 1922. Friðrik Bjarnson er þér mjög minnisstceður. Já, ég mat hann ákaflega mikils. Við megum ekki slíta spjallinu án þess að minnast á Söguprófið. Það var ávallt mikil hátíðastund hjá okkur nemendum. Friðrik kenndi söng við skólann um fjölda ára. Hann hreif okkur börnin með sér inn í heim tónlistarinnar. í fyrsta T nr !!"r sn «.r t.t í þessum húsakynnum var skólinn lengi til húsa. Þetta hús var við Suðurgötuna milli lögreglu stöðvarinnar og Skattstofunnar . Hverjir bjuggu þarna? Á öðru býlinu bjuggu hjónin Elín Jónsdóttir frá Setbergi og Þor- varður Ólafsson frá Vötnum í Ölfusi og áttu þau 8 börn. Frá þeim er kominn allstór ættbogi og margir niðjar þeirra hafa alið allan aldur sinn hér á Fjarðarslóðum. Á hinu býlinu bjó Hinrik Hansen og Signý, kona hans. Áttu þau tvær dætur. Að Signýju látinni kvæntist Hinrik seinni konu sinni Egilsínu Egilsdóttur og eignuðust þau 7 börn. Er það einnig svo með niðja Hinriks að flest það fólk á nú heimili hér í Hafnarfirði. Heimilslíf var mjög glatt og skemmtilegt hjá Elínu og hændust við krakkarnir mikið að því ágæta fólki. Það kom eins og af sjálfu sér vegna fámennis hjá Hinrik og Signýju að okkur fannst ekki eins spennandi að koma á þeirra bæ. En mikið var Signý góð við öll börn og góðgerðarsöm með afbrigðum. Ég minntist þess að hún kallaði á okkur og spurði: „Krakkar mínir, viljið þið koma og smakka nýbakað brauð“? Og allur krakkaskarinn sem var að leik út á Hólnum þusti til hennar þar sem hún stóð úti í dyrum með fullt fat af nýbökuðu, seiddu rúgbrauði með íslensku smjöri. Já þetta smakkaðist svo vel, að enn í dag er við hittumst, þ.e.a.s. nágrannar þessarar góðgerðarsömu konum, segjum við oft: „Manstu brauðið hennar Signýar“? átti öðruvísi skíði en tunnustafi. En þeir gerðu svo sannarlega eitt gagn. Oft voru bestu skíðabrekkurnar utan i Kvíholtinu og var oftast farið frá Kvíum, þar sem nú stendur hið virðulega hús, Karmelklaustur. Rásin var niður holtið, þvert yfir Jófríðarstaðaveginn, alla leið niður að vatnsgeyminum sem staðsettur var rétt fyrir ofan Suðurgötuna, þar sem nú er Kadárstígur. Þessi stígur nær aðeins milli Suðurgötu og Hringbrautar. Nafn hans mun vera tengt gosdrykkjaverksmiðju sem rekin var hér í Firðinum á fyrstu árum aldarinnar. Bjarni Bjarnason, skólastjóri Hvernig var með vatn í húsin? Þannig var að fyrsta vatnsveitan hér í bæ var svo kraftlítil að mörg hús á Hamrinum fengu ekki vatn. En fyrst í stað voru ,,vatnspóstar“ staðsettir víða um bæinn og í þá var bekk kenndi hann okkur m.a. tón- stigann og ýmis atriði í tónfræði. Þegar í annan bekk kom æfði hann með okkur þríraddaðan söng, sem við öll höfðum mikið yndi af. Eins og við öll vitum var Friðrik mikill unnandi tónlistar og vand- virkur á öll tónverk. Hann opnaði eyru mín fyrir tónlistinni og ég hef notið hennar í ríkum mæli æ síðan og hefur hún verið mér ómetanlegt veganesti gegnum lífið. og hlýða á sönginn. Bæði ungir og aldnir höfðu lengi beðið eftir þessum viðburði með mikilli eftir- væntingu. Skólahúsið fylltis alltaf af hlust- endum og fjöldi fólks stóð fyrir utan á skólamölinni og hlustaði á sönginn, því út um gluggana, sem teknir höfðu verið af hjörum, ómaði vel æfður söngur barnanna, sem sýndi árangur vetrarstarfsins. Þessa mynd tók Hákon Helgason, kennari, í skólaferðalagi nemenda. Og hvernær sem ég heyri marg- raddaðan söng þá tendrast minning frá liðnum dögum: Söngprófið sjálft. Við myndum reyndar í dag- legu tali kalla það Tónleika. Þá var öllum bæjarbúum boðið að koma Hér látum við staðar numið að sinni. Við þökkum frú Sólveigu fyrir spjallið og vonum að okkur gefist tækifæri síðar að rifja upp með henni margþættan fróðleik frá fyrri tímum. Svefnbekkir tvær stærðir. Prjár viðartegundir. Veljum íslenskt. Góðir greiðsluskilamálar. Reykjavíkurvegi 68 Hafnarfirði, sími 54343 Hafnfirðingar Veljið hafnfirsk húsgogn Margeftirspurðu skrifborðin komin aftur. Framleitt úr Eik Furu Antik eik. Skrifborð með eða án hillu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.