Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Blaðsíða 48

Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Blaðsíða 48
48 Fjarðarfréttir Á þessu ári bœttust Fjarðarfréttir í hóp þeirra fjölmiðla sem hafa fréttaritara í öðrum löndurn. Það eru þau hjónin Anna G. Magnúsdóttir og Þórir Jónsson, sem héldu til náms í Svíþjóð sl. haust, og senda okkur hér fréttir af nokkrum Hafnfirðingum, sem dvelja við nám á erlendri grund. Þau létu sér ekki nægja að rœða við ungtfólk sem þau hitta reglu- lega í Stokkhólmi, heldur brugðu sér auk þess yfir til Osló og spjölluðu við hjón sem þar eru við nám í vetur. En gefum önnu og Þóri orðið: 600 ISL. I STOKKHÓLMI Eru íslendingar haldnir ævintýra eða nýjungagirni í ríkari mæli en aðrar þjóðir? Ekki skal um það fullyrt hér, en víst er að fjölmargir íslendingar búa, og hafa búið, um lengri eða skemmri tíma erlendis, og láta sér þá ekki alltaf nægja löndin næst sér. Á atvinnuleysis- og krepputímum heima fyrir hefur jafnan heil skriða af fólki leitað til annarra landa, og jafnvel fjar- lægra heimsálfa, sem bjóða upp á betri atvinnumöguleika. Mjög margir hafa jafnan flust til Svíþjóðar í atvinnuleit, en nú þegar kreppuástand í atvinnumálum eykst hér og Svíar draga saman seglin hvað viðkemur allri félagslegri þjónustu, sem þeir eru frægir fyrír, er sá möguleiki ekki jafn fýsilegur og áður. Þó búa hér í Svíþjóð tæplega 4000 íslendingar og stunda störf af ýmsu tagi, en jafnan er þó stór hluti þeirra hér við framhaldsnám, sem þeir eiga ekki kost á að stunda heima fyrir. Hér í Stokkhólmi búa um 600 íslendingar og í þeim hópi eru þó nokkrír Hafnfirðingar. Og þar sem við vitum að flest- um þykir nokkur fengur i að frétta af samsveitungum sínum í útlandinu, tókum við tvo þeirra tali. Þau Ársæl Guðmunds- son viðskiptafræðing og fyrrverandi kennarí við Flensborgar- skóla og Berglindi Bjarnadóttur söngkonu. Bæði eru þau Hafnfirðingar í húð og hár og mörgum kunn. „Hinu eiginlega söngnámi lýkur í rauninni aldrei“ Berglind Bjarnadóttir sönkona hefur búið hér i Stokkhólmi um 4ra ára skeið, ásamt sambýlismanni sínum Rúnari Matthíassyni, miklum áhugamanni um tónlist, sem hér stundar framhaldsnám i sálarfræð- um. Berglindi mun varla þurfa að kynna fyrir Hafnfirðingum svo oft sem hún hefur staðið í sviðsljósinu. Átta ára gömul byrjaði hún að syngja í stúlknakór Öldutúnsskóla, og fór í allar ferðir með kórnum bæði til Norðurlandanna og svo til „Túnis“ 72 á alþjóðlegt kóramót, þar sem kórinn stóð sig mjög vel. í þeirri ferð var Berglind einsöngvari í kórnum ásamt Margréti Pálma- dóttur. Og telur hún (sjálf) að þess- ar ferðir hafi verkað á sig eins og vítamínsprautur hvað söngáhuga varðar. Fimmtán ára gömul byrjaði hún að syngja með söngflokknum „Lítið eitt“, sem hún söng með í þrjú ár. Með þeim flokki söng hún t.d. í þáttunum „Kvöldstund í sjón- varpssal“, veturinn '74, sem margir muna eftir. En það var ekki fyrr en eftir sönginn með „Lítið eitt“ að hún hóf að læra söng í Tónlistar- skóla Kópavogs hjá Elísabetu Erlingsdóttur. Þaðan tók hún svo burtfararpróf (í einsöng) og hélt þá sína fyrstu opinberu tónleika. Jafn- framt söngnáminu heima, söng hún með Pólýfónkórnum og Þjóðleik- húskórnum og tók þátt í ýmsum óperuuppfærslum. HVER VAR AÐALHVATIÞESS AÐ ÞÚ HÓFST SÖNGNÁM FYRIR ALVÖRU? „Það má eiginlega segja að hann eigi sér djúpar rætur. Byrjaði strax þegar ég var barn og hóf að syngja í Öldutúnsskólakórnum undir hand- leiðslu Egils Friðleifssonar, sem ég tel að hafi unnið ómetanlegt starf með kórinn. Það gaf mér grunntón- inn ef svo má segja. Með þeim kór söng ég fyrst opinberlega, og ekki skaðaði að fá tækifæri til einsöngs við og við, sem bæði skerpti áhug- ann og jók sjálfstraustið. Sem unglingur byrjaði ég einnig að syngja í kirkjukór Þjóðkirkj- unnar í Hafnarfirði undir stjórn Páls Kr. Pálssonar, sem ég á mikið að þakka vegna stöðugrar hvatning- ar og aukinnar þekkingar á tón- listarsviðinu, en í þeim efnum kemur maður ekki að tómum kof- anum hjá Páli. En ekki má gleyma „Lítið eitt-tímabilinu“, sem gaf mér mikla reynslu í sviðsframkomu, sem ekki er svo lítils virði, og á eftir að koma sér vel ef að líkum lætur. HVERS VEGNA STOKK- HÓLMUR EN EKKI T.D. VÍN? „Þar sem við Rúnar höfðum bæði ætlað okkur í framhaldsnám, urð- um við að finna stað sem hentaði báðum. Við vissum að Stokkhólmur er borg með mikla og rótgróna tón- listarhefð, og að síðustu 15 árin hef- ur verið mikill uppgangur hér í tón- listarlífinu. Þar að auki höfðum við heyrt Svíþjóðar vel getið af vina- fólki sem hér hafði dvalið. Og síðast en ekki síst að hér býr maður við visst öryggi, bæði hvað varðar hús- næði og félagslega þjónustu. HVERNIG ER ÞAÐ SVO AD STUNDA SÖNGNÁM HÉR í STOKKHÓLMI? „Það er alveg óhætt að segja að fyrsta árið mitt hér fór í að undirbúa hið eiginlega söngnám. Ég var í einkatímum í söng og las þar fyrir utan Musikvetenskap (sambl. af tónfr. og tónlistarsögu) við Stokk- hólmsháskóla. Á þeim tíma komst ég vel inn í tungumálið og kynnti mér betur þá möguleika sem hér eru í boði varðandi söngnám. Og mér finnst rétt að geta þess hér, að maður gerir enga stóra hluti nýkom- in til annars lands, eins og margir virðast halda, enginn sigrar heiminn á einum degi. Nú eftir þetta fyrsta ár tók ég inn- tökupróf í Stockholms Musikpeda- gogiska Institut, sem er tónlistar- skóli á háskólastigi. Þetta er mjög eftirsóttur skóli, og til marks um samkeppnina um inngöngu þar, má geta þess að um 40 nemendur þreyttu inntökupróf á sama tíma og ég, en ekki nema sjö voru teknir inn, og ég tel mig mjög heppna að vera ein í þeim hópi. Þar er ég nú á mínum þriðja vetri, og öðlast væntanlega einsöngskennararéttindi að ári liðnu, en námið eru fjórir vetur alls. Það sem mér finnst mjög jákvætt við skólann eru kröfurnar sem gerðar eru til manns strax í byrjun. T.d. verður maður að uppfylla 6 tíma kennsluskyldu sjálfur í viku hverri frá upphafi, sem kemur manni óneitanlega fljótt í tengsl við raunveruleikann. En þetta tel ég ein- mitt gífurlega lærdómsrikt, þar sem maður lærir svo mikið á því að kenna öðrum. Maður verður nefni- lega að vera gagnrýninn á sjálfan sig til að geta gert nemendum sínum skiljanlegt hvað það er sem ætlast er til af þeim, og jafnframt þvi að útskýra fyrir öðrum öðlast maður betri skilning á eigin vandamálum. Þetta er mjög víðtækt nám, sem ekki er eingöngu bundið söngrödd- Rúnar og Berglind. „Það þarf að huga að ýmsu áður en flust er á milli landa“ Ársæll Guðmundsson býr í Stokkhólmi ásamt konu sinni Ragn- heiði Birnu Kristjánsdóttur, fyrr- verandi auglýsingastjóra á Vikunni og Frjálsu Framtaki, og sonum þeirra tveim, Ágústi 8 ára og Ársæli Þór 6 ára. HVER VORU TILDRÖG ÞESS AÐ ÞID HJÓNIN HÉLDUÐ HINGAÐ ÚT? í rauninni má segja að fyrir því séu þrjár megin ástæður. í fyrsta lagi er það námið, en ég stunda hér framhaldsnám í Þjóðhagfræði með megináherslu á sveitarstjórnar og byggðamál, (út frá hagfræðilegu sjónarmiði.). í öðru lagi erum við að veita útrás ákveðinni útþrá sem lengi hefur leitað á. Kannski í því augnamiði að kanna hvort rétt sé hið fornkveðna, að heimkst sé heimaalið barn... Nú, í þriðja lagi að ná góðu valdi á einu Norður- landamálanna og kynnast landi og þjóð. NÚ HAFIÐ ÞIÐ BÚIÐ HÉR í EITTÁR, HVERERAÐ YKKAR MATI HELSTI MUNURINN Á ÞVÍAÐ BÚA HÉR OG HEIMA? Eftir hingaðkomuna fer maður fljótlega að reka sig á ýmsa veggi sem maður kannski gerði sér ekki fulla grein fyrir áður en að heiman var haldið. Og þar er tungumálið kannski sá sem verstur er viðfangs. Fyrstu mánuðina getur maður t.d. ekki leyst af hendi, svo vel sé, svo einfaldan en mikilvægan hlut, að fara í bankann og gera þar á skiljan- Iegan hátt grein fyrir erindum sínum. Það er ekki eins og að fara í Sparisjóðinn í Hafnarfirði, þar sem maður þekkir svo að segja hvert andlit. Heima er maður nafn og andlit, heilsar fólki á götu, og hefur persónulegt samband við fólk í opinberum stofnunum. Hér er maður hins vegar bara númer í tölvubanka, þekkir engan og þessi persónulega hlýja sem maður á að mæta heima fyrirfinnst ekki í mann- mergðinni hér. Mismunurinn kemur einnig fram í því að t.d. í stúdentahverfum eins og við búum í hér, úir og grúir af fólki frá öllum löndum heims, og af öllu tagi. Það eru pólitískir flótta- menn, námsmenn og fólk sem hefur orðið að hrökklast frá sínum heim- kynnum vegna ofsókna, eins og t.d. fólk frá ýmsum löndum S-Ameríku og íran. Þetta er fólk sem kemur frá ólíkum menningarsvæðum og hefur jafnvel allt aðrar hugmyndir en við um hvernig dagleg samskipti eins og sambýli í fjölbýlishúsum, eiga að ganga fyrir sig. Og út frá því geta skapast hinir ótrúlegustu erfiðleik- ar, sem mann myndi aldrei hafa órað fyrir að óreyndu. Allar fjarlægðir eru hér mun meiri en heima. Það er t.d. algengt að fólk sé uppundir tvær klukku- stundir á leið til vinnu, og er því að heiman frá kl. 6 á morgnanna til kl. 7 á kvöldin, þó vinnudagurinn sjálf- ur sé ekki nema 8 tímar. En á móti kemur kannski að almenna sam- göngukerfið er mjög gott, og margir nota strætisvagna, neðanjarðar- og ofanjarðarlestir til ferða í og úr vinnu og geyma bílana heima. Sér- staklega á veturna. Hér ríkir opin- ber stefna hvað það varðar að halda „bílismanum“ í skefjum. Bíleigand- inn verður sjálfur að bera allan aukakostnað sem bílinn varðar. Hér gilda t.d. mjög strangar reglur um hvar leggja megi bílum, og eftirlit með því að þeim, og öllum reglum almennt, sé framfylgt mjög strangt. Háar fjársektir koma í hlut þeirra sem af slysni brjóta á móti reglunum hér, enda eru Svíar með eindæmum löghlýðin þjóð, þeir hafa hreinlega ekki efni á að brjóta lögin. Þegar talið berst að lífskjörum og verðlagi er mjög erfitt að gera samanburð milli landa. T.d. er verð á vörum eins og sjónvarps- og videotækjum, bílum og heimils- tækjum almennt áberandi lægra hér en heima, en hins vegar er verða á matvörum, fatnaði og þess háttar síst lægra. EN HVERNIG ER ÞAÐ GETA MENN GENGIÐ AÐ SÆNSKU ÞJÓÐFÉLAGISEM VÍSUHVAÐ ALLAN AÐBÚNAÐ VARÐAR? (íbúðir skóla og þh.) Ekki segi ég það nú. En óhætt mun að fullyrða að meginreglan varðandi íbúðir sé sú, að menn eru á biðlistum í u.þ.b. ár. íbúðamark- aðurinn hér, eins og viða annars- staðar, er þröngur. T.d. er mjög erfitt fyrir Svia utan af landi að fá íbúð á Stór-Stokkhólmssvæðinu, hvað þá fyrir útlendinga. En við vorum búin að senda inn umsókn um íbúð ári áður en við komum og fengum því mjög þokkalega 4ra herb. íbúð fljótlega eftir komuna hingað. Hvað varðar börnin, þá er mjög vel fyrir þeim hugsað hér. En for- senda þess að fá inni á dagvistunar- stofnunum og skólum fyrir sín börn er að vera búsettur í ákveðnu hverfi. Fast aðsetur er því alger nauðsyn fyrir fjölskyldufólk, og hér eins og heima er eftirspurnin meiri en fram- boðið, þó ástandið sé mun betra hér hvað það varðar. Að sjálfsögðu gengur skólabíll ef um einhverjar fjarlægðir er að ræða. En það er mikill munur á skóladeginum hjá börnunum hér, því hérna er dagur- inn samfelldur og börnin fá heita máltíð í hádeginu sér að kostnaðar- lausu. Eftir skóla fara öll börn á skóladagheimili, þar sem þeim er boðið upp á ýmsa tómstundastarf- semi og eiga kost á aðstoð með heimanámið, þannig að þeirra vinnudegi er alveg lokið þegar þau koma heim á daginn. Ýmis praktísk atriði af þessu tagi er nauðsynlegt að vera búin að kynna sér áður en rokið er til og flust milli landa. Það eru furðumörg dæmi þess að fjöl- skyldufólk hefur komið hingað án nokkurs undirbúnings að þessu leyti og hefur þá verið á hrakhólum með Ársæll og Birna ásamt sonum sínum Ágústi og Ársæli Þór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.