Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Blaðsíða 26

Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Blaðsíða 26
26 Fjarðarfréttir VÍSNASAMKEPPNI ÚR HANDRAÐANGM Kannske verður vandi í vorsól að skýla skálk við grandi í Skiphól. Mörg óar aldarsnið, þó axli sína byrði. Enginn tjóar ennþá við alla úr Hafnarfirði. Þó með veini karlar kveini, Konni reynir vísnaþrótt. Vigtar Steini lok í leyni löngum teini hverja nótt. Lengi hefur gæfan góð gert mig heimasækinn, helst ég met á heimaslóð Hamarinn og Lækinn. Lengi verður óskin ein alra meina virði er að lokum bagga' og bein ber í Hafnarfirði. Nú er vetur, víst um það, verður gjarnan tíðin hörð, fýkur úr trénu fölnað blað, fellur snjór á Hafnarfjörður. Hellisgerði' og Hamarinn hugann lengi binda, einnig ljúfur Lækurinn með lífið ótal mynda. Þegar golan berst að byrði, blæs í voðirnar, vil ég helst í Hafnarfirði hefja siglingar. Þeir sem hafa fríðan fjörð að fóstra lengi þegið, hafa út við hraunin hörð hlut úr sænum dregið. Margur dafnar mjög vel hér, miklu safnar virði úr búi drafnar vaskur ver og veitir Hafnarfirði. Ýmsir rata auðnu veg, aðra þyngir byrði, hundur víst ei vildi ég vera í Hafnarfirði. Haukur Sigtryggsson. HELLISGERÐi Þótt skrautið víða landið skrýði skógum holt og hlíð, Hafnarfjörður hrauns með prýði heillar um ár og síð. Hér mætast grjót og gróður á geysifögrum stað, ég hygg að margur hljóður hugsi oft um það. Ef allt hér skoðum holt og bolt er höfum verið nú að gera, Hafnfirðinga held ég stolt Hellisgerði muni vera. Bjarni Guðnason. EILÍFÐARGLÍMAN Frá því hrímið féll um svið,1) fram um tlmans daga, andans glima efnið við er sem rlmuð saga. 1) Upphaf alheims, sbr. Goðafræði. Þorleifur Jónsson. MÁTULEGT Á 'ANN! Ráðherra iðna, eld og ryk, óð um kerjaskála. Álvers ræddi auð og svik æstur, óðamála, — en á hann hlustar varla nokkur sála. N.N. VÍSUR Þegar vorið vefur jörð, vekur gróður nálar hlýlegt er um Hafnarfjörð, hraunið fegurð málar. Þegar vetrar veðrið gnýr varpar freða á glugga, afli þrungið ævintýr er í hverjum skugga. Þegar sumars fögur fet fullna gróður verkin, þá af hjarta glaðst ég get: Guðdóms skoða merkin. Þegar kveldar, þagnar blær, — þrátt á heldur gjöfum — Ljóss af eldum logar sær lita feldur stöfum. Haldi vörð um Hafnarfjörð: Höndin sanna — ríka, hans er gjörði himin, jörð, haf og manninn líka. Björk. (Margrét Guðmundsdóttir). Alltaf viljum við það kannast að vel oss hjálpar bænagjörð. Biðjum guð að blessa og annast bæinn okkar, Hafnarfjörð. Lækurinn, hann liðast gegnum bæinn. Lífið er þar fjörugt, allan daginn, en Hellisgerði og Hamarinn, er Hafnfirðinga stolt að hugsa vel um bæinn sinn, er hverjum manni hollt. I Firðinum, fegra hraunsins myndir. í Firðinum, fugl á læknum syndir. í Firðinum. Við höfum hérna allt, sem aðrir hafa og heppnin eltir okkur öll, án vafa, því það má segja að lífsgæðin, séu flestum föl svo finnum við í bænum stað, sem heitir Lýsi og Mjöl. í Firðinum, fölnar ekki ljóminn. I Firðinum, angar fleira en blómin. I Firðinum. Björguleg er Bæjarútgerð — nokkur bæti hún í haginn — fyrir okkur, en margir læra aldrei, að meta góðan stað og mest eru það þeir, sem þarna — ekki komast að. I Firðinum, flestir vilja vinna. I Firðinum, þarf feikimörgu að sinna. I Firðinum. Margur maður má hér vera á spani, því menntamálin eru á háu plani. Hér eru ótal skólar — og einnig námsflokkar öldungar sem læra og líka rauðsokkar. I Firðinum, fagra bænum kæra. I Firðinum, fengu menn að læra. í Firðinum. Á FERÐ UM BÆJARLANDIÐ 1. Legg ég hnakk á Ijóðagand með lundarfari hresstu. Fer um Hafnarfjarðarland fram með sjó að mestu. 2. Ekki hryggja ætti þig áhyggjunnar sýkin, þó í Stramsvík sýni sig súráls—pólitíkin. 3. Sædýranna safni ber sjóðsöflunar—kraftur, svo að allskyns hryggdýr hér hlaupi í spikið aftur. 4. Offita ef á þig sezt og angrar þig í sinni, getur aftur grennt þig bezt golf á Hvaieyrinni. 5. Útsynnings mun áttin svöl auka gleði sanna: líður upp frá Lýsi og mjöl lyktin peninganna. 6. Oseyrinni hjá er höfn, hannað allt með snilli, og þar nálægt er svo Dröfn, en íshúsið á milli. 7. Vélsmiðjan sem höfð er hér hrósið fær hjá öllum, Stefán Jónsson vígið ver víxla- og skakkaföllum. 8. Bygging stendur mest sem má mannsins trúna styrkja: nálægt læk og hafi hjá: Hafnarfjarðarkirkja. 9. Þú ef hefur þar og hér þrautaverk sem kvelur, apótekið ódýrt þér allskyns pillur selur. 10. Bóklaus maður blindur er, bættri menning skæður, út því gefur Oliver allra handa skræður. 11. Kaupfélagsins kjörbúð glæst kynnir sig án hömlu: Ijúffengt þarna löngum fæst lambakjöt af gömlu. 12. Þú af vestar gengur greitt, glóir varningsbyngur: úr og skór og yfirleitt allra handa glingur. 13. í Sparisjóðnum sí og æ sýnast annir vera, þótt aðrir bankar út um bæ ekkert hafi að gera. 14. Ráðhús fengu reist með glans ríkir menn og glaðir. Þarna vinnur fólksins fans flestir hálaunaðir. 15. Bóksala er höfð um hönd hér og gleði vekur: Böðvar seldi Andrés Önd og í nefið tekur. 16. Reykjavíkurveginn fús við ef yfir höldum, sjást þá Bjarna- og Brydes-hús beint frá liðnum öldum. 17. Verðlaun stór og virðing færð, víðkunna og dulda, ef þú Bæjarútgerð nærð upp úr feni skulda. 18. Hafnfirðinga gleðjist geð, gæfu hver einn finni. Ég í anda ykkur kveð úti í sundlauginni. Magnús Jónsson. Halla Magnúsd. í sfðasta tölublaði FJARÐARFRÉTTA var aug- lýst VÍSNASAMKEPPNI á vegum blaðsins. Þáttaka hefur verið allgóð og á þessari síðu má sjá hver afraksturinn er. Dómnefnd kom sér saman um að eftirfarandi vísa hljóti verðlaun keppninnar.: Hugann til sfn löngum leiðir, lffi veitir gleði og skjól. Hafnarfjörður fagur breiðir faðminn móti himinsól. Hðfundur Valný Benediktsdóttir Fjarðarfréttir þakka öilum þeim sem sendu vísur til okkar og það er gieðilegt til þess að vita að enn geta margir stytt okkur stundir með snjöllum stökum við hin ýmsu tækifæri. SLÉTTUBANDAVÍSA. Fjörður — Hafnar gefur gnægð góðra drafnar bjarga, Kjörður safnar fornri frægð, fóðrar jafnan marga Jón Helgason. HAFNARFJÖRÐUR. Hugann til sín löngum leiðir, lífi veitir gleði og skjól. Hafnarfjörður fagur breiðir faðminn móti himinsól. Engin vorkvöld á sér fegri, enginn strýkur hlýrra um kinn. Enginn hljómar unaðslegri, en þú, kæri Fjörðurinn. Ætíð verði öll þín saga, auðnu vafin hverja stund. Göfugt mannlíf, góða daga, gefi Drottins styrka mund. Valný Benediktsdóttir. FJARÐARBRAGUR. í Hafnarfirði er fagurt bæjarstæði, í Firðinum að búa, er algjört æði. Hér anga blóm í beði og fegurð hraunsins rík, Hugsið ykkur muninn hér — eða í 'enni Reykjavík. I Firðinum, finnst mér gott að búa. I Firðinum, fjöldinn mun því trúa. I Firðinum. Félagsmálin eru í fínu lagi, því finna má hér, sitt af hvoru tagi. Rótarý og Frímúrarar, fjölmennir — og Ljón. Fjarskalega held ég þetta, reyndist litrík sjón. j Firðinum, funda menn og snæða. í Firðinum, félagsmál þeir ræða. I Firðinum. Næst má nefna Skáta- og Georgs Skáte nú sjá allir, af nógu er að státa. Margar eru Málfreyjur — og svo er Slysavörn, JC menn og einhver nefnd, sem á að passa börn. I Firðinum, funda menn og ræða. í Firðinum, flest það besta glæða. I Firðinum. Iþróttir - eru ofarlega á baugi og enginn skyldi hafa það, að spaugi, því Haukarar og FH—ingar, voru fræknir menn feiki keppnisharðir — og eru reyndar enn. í Firðinum, félagsmálin lokka. í Firðinum, fóru menn að skokka. I Firðinum. Hér þarf ekki nokkur sál, að spara síðan við fengum Tomma hamborgara, en, nú læt ég þessu lokið, slæ botn í þennan brag mig langar bara að biðja um einn — umhverfisverndardag. í Firðinum, fá menn hamborgara. Úr Firðinum, fæstir vilja fara. Úr Firðinum. Guðbjörg Tómasdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.