Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Blaðsíða 5

Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Blaðsíða 5
Fjarðarfréttir 5 INNAR DRAFNAR grunninum svo og hægt væri að hefja vinnu að morgni. Var allt grafið með skóflum og ekið til hliðar í sporvagni. Þegar lokið hafði verið við undirbyggingu undir spilhúsið og verið var að slá upp mótum fyrir görðunum lét fyrir- staðan að framan undan í mikilli flóðhæð. Menn, sem voru að vinna í grunninum sáu hvað var að ske og gátu með naumindum forðað sér upp á grunn spilhússins og varð enginn meira en mittisblautur en sjórinn fyllti grunninn nánast á augnabliki. En allt tókst þetta fyrir harðfylgi og dugnað þeirra, sem að verkinu stóðu en það voru hluthafarnir sjálfir sem um það sáu og unnu oft mikið í sjálfboðavinnu utan hins almenna starfstíma. Og brautin komst upp. BYRJUNARÖRÐUGLEIKAR Jafnframt skipa- og húsasmíðum var rekið verkstæði og verslun. Var snemma reynt að fá einhvern timburinnflutning, en þá vár allt í viðjum innflutningshafta og verð- lagsákvæða. Ekki var nóg að fá innflutningsleyfi heldur varð að fá leyfi fyrir skiprúmi. Þetta var því allt tímafrekt og nánast hvimleitt. Ég minnist þess, þegar Dröfn fékk sína fyrstu timbursendingu. Þá þurfti að taka tillit til ýmissa ákvæða við verðlagningu, sem reglur sögðu til um. Ég man að ,,sortering“ á timbrinu og upp- röðun í geymslu átti að vera sam- kvæmt reikningi. Það atvikaðist þannig að smiðirnir önnuðust þetta verk og var ég því með hærra tíma- fljótir að þessu að það var langt innan við öll norm. Þannig fengum við miklu meira fyrir að selja fyrsta timbrið en við gerðum ráð fyrir. Þetta voru fyrstu kynni min á verð- lagseftirliti og síðan hef ég aldrei haft trú á að það gerði nokkurt gagn. Eins og gefur að skilja hafa skipts á skin og skúrir í starfsemi Drafnar. Þó var það einna erfiðast þegar upp komu þær raddir að leggja dráttar- brautina niður á þessum stað og flytja hana sunnar í höfnina. Ríkti óvissa í þessu efni um mörg ár. Varð það til þess að kyrrstaða myndaðist og ekki voru gerðar nauðsynlegar endurbætur á braut- inni. Háði það starfseminni veru- lega. En Dröfn var ekki á því að FÓRNFÚST UPPBYGG- INGARSTARF Ég held að fólk geri sér ekki almennt grein fyrir því, hve geysi- mikla vinnu það fólk leggur á sig, sem er að byggja upp fyrirtæki og annast rekstur þess. Það voru margar stundir unnar af hlut- höfunum án þess nokkur greiðsla kæmi fyrir. Og það var ótrúleg samheldni svo margra manna sem hér var um að ræða. Þeir lágu ekki á liði sínu. Þegar svo var ráðist í að byggja húsið, ofan við Strandgötuna, þá var enn á ný lögð á sig mikil sjálf- boðavinna til þess að koma verkinu áfram. Fljótlega eftir að Dröfn h.f., hóf starfsemi sína komu allir smiðirnir, sem að fyritækinu stóðu til starfa. Alla tíð var unnið að skipavið- gerðum og skipasmíðum, húsavið- gerðum og húsasmíðum, auk fleiri verkefna. Sömu menn og stofnuðu Dröfn stofnuðu Byggingafélagið Þór h.f., og hafði það félag húsa- byggingarnar með höndum, en fél- ögin voru ávallt rekin í nánu sam- starfi. Fyrstu stjórn Þórs h.f., skipuðu: Gísli Guðjónsson form., Bjarni Erlendsson og Vigfús Sigurðsson. ( Tvö skip í smíðum. kaup en reiknað var með að fengist samþykkt. En allt var þetta reiknað eins nákvæmlega og reglur sögðu til um. Þegar ég kom svo með útreikn- ingana til verðlagsskrifstofunnar hafði ég nú alls ekki framkvæmt þetta eins og hún ætlaðist til. Var það einkum ,,sorteringin“. Verð- lagstofan var búin að mynda sér ákveðinn skala eftir magni og niðurstaðan var sú, að uppröðunar- kostnaðurinn var stórhækkaður svo ekki kom að sök smíðakaupið, sem ég reiknaði með. Smiðirnir voru svo leggja starfsemi sína niður. Fyrir- tækið var tilbúið til þess að flytja sig um set ef skipulagið krefðist þess. Það varð því að ráði að pöntuð var skipalyfta til uppsetn- ingar á öðrum stað. Um svipað leyti var hafnarlögum breytt þannig að dráttarbrautir voru gerðar styrk- hæfar á sama hátt og aðrar hafnar- framkvæmdir. Leitaði Dröfn því til bæjaryfirvalda um það að höfnin byggði skipalyftuna en fyrirtækið fengi hana leigða til rekstrar. Þegar hér var komið var það talið eðlilegra, að þau fyrirtæki í bæn- um, sem að skipaþjónustu störfuðu mynduðu samtök til þess að reka slíka skipalyftu og var komið af stað viðræðum í því sambandi. Var Dröfn reiðubúin til þess að taka þátt í slíkum samtökum. I stuttu máli lauk þeim viðræðum þannig að aðilar höfðu ekki áhuga að Dröfn undanskilinni. En málið dróst á langinn og endaði með því að hafnarsjóður var ekki tilbúinn að byggja lyftuna og var hún seld til Vestmannaeyja og var komin þangað rétt fyrir eldgosið, sem tafði svo uppsetningu hennar og hún er nú nýlega tekin til starfa og reynist vel samkvæmt því sem fréttir herma. Er ástæða til þess að óska Vestmannaeyingum til hamingju með framtak sitt. En hinu er ekki að neita að sársaukalaust var það ekki fyrir Dröfn að horfa á eftir lyftunni burt úr bænum hér hefði hún getað verið búin að vera í noktun um 10 ára skeið ef hún hefði verið byggð í Hafnarfirði. Þegar þetta mál var úr sögunni snéri Dröfn sér að því að endur- byggja dráttarbraut sína, enda þótt enn væri sama óvissan um varan- lega framtíð á staðnum. En ekki var nema um þann kost að ræða eða að hætta starfsemi og leggja dráttar- brautina niður. GRÓSKA í STARFI — GÓÐ STJÓRN Nú síðustu ár er ljóst að brautin fær að vera á sínum stað um næstu framtíð. breytir það mjög miklu fyrir Dröfn h.f., og áframhaldandi uppbyggingu fyrirtækisins. Nú stendur til að bæta aðstöðu fyrir viðgerðarþjónustu skipa með því að byggja viðlegukant sunnan brautar- Þessar myndir eru teknar skömmu eftir að framkvæmdir hófust við byggingu brautarinnar. Á efri myndinni sést hvar verið er að bera járnin út í sjóinn á flóðinu, en á fjörunni voru þau svo fest. Það eru þrír úr hópi frumherjanna, Gísli, Kristmundur og Bjartur, sem láta það ekki á sig fá þótt þeir þurfi að vaða sjóinn upp fyrir hendur.. Greinarhöfundur, og einn af stofnendum Drafnar, Páll V. Daníelsson, fyrir framan Drafnarhúsið. Hann var framkvæmdastjóri Drafnar fyrstu árin. 55 38 1-j ifL!ns.« Eddan, stærsta tréskipið sem smíðað var í Dröfn. innar og er það nú þegar komið á áætlun hafnarframkvæmda. Dröfn hefur komið uppp gistiaðstöðu fyrir menn utan af landi, sem koma með skip til viðgerðar og hefur það orðið til þess að auka eftirspurn eftir upp- sátrum og um Ieið aukið skipakomu til Hafnarfjarðar. Fyrirtæki í bænum hafa fengið að vinna að viðgerðum á skipum í brautinni og hefur Dröfn aldrei tekið gjald fyrrir þá aðstöðu. Það hefur komið við- skiptaaðilum til góða. Ég hef ekki rakið verkefnasögu Drafnar heldur getið nokkuð innri mála og þátta, sem fólk almennt hefur ekki daglega fyrir sjónum. Dröfn h.f., hefur starfað í 40 ár. Fjölmargt og gott starfsfólk hefur unnið hjá fyritækjunum Dröfn og Þór um dagana og má geta þess að útskrifaðir hafa verið í skipasmíði, húsasmíði og járn- smíði 60 nemar og hafa 6 þeirra farið í tæknifræðinám. Mikið starf hvíldi á stjórnarfor- mönnum fyritækjanna einkum fyrstu árin, en það voru þeir Haukur Jónsson og Gísli Guðjóns- son, sem gengdu þeim störfum á meðan þeim entist aldur. Gísli var jafnframt aðalverkstjóri í húsa- smíðinni svo og Sigurbjartur Vil- hjálmsson, en Sigurjón Einarsson í skipasmíðinni. Kristmundur Georgsson og núverandi stjórnar- Hafsúlan, síðasta tréskipið sem smíðað var í Dröfn. Góður andi hefur ríkt í fyrirtækinu bæði meðal eigenda og starfsfólks. Við hlutafjáraukningu hefur þess alltaf verið gætt að hinir gömlu 12 hlutir væru jafnir. Það má geta þess að hluthafarnir voru allir þeir sömu, þegar fyrirtækið var 20 ára og áttu allir jafnan hlut. Þetta segir e.t.v., meiri sögu um samheldni hluthafanna en mörg orð. Alla tíð hafa þau sjónarmið ríkt að hluthafarnir hefðu örugga atvinnu við fyrirtækið og hefur það gengið eftir í megin dráttum. Oft hafa laun manna verið lægri en hægt hefði verið fyrir hina dug- miklu menn að fá utan fyrirtækis- ins. Og oft hafa hluthafarnir hlaup- ið undir bagga, þegar greiðsluerfið- leikar hafa verið og dregið að taka Iaunin sín. E.t.v., á fólk erfitt með að skilja að slíkt geti gerst en þannig er það þegar menn leggja sig fram um að koma hlutunum áfram og njóta þess að leggja á sig erfiði til þess að greiða úr hverjum vanda sem að höndum ber, án aðstoðar annars staðar frá. formaður Drafnar, Böðvar Sigurðs- son báru hitann og þungann af stjórn verkstæðisins og flestir hlut- hafanna lentu meira og minna í því að stjórna einstökum verkum. Þeir voru nánast allir við stjórnunarstörf að einhverju leyti. Framkvæmda- stjóri hefur verið Vigfús Sigurðs- son, nema fyrstu árin að Páll V. Daníelsson gengdi því starfi. Nú hefur Guðjón Tómasson hag- ræðingaráðunautur verið ráðinn framkvæmdarstjóri. ÞÁTTASKIL Nú eru að verða nokkur þáttaskil í starfsemi Drafnar að því er hlut- hafana snertir. Ekki það að starfs- seminni verði ekki haldið áfram, heldur hitt að hluthafarnir, sem stofnuðu fyritækið eru aldraðir orðnir og sumir fallnir frá Uppi- staðan í starfsmannaliði verður því ekki lengur hópur eigenda. Hins vegar er áhugi fyrir því að fyrirtæk- ið haldi áfram að starfa og geti vaxið og orðið sem flestum traustur vinnuveitandi um ókomin ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.