Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1988, Blaðsíða 7
I. Árferöi
Tíðarfar var lengst af sæmilegL Óþurrkar voru þó um austanvert landið síðari hluta sumars.
Apríl var ónenju kaldur um land allt og júní fádæma sólarlítill á Suður- og Vesturlandi.
Loftvægi var 0,4 mb yfir meðallagi. Hiti var 0,9° undir meðallagi. Úrkoma var yfir meðallagi á
Norðausturlandi, á Suðurlandsundirlendinu og á fáeinum öðrum stöðum, en annars var hún
undir meðallagi. Sólskinsstundir voru færri en í meðalári austanlands, mjög nálægt því á
Suðurlandi, en á Hveravöllum var sólskin 17% umfram meðallag.
Veturinn (desember 1987 - mars 1988) var lengst af talinn sæmilegur. Desember var óvenju
hlýr um mikinn hluta landsins, janúar var kaldur, febrúar fremur rysjóttur, en í mars var lengst
af þokkaleg vetrarveðrátta. Hitinn var 0,9° undir meðallagi. Úrkoma var yfir meðallagi víðast
hvar í útsveitum á Norðausturlandi og við norðanverðan Breiðafjörð, mest tvöföld
meðalúrkoma á Húsavík og á Raufarhöfn, en minnst á Homafirði.
Vorið (apríl - maí) var mjög kalt framan af, en í maí þótti tíðarfar þokkalegt víðast hvar. Hiti
var 1,5° undir meðallagi. Úrkoma var minnst norðan til á Vestfjörðum, um norðvestanvert
landið og við suðausturströndina. Norðaustanlands var úrkoman hins vegar víða meiri en í
meðalári.
Sumarið (júní - september) var tvískipt. í júní var fádæma dimmviðri um sunnan- og ves-
tanvert landið, en sólríkt austanlands, en hina mánuðina vom austan- og norðaustanáttir
ríkjandi með miklum óþurrkum á Norðaustur- og Austurlandi, en sæmilegri tíð víðast annars
staðar. Hiti var 0,4° undir meðallagi. Úrkoma var meiri en í meðallagi um meginhluta
Vestfjarða, við sjóinn á vestanverðu Norðurlandi, Norðaustur- og Austurlandi öllu og einnig
víða á Suðurlandi.
Haustið (október - nóvember) var hagstætt. Hiti var 0,4° undir meðallagi. Úrkoma var yfír
meðallagi víða sunnanlands og sums staðar á Vestfjörðum. 1)
1) Tekið upp úr Veðráttan, ársyfirliti sömdu afVeðurstofu íslands.
5