Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1988, Blaðsíða 75
Ákveðið var, að næsta skref í samstarfi eiturefnanefndar og Almannavama rfldsins
skyldi vara það að nefndinni yrði boðið í stjómstöð Almannavama til þess að
kynnast þeim viðbúnaði, sem Almannavarnir hafa vegna slysa eða
náttúrahamfara.
Forstöðumaður Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra sendi nefndinni tvö bréf og
gagnrýndi nefndina fyrir að leyfa notkun lindans við böðun sauðfjár til þess að
útrýma mauram. Taldi forstöðumaðurinn, að eiturefnanefnd hefði ekki tekið tillit
til þess að lindan væri mengunarvaldur í lífríkinu. í svarbréfum sínum lagði
eiturefnanefnd áherslu á þá staðreynd, að lindan væri ekki sérstaklega stöðugt efni
í lifandi umhverfi og væri því ekki mengunarvaldur, ef rétt væri notað. I þessu
sambandi benti nefndin á, að rannsóknir á fitu bæði húsdýra og villtra dýra
staðfestu að magn lindans væri hér yfirleitt minna en svo, að ákvarðað yrði og
væri þó næmi þeirra aðferða, sem notaðar væra, mjög mikið.
Nefndin fjallað á árinu um þrenns konar varning, sem inniheldur einkum
díklórmetan og notaður er til þess að fjarlægja málningu og lökk. Hlutaðist
nefndin til um, að tvær þessara blandna væru prófaðar af fagkennara í
Iðnskólanum í Reykjavík.
Eiturefnanefnd kynnti tillögur sínar um markgildi í matvælum (sbr. að framan)
formanni samnorrænnar nefndar, sem vinnur að samræmingu slíkra reglna á
Norðurlöndum. í þessu sambandi benti nefndin sérstaklega á sérstöðu Islands
varðandi notkun tveggja efna (tíabendasól og klórprófam).
í árslok var uppgjöri á ózónmælingum í nágrenni Reykjavíkur langt komið, en
þær hafa verið unnar á vegum eiturefnanefndar undanfarin ár. Mun verða birt
ritgerð í nafni nefndarinnar að þessu lútandi fyrri hluta ársins 1989, ef henta
þykir. Mun þetta verða fimmta og síðasta ritgerð um mengunarrannsóknir á
Islandi, sem unnin er í samvinnu eiturefnanefndar og Iðntæknistofnunar íslands
(áður Rannsóknastofnun Iðnaðarins), en samstarf þessara aðila um mengunar-
rannsóknir hófst þegar á árinu 1973.
73