Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1988, Blaðsíða 114
Skipting milli spítala. Á Landspítala lágu 73, á Lai dakotsspítala 40 og á
sjúkrahúsum utan
Reykjavíkur 26 (á Akureyri 14, Akranesi 4, ísafirði 3, Neskaupstað 3, Húsavík 2).
Meðallegudagafiöldi 106 bama, sem lágu á bamadeildum í Reykjavík var 16-17
dagar.
Aldursdreifing og kvnskipting. Innan 5 ára að aldri vora 135 (96.4% ), innan 2ja
ára 99 (70.7% ) og innan 6 mánaða 13 (9.3%). Miðgildi aldurs var 16 mánuðir.
Yngsta bamið var 5 vikna. Sjá töflu I um nánari aldursdreifingu. Drengir vom
nokkru fleiri en stúlkur upp að 2ja ára aldri, en eftir þann aldur vom stúlkur heldur
fleiri.
Eftirköst. Sjúkraskrár 113 barna, sem lágu á sjúkrahúsum í Reykjavík voru
skoðaðar.Varanleg eftirköst em skráð hjá 10 þeirra. Eitt þeirra er mikið skert andlega
og líkamlega, eitt er með væga lömun, skerta greind og flogaveikt, eitt er með
seinkun á mál- og hreyfiþroska, 7 em heymarskert, 6 á öðm eyra og eitt missti heym
á báðum eymm. Auk barnsins, sem fékk varanlega flogaveiki fengu 15 börn
krampaköst í legu og vom nokkur þeirra á krampalyfjum um tíma eftir útskrift.
Þrettán útskrifuðust með jafnvægistmflun, sem hvarf eftir mislangan tíma. í
sjúkraskrám bamanna kemur fram, að mörg þeirra hafa komið til eftirlits í nokkrar
vikur eftir veikindin og sumum hefur verið fylgt eftir í nokkra mánuði, þeim verst
fömu lengur. Mat á þroska, þegar lengra hður ffá veikindunum er hins vegar sjaldan
skráð. Heymarmælingar era skráðar hjá mörgum, en ekki öllum. Því ber ekki að líta
á það sem hér er birt um afdrif þessara 113 bama sem tæmandi upplýsingar um
endanlegar afleiðingar sjúkdómsins hjá þeim.
Aldur Fjöldi (%)
1-5 mán. 13 (9.3%)
6-11 mán. 32 (22.9%)
12-17 mán. 35 (25%)
18 -23 mán. 19 (13.6%)
2ja ára 21 (15 %)
3ja ára 10 (7.1 %)
4ra ára 5 (3.6%)
5 -9 ára 5 (3.6%)
Tafla I Aldursdreifing 140 bama 0 - 9 ára
með H. influenzae heilahimnubólgu.
112