Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1988, Blaðsíða 113
NIÐURSTOÐUR.
1. HEILAHIMNUBÓLGA.
Greining var staðfest með ræktun H. influenzae úr mænuvökva ffá 135 bömum.
Fimm böm til viðbótar em talin hafa haft H. influenzae heilahimnubólgu. Frá þrem
þeirra, sem öll vom með klinisk einkenni heilahimnubólgu, ræktaðist H. influenzae
b úr blóði, bakteríur ræktuðust ekki úr mænuvökva tveggja, en frá einu náðist
mænuvökvi ekki. Einnig er talinn með 10 mánaða gamall drengur, sem lagður var inn
meðvitundarlaus. í mænuvökva hans sáust gramneikvæðir stafir, en baktería
ræktaðist ekki úr mænuvökva eða blóði. Loks er talið með barn, sem lést í
heimahúsum. Við kmfningu greindist heilahimnubólga, staðfest með ræktun H.
influenzae b frá heila og úr blóði. Samtals em þetta 140 böm. Blóð var sent í ræktun
frá 99 þeirra og ræktaðist H. influenzae úr 93 blóðsýnum.
Hiúpgerð var ekki greind á 27 stofnum ræktuðum úr mænuvökvum á ámnum 1974-
1976, en hinir 108 vom allir af hjúpgerð b.
Tíðni. H. influenzae heilahimnubólga greindist samkvæmt framansögðu hjá 140
bömum á aldrinum eins^mánaðar til 9 ára á umræddum 15 ámm eða að meðaltali hjá
9.3 á ári. Sjá mynd 1. Á fyrstu 7 ámm tímabilsins veiktust 65 böm, en á síðustu 8
ámnum 75 og er meðaltalsfjöldi á ári því svo að segja eins fyrri og síðari helming
tímabilsins, 9.3 og 9.4. Af þessum 140 bömum vom 135 innan 5 ára gömul og
reiknast tíðni í þeim aldurshópi 43/100.000. Ekki var unnt að greina árstíðasveiflur í
tíðni sjúkdómsins, en oft komu nokkur tilfelli í röð innan fárra vikna.
Dánartala . Eitt bam lést í heimahúsum, en þau 139 sem lögðust inn á sjúkrahús lifðu
öll.
Ár
Mynd 1. Árlegur fjöldi bama með alvarlegar H. influenzae sýkingar 1974 -1988
111