Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1988, Blaðsíða 117
Ár FLinfluenzae b stofnar alls úr mv. bl. eða lið Beta-laktamasamyndandi stofnar (sýni)
1978 12 1 (mv.)
1979 7 0
1980 14 0
1981 16 2 (bl.)
1982 20 3 (mv.l, bl. 2)
1983 23 5 (mv.3, bl. 2)
1984 16 3 (mv.)
1985 12 4 (mv.2, bl. 2)
1986 16 4 (mv.l, bl.3)
1987 9 2 (mv.l, bl. 1)
1988 19 5 (mv.3, bl. 2)
Tafla H. Árlegur Qöldi H. influenzae b stofna 1978-1988 úr mænuvökva (mv.)
blóði (bl.) eða lið frá bömum 1 mán. -10 ára og fjöldi þeirra stofna, sem mynduðu
beta-laktamasa.
Skil.
Framanskráð yfirlit íjallar um 211 börn, sem fengu alvarlegar sýkingar af völdum
H. influenzae á 15 árum. Af þeim voru 140 með heilahimnubólgu, þar af 135 innan
5 ára aldurs. Samkvæmt skráningu sýklarannsóknastofu Landspítala á sýkingum af
völdum meningokokka voru þeir orsök heilahimnubólgu og/eða sepsis hjá 182
bömum innan 5 ára aldurs á ámnum 1974-1980, en á sama árabili veiktust 62 eða
u.þ.b. 3svar sinnum færri úr þessum aldurshópi af H. influenzae heilahimnubólgu.
Þessi óvenjulegi mismunur stafar af meningokokkafaraldri, sem hófst 1975 og náði
hámarki 1976. (24) Á áranum 1981-1988, þegar faraldurinn hafði rénað mikið,
veiktust hins vegar aðeins 49 böm innan 5 ára af meningokokkasjúkdómi, en 73 af
H. influenzae heilahimnubólgu. Sýnir það, að hér eins og annars staðar er H.
influenzae sú baktena sem oftast veldur heilahimnubólgu í bömum innan 5 ára
aldurs, ef ekki er meiri háttar meningokokkafaraldur á svæðinu.
Samkvæmt mannfjöldaskýrslum Hagstofu íslands var fjöldi bama 0-4ra ára 21.608 í
árslok 1975 og 20.909 í árslok 1985. Bamafjöldi hefur því haldist nokkuð jafn frá ári
til árs á þessu tímabili, þó að íbúum fjölgaði. Ef miðað við meðaltal 21.000 í þessum
aldurshópi á áranum 1974-1988 reiknast tíðni heilahimnubólgu af völdum H.
influenzae hjá 0-4ra ára bömum hér á landi 43/100.000, sem er nokkra meiri tíðni
en skráð er í nágrannalöndum: Svíþjóð 31, Finnland 26, Holland 22, England 23.6.
(7,6,10,9) Ekki er ljóst hvort þessi munur er vegna nákvæmari talningar hér en
annars staðar eða hvort hann er raunveralegur. í Bandaríkjunum er tíðni H.
influenzae heilahimnubólgu í bömum 0-4ra ára meiri en hér, en hún er misjöfn eftir
landsvæðum og kynþáttum, langmest meðal eskimóabama í Alaska eða 409/ 100.000
samkvæmt yfirliti 1971-1977. (18)
115