Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1988, Blaðsíða 39
Frá krabbameinsfélagi íslands
í mars 1990
Mun fleiri læknast af krabbameini en áður. Nú eru á lífi á fimmta þúsund manns sem
fengið hafa krabbamein.
Samkvæmt upplýsingum úr Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands voru 4654
íslendingar á lífi í árslok 1988 sem fengið höfðu krabbamein. Konur vom mun fleiri en
karlar, 2806 á móti 1848. Um helmingur þessa hóps hefur lifað í fimm ár eða lengur, en
oft er við það miðað þegar rætt er um að fólk sé læknað af krabbameini.
Mun fleiri geta nú vænst þess að læknast af krabbameini en áður var. Um 16% karla
sem greindir vom með krabbamein á árunum 1955-59 lifðu í fimm ár eða lengur en 33%
þeirra sem greindust 1979-83 lifðu svo lengi. Hliðstæðar tölur fyrir konur hafa hækkað
úr 26% í 46%. Horfur hafa batnað að því er varðar flest krabbamein.
Árið 1988 vom greind 864 ný krabbamein hér á landi, 428 í körlum og 436 í konum,
samkvæmt tölum frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands. Þetta em heldur
fleiri mein en skráð vom árið áður.
Meðal karla er blöðmhálskirtilskrabbamein algengast, lungnakrabbamein í öðm sæti og
blöðrukrabbamein í þriðja sæti. Meðal kvenna er brjóstakrabbamein algengast,
lungnakrabbamein í öðm sæti og krabbamein í eggjastokkum í þriðja sæti.
Síðan skráning krabbameins hófst hér á landi árið 1955 hefur nýgengi krabbameina
aukist um 1,4% á ári að meðaltali. A þessu tímabili hefur dregið úr sumum tegundum,
eins og magakrabbameini og leghálskrabbameini. Hins vegar hefur tíðni margra
krabbameina aukist, til dæmis krabbamein í lungum, blöðmhálskirtli og bijóstum.
Tíðni krabbameina eykst með aldrinum og meðalaldur við greiningu þeirra er um 65 ár.
Algengustu krabbameinin.
Meðalfjöldi nýgreindra krabbameina á ári 1984-88, samkvæmt upplýsingum frá
Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins.
Karlar Konur
B löðruhálskirtilskrabbamein 88 Bij óstakrabbamein 106
Lungnakrabbamein 49 Lungnakrabbamein 40
Magakrabbamein 39 Ristilkrabbamein 30
Ristilkrabbamein 32 Eggjastokkakrabbamein 24
Blöðrukrabbamein 28 Magakrabbamein 19
Nýmakrabbamein 17 Legbolskrabbamein 17
Briskrabbamein 14 Leghálskrabbamein 15
Heilaæxli 12 Skjaldkirtilskrabbamein 14
Endaþarmskrabbamein 12 Nýmakrabbamein 13
Húðkrabbamein 11 Blöðrukrabbamein 13
37