Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1988, Blaðsíða 122

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1988, Blaðsíða 122
Margra ráða hefur því verið leitað til að stuðla að greiningu sjúkdómsins snemma, svo sem að hvetja konur til sjálfsskoðunar brjósta og/eða boða þær til hópskoðunar með þreifingu eða öðrum aðferðum. Af þeim hefur þó aðeins ein, röntgenmyndataka af brjóstum (mammografía), sannað gildi sitt. Með myndatöku má finna mun minni æxli en við þreifingu, einkum ef þau liggja djúpt eða erfitt er að þreifa bijóstín. Um eða yfir helmingur æxla, sem greinast á þennan hátt, finnast ekki við þreifingu, hlutfall staðbundinna (in situ) æxla er hátt og tíðni meinvarpa í holhandareitlum lág. Samanburður við eins hópa, sem hefur ekki verið boðin myndataka, leiðir í ljós umtalsverða (um 30%) lækkun dánartölu úr sjúkdómnum í boðna hópnum (jafnvel þótt allar konur í honum, þ.e. líka þær, sem mæta ekki í skoðanir eða fá sjúkdóminn milli skoðana, séu taldar með) (1, 2), og samanburðarrannsóknir af öðru tagi benda jafnvel til enn meiri lækkunar (3, 4). Gagnsemin að þessu leyti virðist enn að mestu bundin við konur, sem eru yfir fimmtugt við greiningu sjúkdómsins, en líklegt er, að árangur hjá konum á fimmtugsaldri sannist síðar. Þá hefur hlutfallsleg fjölgun lítilla æxla, sem finnast við hópskoðun með bijóstamyndatöku, orðið til þess, að mun fleiri konum býðst takmörkuð skurðaðgerð (oftast fleygskurður), í stað þess að missa allt brjóstið. Hérlendis hóf Krabbameinsfélag íslands hópskoðun til leitar að brjóstakrabbameini árið 1971, með þreifingu brjósta í sambandi við leghálskrabbameinsleitina hjá þeim, sem það vildu (5). Árið 1973 bættist röntgenmyndataka við í tilraunaskyni, en ffá 1974 til 1987 var hún aðeins notuð í völdum tilvikum í viðbót við þreifingu, sem þá var fastur þáttur í leitinni. Myndatakan fór fram á röntgendeild Landspítalans, þar til Krabbameinsfélagið opnaði bijóstaröntgendeild í eigin húsnæði 6. maí 1985. Taka frumusýnis með fínnálarástungu úr þreifanlegum æxlum bættist við árið 1976, og eftir að röntgendeild félagsins tók til starfa, var einnig unnt að taka slík sýni úr óáþreifanlegum breytingum í bijóstum. Skurðsýni hafa verið tekin eftir þörfum, fyrst í stað einkum á Landspítalanum, en hin síðari ár einnig í vaxandi mæli á Landakotsspítala og Borgarspítala. Erfitt er að meta árangur þessarar leitar, en e.t.v. á hún einhvem þátt í því, að dánartíðni úr sjúkdómnum hefur haldist nokkuð stöðug, þrátt fyrir vaxandi nýgengi (Mynd 1). Hinn 2. nóvember 1987 hófst í Leitarstöð Krabbameinsfélagsins í Reykjavík skipuleg leit að legháls- og brjóstakrabbameini, þar sem öllum konum 40-69 ára, svo og 35 ára, er boðin bijóstamyndataka en þreifingu sleppt, nema grunsamleg einkenni komi fram í heilsusögu. Aðrar konur allt frá tvítugu eru enn sem komið er skoðaðar með þreifingu eins og áður, en eru sendar í myndatöku eða töku stungusýnis, ef tilefni er til. Sérþjálfaðir röntgentæknar annast myndatökuna. Tvær mismunandi myndir eru teknar af hvoru bijósti, nema þreifing hafi leitt í ljós grunsamlegar breytingar eða konan hafi áður fengið bijóstakrabbamein, en þá em teknar þijár myndir. Tveir sérmenntaðir röntgenlæknar fara yfir allar myndir hvor fyrir sig, bera saman við eldri rannsóknir, ef til era, og velja úr þær myndir, sem þarfnast nánari athugunar. Þrír læknar ákveða síðan í sameiningu, hvaða konur eigi að kalla til viðbótarmyndatöku og frekari rannsókna. 120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.