Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1988, Blaðsíða 111
Heilahimnubólga og aðrar alvarlegar sýkingar af völdum
Haemophilus influenzae.
Faraldursfræðilegt yfirlit 1974-1988.
Kristm E. Jónsdóttir læknir, sýklarannsóknadeild Landspítalans
INNGANGUR.
í grannlöndum okkar er Haemophilus influenzae (H. influenzae ) talinn algengasta
orsök heilahimnubólgu af völdum baktería í bömum upp að 5 ára aldri.(l-5)
Meningokokkar geta þó orðið algengari orsök, þegar þeir mynda faraldra.
Blóðsýking er venjulega samfara H. influenzae sýkingu í heilahimnum og stundum
sýkingum í öðmm líffæmm, s.s. húðnetju, barkaloki eða lið. H. influenzae er algeng
baktería í koki og nefkoki bama og veldur alloft sýkingum í miðeyra, augnslímu eða
loftvegum þeirra. Þá er oftast um hjúplausar bakteríur að ræða, en í blóð- og
heilahimnusýkingum er H. influenzae með hjúp af b gerð (typa b) langoftast að
verki. Sú gerð hjúps veldur því, að bakterían er mun meinvirkari (virulent) en
baktería án hjúps eða með hjúp af annarri gerð en b. Samkvæmt flokkun Pittman em
hjúpgerðimar 6: a, b, c, d, e og f. Svo virðist sem eðlilegar vamir hindri yfirleitt,
að H. influenzae bakteríur án hjúps eða með hjúp af annarri gerð en b nái að valda
sýkingum í blóði og heilahimnum. Stöku sinnum komast þær þó inn í blóð fólks,
sem talið er hafa óskertar vamir.
Margt er enn óljóst um myndun vemdandi mótefna gegn H. influenzae b. Vitað er
þó, að mótefni gegn fjölsykrungum í b hjúpnum em mikilvæg. Nýburar fá yfirleitt
nokkurt magn slíkra mótefna úr móðurblóði, en þau hverfa á fyrstu ævimánuðunum.
Næstu aldursmisseri era flest böm næm fyrir innrás H. influenzae b og alvarlegar
sýkingar af völdum þessarar bakteríu em þess vegna algengastar á öðm til fjórða
ævimisseri. Á þriðja, fjórða og fimmta æviári fækkar þessum sýkingum jafnt og þétt
eftir því sem hærra hlutfall aldurshópanna hefur náð að mynda vemdandi mótefni.
Hjá bömum eftir 5 ára aldur em alvarlegar sýkingar af völdum H. influenzae fremur
fátíðar og hjá fullorðnum sjaldgæfar, en ekki óþekktar.
Dánartala bama, sem fengu heilahimnubólgu af völdum H. influenzae var mjög há
áður en nútíma sýklalyf komu í notkun, en er nú víða á bilinu 1- 6 %. (5-10)
Varanleg eftirköst hafa fundist hjá 1-12% bama, ef aðeins em talin þau semkomaí
ljós strax eða fljótlega eftir veikindin.(7,9,10) Þeir sem fylgst hafa með þroska og
námsgetu þessara bama fram á skólaaldur hafa hins vegar fundið eftirköst hjá 25-
50% . (11-13)
109