Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1988, Blaðsíða 112
Ampisillín var lengi kjörlyf gegn H. influenzae, en frá 1974 fóru að finnast stofnar,
sem voru ónæmir fyrir penisillínlyfjum, vegna beta-laktamasamyndunar. (5, 14-16)
í lok ársins 1988 ákváðu heilbrigðisyfirvöld á íslandi að hefja bólusetningu ungbama
gegn H. influenzae b á árinu 1989. Er því tímabært að birta yfirlit yfir alvarlegar
(“invasive”) sýkingar af völdum þessarar bakteríu hjá bömum hér á landi til að meta
megi árangur bólusetningarinnar, þegar fram í sækir. Hér á eftir fer yfirlit yfir slíkar
sýkingar hjá bömum á aldrinum eins mánaðar til 10 ára og nær yfir árin 1974-1988
að báðum meðtöldum. Birt er tafla yfir fjölda beta-laktamasamyndandi H. influenzae
stofna, ræktaðra úr mænuvökvum, blóði eða lið frá þessum bömum. Einnig er getið
um nýbura og fullorðna, sem fengu alvarlegar sýkingar af völdum H. influenzae á
sama tímabili.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR.
Frá 1974 hefur höfundur haldið sérstaka skrá yfir sjúklinga með jákvæðar
bakteríuræktanir úr mænuvökvum og H. influenzae eða Neisseria meningitidis í
blóði eða lið. Arlega hefur verið hringt til lækna á sjúkrahúsum utan Reykjavíkur og
spurt um sjúklinga með bakteríuheilahimnubólgu á viðkomandi sjúkrahúsi til að
tryggja, að þeir sjúklingar, sem sýklarannsóknadeild hefur ekki fengið sýni úr, séu
einnig skráðir. Nánari vitneskju um þá sjúklinga, sem veiktust af H. influenzae
heilahimnubólgu eða blóðsýkingu var aflað úr sjúkraskrám þeirra sem lágu á
sjúkrahúsum í Reykjavík og með upplýsingum frá læknum þeirra sem lágu á
sjúkrahúsum utan Reykjavíkur.
Ræktun og greining H. influenzae var gerð með hefðbundnum hætti. H. influenzae
stofnar sem ræktuðust úr mænuvökvum á rannsóknastofum sjúkrahúsa úti á landi
voru flestir sendir á sýklarannsóknadeild Landspítala til nánari greiningar og
geymslu.
Greining á hjúpgerð (týpu) H. influenzae stofna var gerð með kekkjunarprófi með
mótsermum (Difco) gegn hjúpgerðum a,b,c,d,e og f. Þessi greining var ekki gerð
á árunum 1974 - 1975, en var hafin á árinu 1976. Stofnar, sem ekki flokkuðust í
einhvexja af þessum 6 hjúpgerðum, töldust vera af ógreinanlegri hiúpgerð.
Lyfjanæmi H. influenzae stofna var athugað með skífuprófi (Kirby-Bauer aðferð).
Arið 1978 fannst í fyrsta sinn penisillínónæmur stofn, ræktaður úr mænuvökva og
var hann beta-laktamasamyndandi. Síðan þá hefur beta-laktamasapróf verið gert á
öllum H. influenzae stofnum, oftast með s.k. smáraprófi með penisillínnæmri
sarcina lutea, en stundum með nitrosefínprófi (Oxoid pinni) (17)
110