Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1988, Blaðsíða 124
Alls voru á árin 1988 greind brjóstakrabbamein hjá 118 konum á röntgendeild
Krabbameinsfélagsins (auk þriggja sem fundust við þreifmgu en sáust ekki á
mydum), en samkvæmt bráðabirgðatölum frá Krabbameinsskrá greindust alls
146 konur á Islandi með brjóstakrabbamein á árinu, þar með talin 17
staðbundin (in situ). Hefur þetta hlutfall farið hækkandi síðan deildin var
opnuð, ekki síst vegna hinnar nýju hópskoðunar <Mynd 2).
Mynd 2:
FJÖLDI KVENNA SEM GREINDUST MEÐ
BRJÖSTAKRABBAMEIN 1979-1988
(ÍFARANDI OG STAÐBUNDIN KRABBAMEIN)
160t
1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988
N? TILFEULl
SKV. KRABBA-
WEINSSKRA
B GREIND I
RÖNTGENDEILD
KRABBAMEINS-
FELAGSINS
Til að gera sér grein fyrir frumniðurstöðum úr þessari leit og fá sæmilega
raunhæfan samanburð við hópskoðanir með röntgenmyndatöku í t.d. Svíþjóð,
má bæta 13 konum, sem komu með grunsamleg einkenni, en samkvæmt
boðun, við þær 11.584, sem ofan getur, þannig að alls yrði hópurinn 11.597
konur (sjálfvaldar konur með grunsamleg einkenni, staðfest við þreifingu, og
flestar frá aðilum utan Leitarstöðvar útilokaðar). Meðal kvenna í þessum hópi
fannst bijóstakrabbamein hjá 66 (þar af 2 með mein í báðum bijóstum), eða 5,7
af þúsundi. Sama hlutfallstala fæst, sé eingöngu miðað við konur 40-69 ára,
sem er heldur hærra hlutfall en úr stórri rannsókn í Svíþjóð, þar sem eðlilegt
nýgengi sjúkdómsins er svipað (6). Hjá 14 af 66 konum (21%) var meinið ekki
ífarandi (in situ), sem er fremur hátt hlutfall, og hjá 48 konum (73%) var talið,
að meinin mundu ekki hafa fundist við þreifingu, sem er mjög hátt hlutfall (hjá
tveimur konum að auki fannst meinið ekki við þreifingu, sem framkvæmd var
fyrir myndatökuna, þótt það reyndist síðan vel þreifanlegt). Þrátt fyrir svipaða
stærðardreifingu ífarandi æxla (<5-45 mm, miðgildi 12 mm) og í rannsóknum
erlendis (6, 7, 8), var hlutfall kvenna í þeim hópi með staðfest meinvörp í
holhandareitlum nokkru hærra hér (33%). Þess ber þó að gæta, að efniviður er
lfrill, fyrsta umferð hópskoðunar bara um það bil hálfnuð.
122