Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1988, Blaðsíða 73
Ýmismál
Fjallað var um notkun freonefna og skýrslu, sem Jakob Kristinsson, lektor, hefur
unnið að tilhlutan nefndarinnar um notkun þessara efna. Var talið nauðsynlegt að
kanna notkun freonefna enn frekar í plastiðnaði hér á landi. Nefndin sendi
heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra bréf og bauðst til þess að semja drög að
reglugerð, er skyldi takmarka notkun freonefna í úðabrúsa.
Ágreiningur reis milli tveggja umboðsaðila um það, hvort enskt fyrirtæki mætti
skrá samsetningar, sem innihalda permetrin hér á landi. Skar nefndin endanlega úr
þessum ágreiningi.
Fjallað var um ákvarðanir á glýkóalkalóíðum í kartöflum og hættu á eitrunum af
þeirra völdum. Einnig var rætt um etýlkarbamat (úretan) í áfengum drykkjum, en
efni þetta telst vera krabbameinsvaldur.
Rætt var um hættu, sem stafað gæti af notkun glóðarkola (grillkola), og merkingar
á slíkum kolum. Nefndin fjallaði einnig um hugsanlega merkingu á stofuplöntum,
sem valdið gætu eitrun og/eða ofnæmi. Var það gert samkvæmt tilmælum
heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Nefndin xtrekaði fyrri tillögur sínar
þess efnis, að sett yrðu í reglugerð ákvæði um skráningu fúavamarefna og
sótthreinsiefna.
Lyfjaeftirliti ríkisins voru kynntar rannsóknir, sem benda eindregið til þess, að
órótsýra gæti verið krabbameinshvati (promotor) í dýratilraunum, ef dýrum er
gefið krabbameinsvaldandi efni.
Siglingamálastjóra var sent bréf þess efnis, að varhugavert væri til frambúðar að
nota metanól í áttavita í íslenskum skipum.
Nefndin vann að tillögum um skráningu markgilda fyrir ýmis eiturefni og hættuleg
efni í nokkrum tegundum matvæla og sendi heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu. Upp kom, að tetraklóretýlen væri flutt ólöglega til
landsins og ályktaði nefndin um það mál.
Nefndin ræddi vandamál í sambandi við notkun tjöruefna til vetrarúðunar á gróðri,
enda eru þekktir krabbameinsvaldar meðal þessara tjöruefna. í Danmörku og
Finnlandi er nú bannað að nota tjöruefni í þessu skyni.
Rætt var við framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda um framkvæmd
ákvæða 8. gr. reglugerðar nr. 157/1987, en sú grein varðar bensín til eldsneytis.
Nefndin hafði forsögu um gerð tillagna varðandi bann við notkun PCB efna. Var
gefin út reglugerð síðla ársins, sem var í stórum dráttum samhljóða tillögum
nefndarinnar að þessu lútandi.
Nefndin fékk í bréfi ábendingu frá tveimur læknum, er vöruðu við notkun súlfíts í
matvælum vegna hættu á óþoli í næmum einstaklingum. Beindi nefndin þeim
71