Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1988, Blaðsíða 130
Augljóslega er þörf á átaki til að efla mæðravemd ef takast á að ná burðarmálsdauða
enn neðar. Þrír fjórðu bamanna sem dóu vógu meira en 1500 g. Allmörgum þeirra
hefði því átt að hafa verið hægt að bjarga með meiri árvekni. Svipaðar athuganir
erlendis (2,4) hafa sýnt að ófullnægjandi þætti í meðferð má finna í 30-60%
dauðsfalla. Um helmingur allra dauðsfalla verður í þeim 20% meðgangna sem
flokkast undir áhættumeðgöngur (4). Hinn helmingur dauðsfalla verður hjá konum
þar sem meðganga er talin eðlileg. Árvekni, menntun og sérhæfing
heilbrigðisstarfsfólks sem annast mæðraeftirlit, fæðingar og nýbura, er nauðsynlegt
og þarf að ná til allra þungaðra kvenna, ef takast á að fækka dauðsföllum fyrir og
eftir burð enn meira. Við teljum að það sé hægt.
HEIMILDIR
1. Georgsdóttir I, Geirsson RT, Jóhannsson JH, Biering G, Snædal G.
Classification of perinatal and late neonatal deaths in Iceland. A survey from a
defined population. Acta Obstet Gynecol Scand 1989; í prentun.
2. Georgsdóttir I, Geirsson RT, Jóhannsson JH, Biering G, Snædal G. Can we
expect to reduce perinatal and neonatal mortality? Acta Obstet Gynecol Scand
1989; í prentun.
3. Snædal G. Skráning fæðinga. Tímarit Háskólans 1988;3:80-87.
4. Larssen K-E, Bakketeig LS, Bergsjö P et al. Vurdering av perinatal service i
Norge 1980. Norsk instítutt for sykehusforskning. NlS-rapport 7, Trondheim
1982.
128