Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1988, Blaðsíða 74
tilmælum til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. að gerð yrði úttekt á
notkun súlfíts hér á landi. Féllst ráðuneytið á þetta.
Gerð voru drög að auglýsingu um notkun lífrænna leysiefna, er voru send
heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Hugðist nefndin með þessu stuðla að
betra eftirliti með sölu og notkun þessara efna.
Nefndinni barst bréf frá lækni, er benti til þess, að Vaponaútrýmingarefni gæti
valdið ofnæmisviðbrigðum í fólki, sem hefðist við í húsum þar sem efnið væri
notað. Var álit nefndarinnar á þann veg að kveða þyrfti nánar á um notkun
útrýmingarefnis þessa og merkingar á því. Var fulltrúi umboðsmanns fenginn á
fund í nefndinni til þess að ræða málið.
Fjallað var um notkun efnasambandsins Lflamín í Áburðarverksmiðju ríkisins og
var verksmiðjunni send álitsgerð nefndarinnar að þessu lútandi.
Nefndin hóf undirbúningsumræður um það með hveijum hætti mætti hrinda í
framkvæmd ákvæðum 19. gr. laga nr. 52/1988 um skráningu á
krabbameinsvaldandi efnum. Fékk nefndin til liðs við sig þrjá sérfræðinga, er
tengjast þessu fræðasviði.
*
A síðustu mánuðum ársins Qallaði eiturefnanefnd allnokkuð um ffamtíðarskipulag
á starfsemi nefndarinnar m.a. með tilkomu nýstofnaðs eiturefnasviðs
Hollustuvemdar ríkisins. Kom forstöðumaður þess á fund í nefndinni til þess að
ræða nánar skipulag á samstarfi milli þessara tveggja aðila.
Fjallað var um atriði í ársskýrslu eiturefnadeildar Fæðustofnunar Danmerkur fyrir
árið 1987 um hættu sem gæti verið samfara meðhöndlun á krabbameinslyfjum á
spítölum. Var Lyfjaeftirliti rfldsins sent bréf af þessu tilefni.
Á árinu tók eiturefnanefnd afstöðu til tveggja erinda þess efnis, hvort tiltekin
rannsóknarstofa gæti talist viðurkennd samkvæmt ákvæðum 6. tölul. 1. málsgr. 5
gr. laga um eiturefni og hættuleg efni nr. 52/1988. Kynnti nefndin Vinnueftirliti
ríkisins afstöðu sína í þessum málum.
Fjallað var um vandamál sem upp kynnu að koma, ef rottur og mýs hér á landi
yrðu ónæmar fyrir helstu segavamandi efnum, sem notuð eru til þess að útrýma
þessum meindýrum. Taldi nefndin, að fylgjast þyrfti með uppkomu slflcs ónæmis
hér á landi. Urðu um þetta mál bréfaskriftir milli eiturefnanefndar og
gatnamálastjórans í Reykjavík og kom fram, að rannsakað yrði næmi rotta og
músa fyrir helstu útrýmingarefnum, sem notuð eru.
Forstjóri Almannavama ríkisins kom á fund í nefndinni til viðræðna um ákvæði 3.
málsgr. 2. gr. laga um eiturefni og hættuleg efni nr. 52/1988. í þessari málsgrein
er svo kveðið á, að eiturefnanefnd skuli gera tillögu um hvemig bregðast skuli við
slysum af völdum eiturefna og_ hættulegra efna eða vá af þeirra völdum, vegna
hemaðar eða náttúmhamfara. í þessu sambandi var talið nauðsynlegt að mæla
bakgrunnsmagn af völdum ýmissa efna, sem upp kunna að koma við eldgos.
72