Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1988, Blaðsíða 125

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1988, Blaðsíða 125
Hlutfall kvenna, sem voru endurkallaðar til viðbótarmyndatöku eftir úrlestur hópskoðunarmynda, var 4,1%, sem er fremur lágt. Jákvætt forsagnargildi hópskoðunarrannsóknar var 14%, svipað og annars staðar (6, 7, 8). Að lokinni viðbótarmyndatöku og töku stungusýnis, þegar þess var þörf, gengust 101 af 479 endurkölluðum konum (21%, eða 0,9% af öllum hópnum) undir skurðaðgerð (4 á báðum brjóstum). Af þeim reyndust 65%, þ.e.a.s. um 2/3 hlutar hafa krabbamein. Er það svipað hlutfall og í sænskum rannsóknum (6, 7), en um fjórum sinnum hærra en tíðkast í Bandaríkjunum (8). Með öðrum orðum voru um 1,5 skurðaðgerðir framkvæmdar á hvert fundið krabbamein, samanborið við meira en 6 aðgerðir vestan hafs. Skurðaðgerðir, sem leiða aðeins í ljós góðgynja breytingar, eru þannig mjög fáar, aðeins um þriðjungur þess sem tíðkaðist hérlendis árið 1980, miðað við fjölda fundinna krabbameina (9). Hjá 57 konum með brjóstakrabbamein (86%) var það tekið með fleygskurði, þannig að þær misstu ekki brjóstíð (þar með taldar tvær konur, sem fengið höfðu krabbamein báðum megin). Er það mjög hátt hlutfall og mikill ávinningur í augum flestra kvenna. Skipuleg hópskoðun með bijóstamyndatöku á íslandi mun vera hin fyrsta sem nær til heillar þjóðar, og sennilega einnig hvað snertir bein tengsl hennar við leghálskrabbameinsleit, sem gerir hana að vísu þyngri í vöfum, en hefur ýmsa kosti. Á heildina litið virðist fyrsta reynsla af hópskoðuninni lofa góðu. Þótt endanlegar tölur um þátttöku liggi ekki fyrir, er ljóst, að hún mætti vera betri, einkum meðal kvenna yfir fimmtugt, eigi kostnaður og fyrirhöfn að skila umtalsverðum árangri í formi lækkunar dánartölu vegna sjúkdómsins, þegar frá líður. Neikvæð umræða um gagnsemi rannsóknarinnar meðal kvenna undir fimtugu verður vonandi ekki til þess að fæla eldri konur frá þátttöku, og full ástæða er til að beina þeim tilmælum til lækna, hjúkrunarfræðinga og annars starfsfólks heilsugæslunnar, að það hvetji konur fremur en letji í þessu efni. Neikvætt viðhorf er ábyrgðarhluti, og ekíd öfundsvert að standa síðar frammi fyrir sorg og ásökunum þeirra kvenna, sem hafa leitt hjá sér boðun til hópskoðunar en greinst síðan með langt genginn sjúkdóm. Með þessu er ekki gefið í skyn, að myndataka sé óbrigðul greiningaraðferð. Hvetja þarf konur til að fylgjast með brjóstum sínum milli hópskoðana og senda þær aftur til rannsóknar, komi upp grunsamleg einkenni. 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.