Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1992, Side 5

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1992, Side 5
Formáli Heilbrigðisskýrslur eiga sér langa sögu og hófst útgáfa þeirra árið 1897, en þá voru gefm út skýrsla fyrir árið 1896. Fram til ársins 1895 var venjan sú að að yfirlitsskýrslur landlæknis voru sendar heilbrigðisyfirvöldum í Danmörku og útdráttur úr þeim birtur með heilbrigðisskýrslum Dana. Heilbrigðisskýrslur hafa verið gefnar út fyrir hvert ár síðan 1896. Fyrstu árin og áratugina voru útdrættir úr skýrslum héraðslækna fyrirferða- mestir í Heilbrigðisskýrslum þar sem birtar voru lýsingar á heilsufari í hverju héraði á árinu. Gangi farsótta var lýst mjög nákvæmlega, til hvaða aðgerða var gripið og greint frá ónæmisaðgerðum ef því var að skipta. Þá var einnig fjallað um heilbrigðisstarfsfólk og stofnanir, meðferð ungbarna, skólaheilsugæslu og aðbúnað fólks, t.d. húsakynni og þrifnað. Á hverju ári voru jafnframt birtar tölur um tilkynnta smitsjúkdóma frá hverju læknishéraði/heilsugæslusvæði. Eins og við er að búast hafa Heilbrigðisskýrslum tekið nokkrum breytingum á síðastliðnum 98 árum en gildi þeirra felst meðal annars í því að meginflokkar upplýsinga hafa haldið sér og ýmsar af megintöflum ritsins hafa haldist nánast óbreyttar allan þennan tíma. Þar má nefna töflur um farsóttir eftir heilsugæslu- svæðum, töflur um heilbrigðisstarfsmenn og aðsókn að heilbrigðisstofnunum. Einn megintilgangur Heilbrigðisskýrslna er að safna saman og birta á einum stað upplýsingar úr gagnagrunnum Landlæknisembættisins um heilsufar Islend- inga, íslenska heilbrigðisþjónustu og notkun hennar. í gagnagrunn Landlæknis- embættisins er safnað upplýsingum frá öllum sjúkrastofnunum heilsugæslu- stöðvum, frá einstökum læknum og félögum og stofnunum. Öllum þessum aðilum eru færðar bestu þakkir fyrir samstarfið. I fyrsta kafla er fjallað um ýmis einkenni á íslensku samfélagi, um aldurs- og kynskiptingu, atvinnuhætti, fólksfjölgun og ævilíkur. í öðrum kafla eru dánar- orsakir tíundaðar en sjúkdómar eru til umfjöllunar í þeim þriðja. í fjórða kafla er sagt frá skurðaðgerðum og lyfj anotkun. Ýmis konar forvarnir eða heilsuvemd eru viðfangsefni fimmta kafla. í sjötta kafla er sagt ffá skipulagi íslenskrar heilbrigðisþjónustu, þeim mannafla sem henni tilheyra og loks kostnaði við þjónustuna. Að lokum er greint frá aðsókn að heilbrigðisþjónustu í sjöunda kafla. í seinni hluta skýrslunnar eru birtar tölulegar upplýsingar um heilsufar og heilbrigðisþjónustu eftir sömu meginflokkum er gert er í fyrri hluta skýrlsunnar. Margir hafa lagt hönd á plóg við gerð þessara heilbrigðisskýrslna. Allir starfsmenn Landlæknisembættisins hafa komið við sögu og eru þeim færðar bestu þakkir. Sigríður Haraldsdóttir, ritstjóri heilbrigðisskýrslna samdi megin hluta textans en í þeim tilvikum þar sem höfundar em aðrir er þess getið þar sem við á. Hrefna Þorbjarnardóttir sá um allan innslátt og uppsetningu á töflum og texta og Sigríður Haraldsdóttir, Hrefna Þorbjarnardóttir og aðrir starfsmenn embættisins sáu um gagnasöfnun og úrvinnslu fyrir skýrslurnar. Ólafur Ólafsson, landlæknir. 2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.