Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1992, Page 14
1.2.2 "Framfærsluhlutfall"
Mannfjölda er gjarnan skipt í tvo hluta, þ.e. fólk á starfsaldri annars vegar og
hins vegar þeir sem annað hvort eru of ungir eða gamlir til þess að taka þátt í
atvinnulífinu og er litið svo á að þeir séu á þeim tíma á "framfæri" þeirra sem eru á
starfsaldri. í þessu sambandi er gjarnan talað um "framfærsluhlutfall", sem er hluti
ungra og gamalla á móti fólki á starfsaldri. Því hærra sem hlutfallið er því fleirum
þarf hver vinnandi einstaklingur að sjá farborða.
Það er nokkuð misjafnt eftir heimsálfum, löndum og ekki síst einstaklingum á
hvaða aldri fólk hefur þátttöku í atvinnulífi. Meðal vestrænna þjóða er gjarnan
miðað við að börn og unglingar séu á framfæri foreldra eða forráðamanna að 15 ára
aldri. Hér verður stuðst við það aldurstakmark, þó líklegt sé að unglingar séu a.m.k.
að einhverju leyti á framfæri foreldra fram yfir þann aldur. Þessu til rökstuðnings
má nefna að árið 1992 voru 76% fólks á aldrinum 15-19 ára skráð í skóla á
framhaldsskólastigi (Hagstofa íslands, 1993, bls. 32 og 261).
Eftirlaunaaldur er einnig nokkuð breytilegur. Hér á landi er oftast miðað við 67
ára aldur, en opinberir starfsmenn mega þó starfa til 70 ára aldurs og ýmsir
lífeyrissjóðir hafa sama hátt á. Á íslandi hefur komið í ljós að nokkuð stór hluti
landsmanna heldur áfram störfum eftir 67 ára aldur og verður þess vegna miðað við
70 ára aldur hér (Ólafur Ólafsson og Þór Halldórsson, 1991, bls. 5).
Mynd 1.2
Algengt er að framfærsluhlutfall sé um 0,5 á meðal vestrænna þjóða en hlutfallið
er gjarnan helmingi hærra í þróunarlöndum þar sem hlutfall barna og unglinga er
hátt. Á íslandi hefur hlutfallið verið um eða innan við 0,5 síðan um 1980 og hefur
það farið lækkandi. Framfærsluhlutfall var hæst í kringum 1960 eða 0,66.
10