Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1992, Síða 15
Samkvæmt framreikningum Hagstofunnar heldur framfærsluhlutfall áfram að
lækka og verður nálægt 0,4 um 2020 sem er svipað því og það var um aldamótin
1700. Þó er hér um gjörólík tímabil að ræða því það fyrra einkennist af hárri
fæðingar- og dánartíðni þannig að meiri hluti þeirra sem voru á "framfæri" annarra
voru börn og unglingar en seinna tímabilið einkennist af mun lægri fæðingar- og
dánartíðni sem þýðir að þeir sem eru á "framfæri" eru bæði börn og unglingar og
gamalt fólk.
1.3 Atvinnuhættir
Eitt helsta grundvallaratriði í velferð manna er að hafa öruggt lífsviðurværi.
Atvinna er nauðsynleg forsenda andlegs og líkamlegs heilbrigðis. Þegar þessu
grundvallarskilyrði um atvinnu er fullnægt ber að líta á hvort og hvernig
æismunandi störf hafa áhrif á heilsufar.
Ymsar aðferðir hafa verið notaðar til að flokka vinnuafl. Hagstofa íslands hefur
lengi flokkað vinnuafl eftir atvinnugreinum fremur en starfsgreinum en slík flokkun
er lítt fallin til notkunar í umræðu um samspil atvinnu og heilsu. Slíkar tölur geta
samt sem áður vitnað um breytt þjóðfélag. Arsverk í landbúnaði hafa dregist saman
um meira en helming síðan 1972 á meðan ársverkum hefur íjölgað um helming við
peningastofnanir, í tryggingum og í þjónustu við atvinnurekstur (Hagstofa Islands
1992, bls. 68-69).
Árið 1994 gaf Hagstofa íslands út íslenska starfaflokkun (ÍSTARF 95) sem að
mestu er sniðin að alþjóðlegri starfaflokkun. Tvö meginhugtök liggja til grundvallar
þessari starfaflokkun þ.e. starf og kunnátta. Ekki verður farið nánar út í þessa
starfaflokkun hér, en bent á rit Hagstofunnar "íslensk starfaflokkun ÍSTARF 95"
(Hagstofa íslands 1994, bls. 6-7).
Reynt verður að nota starfaflokkun Hagstofunnar í umræðum um atvinnu og
heilsufar í Heilbrigðisskýrslum í framtíðinni.
Eftirfarandi tafla er byggð á vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar og sýnir
skiptingu starfandi fólks eftir starfsgreinum.
Tafla 1.2 Hlutfallsleg skipting starfandi fólks eftir starfsgreinum og kyni 1992
Alls Karlar Konur
Stjórnendur og embættismenn 9,3 13,0 5,0
Sérfræðingar 11,8 10,8 13,0
Sérmenntað starfsfólk 11,1 8,6 14,1
Skrifstofufólk 9,8 3,2 17,7
Þjónustu og verslunarfólk 18,5 12,6 25,5
Bændur og fiskimenn 8,9 13,2 3,8
Iðnaðarmenn 15,9 22,6 7,9
Véla- og vélgæslufólk 6,3 10,2 1,7
Ósérhæft starfsfólk 8,3 5,8 11,2
Alls 100,0 100,0 100,0
Heimild: Hagstofa íslands 1994 bls. 79.
11