Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1992, Page 17
1.4 Fólksfjölgun og áhrifaþættir hennar
1-4.1 Fólksfjölgun
Fólksfjölgun verður af tveimur ástæðum: vegna náttúrulegrar fólksfjölgunar
(lifandi fæddir fleiri en dánir) og vegna fólksflutninga milli landa (aðfluttir fleiri en
brottfluttir). Fyrir rúmum tveimur áratugum fór að draga úr náttúrulegri fjölgun og
nam hún tæplega 2900 árið 1993. Dauðsfóllum hefur fjölgað nokkuð á þessum tíma,
vegna þess að rosknu og gömlu fólki hefur fjölgað, en meira munar um hve
barnsfæðingum hefur fækkað. Fólksflutningajöfnuðurinn hefur alla jafna verið
neikvæður, þ.e. fleiri hafa flust frá landinu en hingað.
1-4.2 Barnkoma
Heildarfjöldi fæðinga byggist á tvennu, annars vegar fjölda kvenna á
barneignaraldri og hins vegar af fjölda barna, sem hver kona eignast á ævinni. í
mannfjöldaskýrslum er nú venja að miða barnsburðaraldurinn við aldursbilið 15-44
ára. Konur á þessum aldri voru 71% fleiri árið 1990 en 1960, en árið 1990 fæddust
3% færri börn en 1960. Árið 1940 fæddust 2500 börn lifandi og fór fjöldinn vaxandi
fram til um 1960 en síðustu þrjá áratugina hefur fjöldi barna, sem fæðst hefur á ári
hverju verið á bilinu frá 4900 (árið 1960) niður í 3800 (árið 1985). Frá árinu 1987
hafa fæðingar verið yflr 4000 á ári, flestar 1990 tæplega 4800.
A hinu mikla barneignatímabili 1956-60 var tala bama, sem hver kona eignaðist
a ævinni 4,2. Síðan hefur þessi tala hríðlækkað og var árið 1970 2,8 en lægst hefur
hún orðið 1,9 árin 1985-86. Nú síðustu árin hefur þetta hlutfall heldur skriðið upp á
við aftur og er hærra en víðast hvar í Evrópu.
Frá því um 1960 og fram til tímabilsins 1986-90 fór tíðni fæðinga stigminnkandi í
öllum aldurshópum, mest hjá þeim yngstu og elstu. Nú eins og fyrr er
fæðingartíðnin hæst hjá konum á aldrinum 20-35 ára.
13