Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1992, Page 20
Mynd 1.4
Tafla 1.5 Framkvæmdar fóstureyðingar
Áriegur Fjöldi á 100 Fjöldi á 1000 Fjöldi á 1000 konur
fjöldi þunganir* lifandi fædda 15-44 ára
1961-1965 77 1,6 16,4 2,1
1966-1970 87 2,0 20,1 2,2
1971-1975 203 4,3 45,7 4,6
1976-1980 472 9,9 109,9 9,8
1981-1985 670 13,7 159,3 12,6
1986-1990 687 13,4 155,7 12,0
1991 658 12,6 145,2 11,1
1992 743 13,8 161,2 12,4
1993 827 15,1 178,9 13,7
*j Þungangir: samanlagðurfjöldi fæðinga og fóstureyðinga.
1.4.3.3 Ástæður fóstureyðinga og félagsleg einkenni
Langflestar fóstureyðinganna eru framkvæmdar innan tólf vikna meðgöngu eða
um 97 af hverjum hundrað fóstureyðinga. Síðustu árin hafa um níu af hveijum tíu
fóstureyðinga verið heimilaðar af félagslegum forsendum eingöngu. Það sem einkum
einkennir hóp þeirra kvenna sem gangast undir fóstureyðingu í dag er að stór hluti
þeirra eru ungar, ógiftar og barnlausar eða barnfáar konur en áður, einkum fyrir og
fyrst eftir gildistöku núgildandi laga, voru þær í ríkari mæli eldri, giftar og með
nokkrar fæðingar að baki.
16