Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1992, Page 27
Ungbarnadauði er venjulega reiknaður sem fjöldi dauðsfalla á 1. aldursári sem
hlutfall af hverjum 1000 lifandi fæddum. Á tveggja ára tímabili frá 1991-1992 dó að
meðaltali 5,1 barn á hver 1000 lifandi fædd börn. Ungbarnadauði hefur farið
lækkandi hér á landinu nánast alla 20. öldina, mest á fyrri hluta aldarinnar.
Almenna reglan er sú að dánartíðni fer vaxandi með hækkandi aldri, ef undan er
skilið fyrsta aldursárið en þá er dánartíðni svipuð því og hún er um og eftir 55 ára
aldurinn.
Margar algengustu dánarorsakir eru tengdar ákveðnu aldursbili. Því er
mikilvægt að taka tillit til á hvaða aldri einstaklingar deyja. Meðal unglinga og ungs
fólks eru slys og sjálfsmorð algengasta dánarorsökin, illkynja æxli eru síðan
algengust meðal 45 til 65 ára og eftir það eru hjarta og æðasjúkdómar algengasta
dánarorsökin.
Algengustu og næst algengustu dánarorsakir eftir aldurshópum eru sýndar í
töflu 2.2. í töflunni eru slys og sjálfsvíg tekin saman í einn flokk.
Tafla 2.2 Algengustu dánarorsakir eftir aldri 1992 (á 1000 íbúa)
Aldur Fólks- Allar dánar- Algengasta Önnur algengasta
fjöldi orsakir dánarorsök dánarörsök
< 1 árs 4.651 22/4,7 Tiltekið ástand með Fæðingargallar
upptök í burðarmáli (12/2,6) (5/1,1)
1 -4 ára 18.464 8/0,4 Slys Sjúkdómar í taugakerfi
(3/0,2) og skynfærum (2/0,1)
5-14 ára 42.113 5/0,1 Slys Aðrar orsakir með eitt
(2/0,05) tilfelli eða ekkert
15-34 ára 84.682 50/0,6 Slys og sjálfsvíg lilkynja æxli
(37/0,4) (8/0,1)
35-44 ára 37.702 30/0,8 Slys og sjálfsvíg lllkynja æxli
(12/0,3) (8/0,2)
45-54 ára 25.587 82/3,2 lllkynja æxli Hjarta- og æðasjúkd.
(41/1,6) (22/0,9)
55-64 ára 20.673 165/8,0 lllkynja æxli Hjarta- og æðasjúkd.
(81/3,9) (55/2,7)
65-74 ára 16.424 356/21,7 Hjarta- og æðasj.d. lllkynja æxli
(159/9,7) (129/7,9)
> 75 ára 12.090 1001/82,8 Hjarta og æðasj.d. Sjúkdómar í öndunarfærum
(516/42,7) (204/16,9)
23