Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1992, Síða 42
landlæknir félaginu að annast skráningu krabbameina. Krabbameinsskráningin
hefur frá upphafi byggt á þremur megin heimildum. í fyrsta lagi er um að ræða
tilkynningar frá læknum allra sjúkrahúsa en læknar senda tilkynningar til
Krabbameinsfélagsins um sérhvern krabbameinssjúkling sem kemur á sjúkrahúsið.
A þennan hátt er tilkynnt um þá einstaklinga sem eru "klínískt" greindir.
Mikilvægasti liður skráningarinnar eru upplýsingar sem koma frá Rannsóknastofu
Háskólans. Þar eru nánast öll sýni af landinu rannsökuð og Krabbameinsfélaginu
eru sendar upplýsingar um niðurstöður. I þriðja lagi er farið yfir öll dánarvottorð í
lok hvers árs og allar upplýsingar um illkynja æxli eru skráðar (Ólafur Bjarnason og
Hrafn Tulinius, 1983).
í Töfluhluta í töflum B 3.9 og B 3.10 eru birtar tölur frá Krabbameinsskránni um
krabbamein eftir aldri, kyni og líffærum árin 1989 og 1990.
Samkvæmt Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands greindust 429 ný
krabbamein meðal karla og 438 meðal kvenna eða alls 867 árið 1992. Það eru
heldur fleiri krabbamein en árið áður en þá greindust 440 ný krabbamein í körlum
og 401 í konum eða alls 841 (Skýrsla Krabbameinsfélagsins 1993 og 1994). Arið
1992 létust 224 karlar vegna krabbameina og 206 konur. Taflan hér á eftir sýnir 10
algengustu krabbameinin hjá íslenskum körlum og konum síðustu ár.
Tafla 3.3 Tíu algengustu krabbameinin hjá íslenskum körlum og konum 1988-1992
Árlegt nýgengi af 100.000 (miðað við alþjóðlegan aldursstaðal)
Karlar: 1988-1992
Blöðruhálskirtilskrabbamein ...................... 60,9
Lungnakrabbamein ................................. 33,4
Magakrabbamein.................................... 20,2
Blöðrukrabbamein.................................. 19,7
Ristilkrabbamein.................................. 19,1
Nýrnakrabbamein................................... 13,9
Heilakrabbamein................................... 12,4
Briskirtilskrabbamein.............................. 8,3
Eitlasarkmein...................................... 7,7
Húðkrabbamein...................................... 6,9
Öllmein.......................................... 277,5
Konur:
Brjóstakrabbamein................................. 78,9
Lungnakrabbamein ................................. 26,0
Eggjakerfiskrabbamein............................. 17,3
Ristilkrabbamein.................................. 15,2
Legbolskrabbamein................................. 14,2
Magakrabbamein............................ 11,0
Heilaæxli......................................... 10,5
Skjaldkirtilsæxli.................................. 9,9
Leghálskrabbamein.................................. 8,0
Nýrnakrabbamein.................................... 8,0
Öll mein......................................... 263,2
Heimild: Skýrsla Krabbameinsfélagsins 1994, bls. 33.
38