Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1992, Page 54
5. Heilsuvernd
5. Heilsuvernd
Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990 er heilsugæsla skilgreind
sem heilsuverndarstarf og allt lækningastarf, sem unnið er á vegum heilbrigðra og
sjúkra, sem ekki dveljast á sjúkrahúsum (11. gr.). Þá er einnig tekið fram að
starfrækja skuli heilsugæslustöðvar til þess að annast heilsugæslu (12. gr.).
Þær kröfur eru gerðar til heilsugæslustöðva að þær sjái íbúum á upptökusvæði
m.a. fyrir mæðra- og ungbarnavernd, ónæmisaðgerðum, heilsugæslu fyrir aldraða,
slysavörnum og svo mætti lengi telja.
Heilsugæsla er einn af máttarstólpum íslensks heilbrigðiskerfis. Nánast allir
þiggja mæðra- og ungbarnavemd og þátttaka í ónæmisaðgerðum er góð.
5.1 Mæðravernd
Hver þunguð kona fór að jafnaði í tæplega 11 mæðraskoðanir árið 1991 og 1992
(sjá töflu B 1.5 í töfluhluta). Mæðraskoðunum hefur fjölgað dálítið síðustu 10 árin en
þær voru að jafnaði 9,5 á hverja þungaða konu árið 1981.
5.1.1 Rhesus-varnir
Rhesus-misræmi er misræmi á milli rhesus-blóðflokks móður og fósturs, en
eingöngu í þeim tilvikum þegar móðirin er rhesus-neikvæð og fóstrið rhesus-
jákvætt. í slíkum tilvikum getur eitthvað af blóði barnsins farið yfir í blóðrás
móðurinnar í fæðingunni. Fái móðirin ekki sprautu með anti-D blóðvatni innan
tveggja sólarhringa frá fæðingunni, getur hún myndað mótefni gegn rhesus-jákvæðu
blóði barnsins. Þessi sama kona getur síðan gengið með annað rhesus-jákvætt barn
og þá geta mótefni komist í gegnum fylgjuna og eytt rauðum blóðkornum barnsins ef
ekkert er að gert. Þegar um rhesus-misræmi er að ræða, á barnið á hættu að fá
blóðrofsgulu eftir fæðingu og í verstu tilvikum geta þau fæðst andvana (Sigurður
Thorlacius, ritstj., 1987, bls. 638-639).
Rhesus-varnir á Islandi hófust í árslok 1969 og hafa verið stundaðar í landinu
öllu frá árinu 1975. Kvennadeild Landspítalans og Blóðbankinn í Reykjavík hafa frá
upphafi verið miðstöðvar þessarar starfsemi.
Ef á heildina er litið hefur verið staðið vel að Rhesus-vörnum í landinu. Fyrir
daga Rhesus-varna var algengt að á Kvennadeildinni fæddust 25-30 börn árlega
með þennan sjúkdóm. Var tala þessara barna kominn niður í 4 börn árið 1981 og
hefur verið á bilinu 1-5 börn árlega síðan (sjá einnig töflur B 5.2 og B 5.3 í
töfluhluta).
50