Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1992, Page 67
6. Heilbrigðisþjónustan
6.1 Uppbygging heiibrigðisþjónustu og heilbrigðisstefna
í lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 97/1990, segir að allir landsmenn skuli eiga
kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til
verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði.
í mars 1991 samþykkti Alþingi þingsályktun um íslenska heilbrigðisáætlun.
Markmið hennar er að bæta heilsufar þjóðarinnar. Áætlunin var sett fram í 32
liðum og tók hún mið af markmiðum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.
Fyrstu lög um heilbrigðisþjónustu, sem tóku gildi í janúar 1974, skiptu verulegu
máli í uppbyggingu nútímalegrar heilbrigðisþjónustu um landið allt. Aðalvandamál
heilbrigðisþjónustunnar á þessum tíma var læknaskortur í dreiíbýli og var hann
einkum talinn stafa af úreltri héraðsskipan. Talið var nauðsynlegt að stækka
héruöin og stofna heilsugæslustöðvar, sem gerðu mögulega hópvinnu lækna og
annarra heilbrigðisstarfsmanna. í heilbrigðisþjónustulögum var fólgin stefnumótun
um uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar þar sem heilsugæsla hafði forgang
(Framkvæmdanefnd um framtíðarkönnun, 1986, bls. 116).
Heilsugæslustöðvar gegna lykilhlutverki í heilsugæslu á Islandi. Uppbygging
heilsugæslustöðva hefur gengið fremur greiðlega ef undan er skilin Reykjavík þar
sem enn hefur ekki verið lokið við uppbyggingu heilsugæslustöðva. I Reykjavík
starfa ennþá sjálfstætt starfandi heimilislæknar auk Qölda sérfræðinga sem margir
starfa einnig á sjúkrahúsum.
Þrátt fyrir batnandi heilsufar íslendinga hafa kröfur almennings um aukna
heilbrigðisþjónustu stöðugt aukist, m.a. vegna nýrra og bættra meðferðarmöguleika
°g breyttra samfélagsaðstæðna, svo sem fjölgunar einstæðinga og aldraðra.
Heilbrigðishugtakið hefur jafnframt breyst þannig að fólk leitar nú hjálpar
heilbrigðisþjónustunnar af öðrum og margvíslegri tilefnum en áður.
6.2 Skipulag og stjórn heilbrigðismála
Sem fyrr segir gengu fyrstu lögin um heilbrigðisþjónustu í gildi 1. janúar 1974.
Lögin hafa frá upphafi gert ráð fyrir að stjórnkerfi heilbrigðismála væri þrískipt,
* yfirstjórn Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis
- embætti landlæknis
* svæðisstjórn
héraðslæknar
héraðshjúkrunarfræðingar
heilbrigðismálaráð
* stofnanastjórnir
stjórnir sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðva
- stjórnir sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva í starfstengslum
við þau
63