Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1992, Page 70
Sjúkrahús er skilgreint sem stofnun sem ætlað er sjúku fólki til vistunar og þar
sem læknishjálp, hjúkrun og allur aðbúnaður er í samræmi við það sem lög um
heilbrigðisþjónustu og reglugerðir þar að lútandi krefjast.
Heilsugæslustöðvar eru með þrennu móti, þ.e. H2-stöðvar, Hl-stöðvar og H-
stöðvar.
Heilsugæslustöðvar eru nú 83 talsins, 38 H2-stöðvar, 18 Hl-stöðvar og 27 H-
stöðvar. Stjórnunarlega heyra H-stöðvar undir næstu Hl- eða H2-stöð.
Lögin gera ráð fyrir að þar sem aðstæður leyfa skuli heilsugæslustöðvar vera í
starfstengslum við sjúkrahús. Ljóst er að starfstengslum þessum er fyrst og fremst
ætlað að þjóna hagræðingarsjónarmiðum þannig að þjónustudeildir og starfslið
nýtist fyrir hvoru tveggja. Jafnframt gera lögin ráð fyrir því að ef um starfstengsl er
að ræða skuli sama stjórn vera yfir báðum stofnunum.
6.2.4 Breytingar á verkaskiptingu
Stjórnkerfi heilbrigðismála hefur verið í nokkuð föstum skorðum á síðast liðnum
tveimur áratugum og það verið í meginatriðum óbreytt. Aform eru uppi um
sameiningu sveitarfélaga og í tengslum við það verulegulegar breytingar á
verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. I því sambandi er einkum rætt um það að
flytja að nýju stóra þætti heilbrigðisþjónustunnar til sveitarfélaganna og láta þau
kosta hana þó svo að þeim verði ætlaðir tekjustofnar til þess. í nágrannalöndum
okkar hefur sambærilegum breytingum verið hrundið í framkvæmd á undanförnum
árum. Reynslan þar hefur sýnt að fylgifiskur breytinga af þessu tagi geti orðið lakari
þjónusta.
Kafli 6.2 er útdráttur úr erindi Daggar Pálsdóttur, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, um Stjórnkerfi
Heilbrigðismála sem flutt var á ráðstefnu Landsamtaka heilsugæslustöðva 8. október 1993.
6.3 Heilbrigðisstofnanir
Eins og fram kemur í kaflanum hér fyrir framan gera lög um heilbrigðisþjónustu
annars vegar ráð fyrir að starfræktar séu heilsugæslustöðvar og hins vegar
sjúkrahús.
Landinu er skipt í 48 heilsugæslusvæði og er í hverju þeirra starfrækt
heilsugæslustöð með að lágmarki 1-2 læknum (H-l eða H-2), hjúkrunarfræðingum
og öðru starfsfólki. A sumum heilsugæslusvæðum starfa einnig H-stöðvar. Þar er
fastur starfsmaður sem annað hvort er hjúkrunarfræðingur eða ljósmóðir, en
jafnframt er aðstaða til reglulegra heimsókna læknis.
Reykjavfk er undantekning því borginni er skipt í fjögur heilsugæsluumdæmi
þar sem starfrækja á samtals 10 heilsugæslustöðvar. Auk þess nær starfssvæði
heilsugæslustöðvar Seltjarnarness yfir hluta vesturbæjar í Reykjavík. Enn vantar
heilsugæslustöðvar í Reykjavík.
66