Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1992, Blaðsíða 85
7.2 Aðsókn að sjúkrahúsum
Síðan 1950 hefur innlögnum á sjúkrahús fjölgað meira en rúmum og legudögum.
Fjöldi rúma og legudaga hefur þrefaldast en innlagnir hafa sjöfaldast á sama tíma
(tafla 7.2). Fjöldi skráðra rúma og heildarfjöldi legudaga náði hámarki 1990 en lækk-
aði næstu 2 ár á eftir. Á sama tíma varð talsverð fjölgun á heildarfjölda innlagna.
Tafla7.2 Yfirlit yfir sjúkrahús1)
Rúmafjöldi Legudaga-
Ár Rúma- á 1000 Fjöldi Legudaga- fjöldi á
fjöldi landsmenn innlagna* fjöldi hvern landsmann
1950 1378 9,6 10191 436100 3,1
1960 1727 9,7 19891 600211 3,4
1970 2575 12,6 33287 957138 4,7
1980 3197 13,9 48785 1153601 5,1
1981 3185 13,7 49178 1146046 5,0
1982 3332 14,2 48473 1141949 4,9
1983 3423 14,4 52764 1195212 5,0
1984 3506 14,6 55268 1166422 4,9
1985 3508 14,5 53533 1162764 4,8
1986 3521 14,4 56093 1232359 5,1
1987 3573 14,4 61014 1210759 4,9
1988 3696 14,7 68783 1250657 5,0
1989 3964 15,6 71468 1297050 5,1
1990 3985 15,6 72996 1318716 5,2
1991 3960 15,3 72250 1280096 4,9
1992 3924 15,0 76296 1274050 4,8
V Allar sjúkrastofnanir, þ.m.t. hjúkrunarheimili, nema áfengismeðferðarstofnanir, sbr. töflu B 7.2
■') Sjúklingar frá fyrra ári og komnir á árinu.
Arið 1992 voru um 79.700 innlagnir á sjúkrastofnanir á íslandi. Stærsti hluti
þessara innlagna er á deildasjúkrahús, eða tæplega 80%. Eingöngu um 2% innlagna
eru á hjúkrunarheimili. Árið 1992 voru samtals rúmlega 1,3 milljón legudaga á
öllum sjúkrastofnunum. Hlutdeild deildasjúkrahúsa í legudögum er mun minni en
hlutdeild í innlögnum, eða um 42%. Hlutdeild hjúkrunarheimila er á hinn bóginn
^ueiri eða um 29%. I töflum í töfluhluta er birt nánara yfirlit yfir aðsókn að hverju
sjúkrahúsi og hverri deild á deildaskiptum sjúkrahúsum (töflur B 7.1 - B 7.3).
I kafla 6.3. var greint frá vinnuhóp Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis um
sjúkrahúsmál. Starfshópurinn gaf út nokkrar skýrslur sem byggðu á sjúklinga-
b°khaldri sjúkrahúsanna. í skýrslunum eru deildir sjúkrahúsanna flokkaðar eftir
starfsemi og sjúklingar flokkaðir eftir legulengd. Hér eru á ferðinni mjög ýtarlegar
upplýsingar um starfsemi íslenskra sjúkrahúsa, einkum almennra legudeilda, frá og
u^ð árinu 1989. (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, 1996).
Eftirfarandi mynd sýnir sjúklingafjölda eftir legulengd á öllum almennum
le&udeildum.
L
81