Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.09.1997, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 03.09.1997, Blaðsíða 1
Smiðjan í Smiðjugötu og smiðirnir í húsinu Bæjarins besta Miðvikudagur 3. september 1997 • 35. tbl. • 14. árg. ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 456 4560 • Fax 456 4564 • Netfang: hprent@snerpa.is • Verð kr. 200 m/vsk Vestfirðir Básafell hefur mestan kvóta Básafell hf., á Ísafirði er kvótahæsta vestfirska útgerð- arfélagið á nýbyrjuðu fisk- veiðiári. Heildarkvóti fyrir- tækisins er 7.355 þíg. tonn, sem er 1,67% af heildarkvóta ársins. Básafell er í 11. sæti yfir kvótahæstu fyrirtæki landsins samkvæmt úttekt Morgunblaðsins, en efst á þeim lista trónir Samherji hf., á Akureyri með 25.084 þíg. tonn, eða 5,69% af heildar- kvóta fiskveiðiársins sem hófst 1. september sl. Skutull ÍS-180 er kvóta- hæsta skip Vestfirðinga sam- kvæmt úttekt Morgunblaðsins með 3.831 þíg. tonn, þá kemur Páll Pálsson ÍS-102 með 3.617 þíg. tonn og Guðbjörg ÍS-46, sem margir eru hættir að telja til vestfirskra skipa, er með heildarkvóta upp á 3.532 þíg. tonn. Heildarkvóti nýbyrjaðs fiskveiðiárs er 440.713 þíg. tonn. Sjá nánar frétt á bls. 2. Vestfirðir Íbúum fækkar á Vestfjörðum Íbúum Vestfjarða fækkaði um 132 fyrstu sjö mánuði ársins samkvæmt upplýsing- um sem blaðið hefur aflað sér frá Hagstofu Íslands. Svo virðist sem straumurinn liggi á höfuðborgarsvæðið því þar hefur íbúum fjölgað um 686 á sama tímabili. Mesta fólks- fjölgunin er í Kópavogi sam- kvæmt upplýsingum Hagstof- unnar, en þangað fluttu 487 manns umfram brottflutta. Íbúum Suðurlands virðist hafa fækkað mest það sem af er árinu eða um 181 umfram aðflutta og munar þar mest um fækkun íbúa í Vestmanna- eyjum. Á Norðurlandi vestra fækkaði íbúum um 141 og á Suðurnesjum og á Vesturlandi fækkaði íbúum um 49. Sjá nánar frétt um búferlaflutn- inga landsmanna á bls. 2. Fimmtíu og níu fleiri einstaklingar fluttu frá Ísafjarðarbæ fyrstu sjö mánuði ársins en til bæjarins.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.