Kvöldvaka - 01.02.1934, Blaðsíða 6

Kvöldvaka - 01.02.1934, Blaðsíða 6
4 KVÖLDVAKA Tvíburarnir voru ekki sam- feðra. Nýlega kom alleinkennilegt mál fyrir dómstólana i Ame ríku. Maður nokkur að nafni Peddie hafði sótt um skilnað við konu sína og bar fram sem ásta'ðu að hún hefði verið sjer ótiú. Konan hafði nýlega getið tvíbura og hjelt Peddie því fram, að hann væri ekki faðir nema að öðru barninu, en ná- grarini sinn ætti hitt barnið. Læknar komust að þeirri niður- stöðu, að ekkert væri því til fyrirstöðu, að tvíburar gætu átt hvor sinn föðurinn, og á þeim forsendum bygði rjetturinn dóm sinn í málinu. Maðurinn fjekk skilnað við konu sína og dæmd- an föðurrjett að því barninu, sem hann kvaðst eiga. Mál þetta hefir vakið geysi- lega athygli og orðið orsök að áköfum umræðum meðal lækna í Ameríku. Hljómmyndir inn á hvert heimili. Lengi hefir verið að því unn- ið erlendis af hinum færustu hugvitsmönnnm að finna upp fjarsýniaáhald, er geti komið öllum almenningi að gagni á mjög ódýran hátt. Eftir því sem erlend blöð skýra frá hefir ensku fjelagi tekist þetta, að því er ætlað er. Fjelag þetta heitir »Electric Musicai Industries«. Eftir því sem sagt er hefir fje- lagi þessu tekist að finna upp fjarsýnisahaid, sem kvað sýna mjög skýrar myndir. iiiraun- irnar hafa aðallega gengið út á það, hvort takast mætti að taka á móti og endurvarpa hijómmyndum á venjulegan móttakara. Þetta kvað hafa tek- ist svo vel, að það yfirstígi all- ar fyrri tilraunir í þessa átt. Og eftir sögn á hver sá, sem á útvarpstæki, að geta með hverf- andi Jitlum aukakostnaði útbú- ið hljómmyndasýningu í sinni eigin stofu. Reynist þetta rjett, má búast við að útvarpið vei ði hættulegur keppinautur kvik- myndahúsanna. GERIR EKKERT. Kvikmyndastjórinn: »Jæja — hjerna er hamarinn, sem þjer eigið að hlaupa framaf-. Leikarinn: »En — jeg limlest- ist eða dey ef jeg geri það«. Kvikm: »Gerir ekkert, það er hvott sem er í síðasta sinn sem þjer komið.fram í myndinni«.

x

Kvöldvaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvöldvaka
https://timarit.is/publication/1533

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.