Kvöldvaka - 01.02.1934, Blaðsíða 7

Kvöldvaka - 01.02.1934, Blaðsíða 7
KVÖLDVAKA 5 »Litla flónið«. Leynilögreglusaga eftir A. Yilly. Sannarlega var þjófurinn í góðu skapi þe3sa októbernótt. Hann var ekki einn af þessum venjulegu þjófum, sem hima tötrum búnir á götuhornunum og biða þess að fá tækifæri til að skríða inn um glugga, sem skilinn er eftir opinn af vangá. Hann sat í einkabifreið, sem jaut með miklum hraða eftir þráðbeinum götum Parísar. Hann 1 afði verið á dansleik hjá mark- greifafrú d’Hoche í hinni skraut- legu höll hennar ,við AUé des Neuves og var nú á leiðinni heim til sin. Hann bjó í skraut- legri íbúð við Saint Dominque- götuna, ásamt þjóni sínum, sem hjet Jean. Alt ljek í lyndi. Hann dró úr hraðanum, til þess betur að geta gefið sig á vald hinum á- nægjulegu hugsunum sínum. Nú hafði hann í hyggju að leggja árar í bát. Sannarlega var hann heppinn þetta kvöld. Kú var hann orðinn vel fjáður og þurfti ekki að hafa áhyggj- ur fyrir komandi tímum. Þjófn- aðirnir voru bæði framdir með djörfung og karlmensku i öll- um stórborgum Evrópu. Og þeír voru góð tekjulind. Nei, hann þurfti ekki að bera ahyggjur fyrir morgundeginum. Að vísu var lögreglan á hælunum á honum bæði hjerna og hinu- megin Atlantshafsins, en hann hufði góða von um, að hún myndi ekkert hafa upp úr krafsinu. I kvöld framdi hann þjófnað, og hann skyldi vera hinn síð- asti. Og þessi þjófnaður hafði hepnast vel og gefið honum drjúgan skilding. 0g enginn gat grunað hann, alt var þannig í pottinn búið. Síðustu þrjá mán- uðina hafði hann dvalið í Signu hverfinu. Honum hat'ði tekist að koma sjer í kynni við burgeis- ana með hinni frábæru fram- komu sinni og meðfæddum hæfileika til þ-ss að hafa áhrif á Parísarbúa. Ennfremur hafði hann í fórum sínum fölsk skjöS, sem voru hinn mesti búhnykk- ur. Hann var velmetinn gestur hjá markgreifafrúnni, sem hafði verið ekkja um mörg ár, og dóttir hennar leit hann hýru auga, og auðvitað ljet hann ekki á sjer standa að endurgjalda henni í sömu mynt. Frúin je

x

Kvöldvaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvöldvaka
https://timarit.is/publication/1533

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.02.1934)
https://timarit.is/issue/415093

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.02.1934)

Aðgerðir: