Kvöldvaka - 01.02.1934, Blaðsíða 13

Kvöldvaka - 01.02.1934, Blaðsíða 13
KVOLDVAKA 11 Euby M. A y r e s : Maðurinn, sem stúlkurnar elskuðu. Q Sagaumást. Þegar Patrick Heffron var sextán ára, var hann rekinn úr skóla fyrir að kyssa yngstu dottur skólastjórans. An efa höiðu margir aðrir strákar kyst hana, og jafnvel einnig kenn- ararnir, því að hún var flenna. En þetta gaf einmitt ágætt tækifæri til að losna við Pat- rick, því að faðir hans hafði ekki getað greitt skólagjaldið fyrir hann í síðustu tvö há- skólaár — og af því að Patrick sjálfur hafði óbeit á öllu því, sem að náminu laut, þá skifti sjer enginn hið minsta af burt- för hans, nema ef til vill yngsta dóttir skólastjórans, en I huga hennar var hann umvafinn rómantik, af því að hann var fyrsti elskhuginn hennar. En hvað ura það. Allar ptúlk- ur elskuðu Patrick Heffron. Jafnvel miðaldra konur, sem áttu syni, óskuðu annaðhvort að þær væru aftur orðnar ung- ar, eða að synir þeirra hefðu þó ekki væri nema helminginn af fegurð hans. Systur skóla- bræðra hans stálust til að gefa honum auga fiá herbergjum biæðra sinna og buðu honum heim við öli möguleg og ómögu- leg tækifæri. Heffion tók þessu öllu með mestu rósemi, eins og vað væri skylda hans. Hann var þakk- látur f\7rir heimboðin, því að hann vissi, að altaf var leiðin- legt heima hjá honum á helgi- dögum. En þeirri skyldu, að vera heima, hafnaði hann með dálítið hrokafullu umburðar- lyndi. Hann hal'ði ánægju af öllum kvenna fjelagsskap, en þó varð hann fijótlega þreyttur á því. Jafnvel í æsku skoðaði hann hina miklu margbreytni sem lífsins krydd. Hann hafði skömm á tiibreytingarleysi í hvaða mynd sem var, og tveim árum eftir að hann var rekinn úr skólanum, strauk hann úrversl- un vefnaðarvörukaupmanns í borginni, sem honum hafði ver- ið komið til til náms. Hann komst um borð í flutningaskip, sem fór til útlanda, óg hvarf í fimm ár. i

x

Kvöldvaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvöldvaka
https://timarit.is/publication/1533

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.02.1934)
https://timarit.is/issue/415093

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.02.1934)

Aðgerðir: