Kvöldvaka - 01.02.1934, Blaðsíða 14
12
KVÖLDVAKA
Leyndardómsfull brjefspjöld
komu við og við frá honum
einhversstaðar frá, einkum í
brjefabox föður hans og eins til
John Morlands, en enginn vissi
með vissu um líðan hans eða
hvar hann dvaldi, þar til einn
fagran maí-dag, næstum því 6
árum eftir burtför hans frá Eng-
landi, að hann kom aftur, öll-
um að óvörum, og kora einraitt
í tæka tíð til að vera svara-
maður John Morlands, en hann
ætlaði að giftast Dorothy Gra-
ham.
Þegar hann hvarf að heiman
hafði hann verið fallegur pilt-
ur, en nú var hann ennþá fal-
legri maður og brúnn af bruna
hitabeltissólarinnar og veður-
barinn. Hann var bláeygur og
hvasseygur og hafði skarpa
drætti kringum munninn, er
sögðu sína sögu.
Fyrstu nóttina eftir heimkomu
sína dvaldi hann hjá John Mor-
land. Þeir drukku whiský og
rifjuðu upp gamlar endurminn-
ingar.
Þó að þessir menn væru ó-
líkir, bæði að lunderni og út-
liti, höfðu þeir altaf verið beztu
vinir, og árin, sem liðið höfðu,
virtust ekki hafa gert neina
breytingu þar á.
John Morland var hljóður,
athugull, brúneygur og grann-
ur. Þegar hann var unglingur,
hafði hann dáðst að Dorothy
Graham, þó án minstu vonar
um, að aðdáun hans væri end-
urgoldin, því að hann var einn
af þeim mönnum, sem geta tii-
beðið í fjarlægð. Þó hafði hann
verið ákaflega afbrýðisamur,
þegar Heffron hafði verið rek-
inn úr skóianum hennar vegna.
Skrítið, hvernig alt breytist
og skipast, hugsaði hann, þar
sem hann sat og horfði á vin
sinn, og það var eins og Heffr-
og hugsaði það sama, því hann
sagði skyndiiega:
»Það er dáiítið einkennilegt,
að þú skyldir eignast Dorothy*.
»Já«, sagði Moriand og ljóm-
aði í framan, þegar nafn henn-
ar var nefnt. »Það er meiri
hamingja fyrir mig en mig hef-
ir nokkru sinni dreymt um eða
jeg átt skilið«.
Heffron hieypti brúnum.
• Vitleysa. Hún er að vísu
falleg stúlka, en —«. Hann
þagnaði slyndilega, því að hann
sá, að það sem hann hafði ætl-
að að fara að segja, hefði ekki
komið vel heim við hina fyrir-
huguðu giftingu daginn eftir.
»Hún er mjög falleg stúlka«,
sagði hann hægt«.
»Hún er fallegri nú en hún
hefir nokkru sinni verið áður«,
ságði Morland ákafur. »Satt að