Kvöldvaka - 01.02.1934, Blaðsíða 8

Kvöldvaka - 01.02.1934, Blaðsíða 8
6 KVÖLDVAKA lika á sjer skilja, að síst væri það henni á raóti skapi. Dóttirin var svo elsk-uleg að sýna honum skartgrip, sem hún sjaldan bar, dýrindis hálsfesti alsetta perlum svo fögrum, að að hann hafði aldrei sjeð því- likt. Ernst von Menzel greifi. en það var gerfinafn hans, rak upp skellihlatur, er hann hugsaði um viðskifti sín og ungu stúlk uunar, og svo var hann utan við sig, að hann var nærri bú- inn að aka yfir nokkra slæp- ingja, sem hýmdu á götunni. Þeir hrukku undan og bölvuðu honum í sand og ðsku. Hann hló að umhugsuninni um »litla flónið«, en það nafn hafði hann gefið dóttur markgreifafrúar- innar. Hún hafði net'nilega í mesta sakleysi trúað honum fyrir því, að perlufestin væri hálfrar miljón franka virði, og þetta jók um allan helming á- fergju hans að komast yfir festina. Hann hafði sett hana á hinn yndísfagra háls kennar, hvíslúð að henni ástarorðum og látið á sjer skilja, að hún væri óvarkár. Nauðsynlegt væri að vera á varðbergi gagnvart þjófum, sjerstaklega þeim, sem höguðu sjer sem heiðvirðir borg- arar. Þetta kvöld hafði verið boð hjá þ&im mæðgnm. Margirheldri menn voru meðal gestanna. Er búið var að borða, tók unga fólkið að dansa. Hann hafði gerst svo djarfur að biðja ung- frúna að bera festina fyrir bón sína, og hún hafði látið ’pað eftir honurn. Þau dönsuðu mrk- ið saman og hinir gestirnir horfðu á þau með aðdáun. Sannarlega voru þau fallegt par. Er dansinn stóð sem bæst, framkvæmdi hann fyrirætlun sína. Hann spurði, hvort bún væri ekki þreytt af dansinum. Plún kvað svo vera. Þau gengu þá inn í bókaherbergið og rædd- ust við í ró og næði og hvísl- uðust á ástarorðum. Hann tók í hendur hennar og horfði inn i hin fögru og dreymamdi augu. Iiún roðnaði og leit undan. Hann þekti kvenfólkið, svona var það vant að gera. Jean, hinn trúfasti þjónn hans, hafði læðst svo lítið bar á inn í bókaherbergið og faldi sig þar. Og er húsbóndi hans hjelt í hendur ungu stúlkunn- ar og hallaði höfðinu upp að mjallhvítum vöngum hennar*, sá þjónninn fyrir því, að ljósið sloknaði. Og hinn yndislegi og fagri elskhugi breyttist á svip- stundu í þjóf. Með hinni al- kunnu leikni sinni tókst honum

x

Kvöldvaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvöldvaka
https://timarit.is/publication/1533

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.