Kvöldvaka - 01.02.1934, Blaðsíða 12
10
KVÖLDVAKA
altarinu. En hinn tilvonandi
eiginmaður brosti.
Brúðkaupsdagurinn rann upp
heiður og fagur. Kirkjan var
troðfull af forvitnum áhorfend-
um.
Ungu elskendu.rnir stóðu fyr-
ir framan altarið og presturínn
hjelt ræðu um ást og trúfesti í
hjónabandinu, en þeir eiginleik-
ar eru sjaidgæfir meðal leikara.
Kenneth Harlan leit niður á
ástmey sína með háðsiegu
augnaráði og starði fast á hana.
Daufur roði færðist yfir andlit
hennar og gerði hana ennþá
yndislegri.
Er þau komu út vir kirkj-
unni, var sigurgleði á andliti
brúðgumans. En unga konan
sagði háalvarleg:
•Veistu hversvegna jeg roðn-
aði? Það var af því að jeg
hugsaði um, hverskonar maður
það væri, sem jeg var að gift-
ast«.
EÐLILEGT.
Reiður elskhugi: »En hvernig
i ósköpunum gastu látið mig
bjóða þjer alt mögulegt og
»fjolla« við mig að staðaldri í
hálfan mánuð, án þess að láta
mig vita að þú værir trúlofuð,
ogættir von á kærastanum hing-
að_á morguii?«
Stúlkan: »Jeg var bara að
reyna áður en hann kœrni
hvernig það væri að vera ast-
fangin«.
BRJEF LÆKNISINS.
Hjónin höfðu boðið nýkomna
lækninum heim, en fengið al-
veg ólæsilegt svarbrjef.
»Jeg get ómögulega vitað eft-
ir þessu brjefi, hvort læknirinn
ætlar að koma eða ekki«, sagði
frúin.
»Farðu þá í lyfjabúðina, þar
hljóta þeir að geta lesið hrafna-
sparkið h tns« sagði húsbóndinn.
Frúin fór með brjefið í lyfja-
búðina. Afgreiðslumaðurinn leit
snöggvast á það og fór siðan
inn í bakherbergi. Efcir dálitla
stund kom hann fram aftur og
fjekk frúnni flösku um leið og
hann sagði: »tvær og fimmtiu,
frú«!
MISSKILNINGUR.
, Bóksalinn hafði tekið unga
stúlku sjer til hjálpar í jóla- *
önnunum. Viðskiftamaður kom
nú í búðina og bað um bók
Hamsuns, »Síðasti kaflinn*.
»Síðasti kaflinn«, endurtók
ungfrúin fyrir Innan borðið.
»Hjer seljura við ekki einstaka
kafla úr bókunum, þjer verðið
að neyðast til að kaupa aila
bókina«.