Kvöldvaka - 01.02.1934, Blaðsíða 18

Kvöldvaka - 01.02.1934, Blaðsíða 18
16 KVÖLDVAKA Það var avo langt síðan að hann hafði komið í almennileg föt, að honum fanst eins og hann væri kominn í kjólföt. Piibbirin ætlaði að kæfa hann, skórnir meiddu hann. Honum var mjög heitt og hann var í vondu skapi þegar hann kom loks að húsi föður síns, sem var lágt og hrörlegt og sýndi öll merki fátæktar. Heffron-ættin hafði aldrei auð- ug verið og mundi víst aldrei verða það. í marga ættliði hafði hún verið eyðslusöm og Heffron hjelt dyggilega við þessari venju ættarinnar. Hann hitti föður sinn í bóka- herberginu, með annan olnbog- ann út úr jakkanum, reykjandi og lesandi dagblað. Hann leit ennþá vel út, en þó mátti sjá greinilega hrörn- un, og eitt einkendi hann mjög vel, en það var að hann komst aldrei í geðshræiingar og jafn- vel nú, þegar hann leit upp úr blaðinu og á son sinn, breyttist hann ekki hið minsta, en Patrick sagði: »Jæja, þá er jeg kominn*. »Já, jeg sje það«. Gamli maðurinn lagði frá sjer blaðið og stóð á fætur. »Jæja, hefur þú haft þaðeort?« spurði hann, jafn rólega og son- ur hans hefði verið að konn úr nokkurra daga skemtiferð, en þó var innibyrgð æsing í aug- um hans og hönd haus skaif þegar Patrick tók í hana. »Þú stækkar drengur minn«, sagðt hann, en Patrick brosti. »Já, maður stækkar á átta eða níu árum«. »Er það svo langt! Jæja, kanske«. Gamli maðurinnsettist aftur í stólinn sinn, tók ofan gleraugun og þurkaði af þeim á óhreinni jakkaerminni. »Jeg imynda mjer að jeg þurfi ekki að spyrja þig hvert þú hefir unnið þjer inn nokkra peninga«, sagði hann dálítið niðrandi. »Jú jeg hefi unnið inn dálít- ið, en eytt miklu meiru«, sagði Patrick. Hann leit yfir herbergið með hálflokuðum augunum. »Húsið hefur ekki tekið miklum stakkaskiftum«. »Hrörlegra, það er allt og sumt«, svaraði faðir hans. Hann horfði á Patrick með athugul- um augum. Pramh. KvÖldvaka kemur út á hverjum fimtudegi. Áskriftargjald er kr. 1,00 á mánuði. Verð í lausasölu 25 aurar. Útgefandi: Forlagið »Mágni“ Afgreiðsla og prentsmiðja á Laugavegi 68.

x

Kvöldvaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvöldvaka
https://timarit.is/publication/1533

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.02.1934)
https://timarit.is/issue/415093

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.02.1934)

Aðgerðir: