Kvöldvaka - 01.02.1934, Blaðsíða 10

Kvöldvaka - 01.02.1934, Blaðsíða 10
8 KVÖLDVAKA undan og horfði niður á hend- ur hans. Alt í einu sleit hún sig lausa, augsýnilega af því að hún var í þann veginn að fá ákaft grátkast. En hugranir hans snerust ekki um hana, er hann ók heim t.l sín um kvötdið. í stuttu máli, hann hafði enga með- anmkun með »litla fióninu«, sem hann þó hafði tjáð ást sína. Hann rjeði sjer ekki fyrir gléði og var nærri búinn að missa stjórn á bifreiðinni. Síð- asta verkið hafði hepnina með sjer. Hann fór með hendina of- an í brjóstvasann og þuldaði með ánægju á perlunum. Skeyt- ið, sem þjónninn kom með til bústaðar greifafrúarinnar, var sniðuglega samið. Efni þess var, að ættingi hans, sem bjó í Spandau, væri dáinn og hefði arfleitt hann að allmikilli fjár- upphæð, sem hann ætti að taka á móti eftir nokkra daga. — Aðeins nokkra daga, hugsaði hann, um leið og hann rendi bifreiðinni upp að tröppunum á íbúð sinni. Síðan steig hann út úr vagninum, gekk hægt upp tröppurnar og hringdi dyra- bjöllunni, en enginn ansaði. Hann varð sjálfur að opna hana, Jean var vist ekki heima. Er greifinn hafði lokað úti- dyrahurðinni, gekk hann inn í forsalinn. Þá brá honum í brún. Hann stóð augliti til auglitis við þrjá menn. Hann hafði ekki tíma til að spyrja um erindi þeirra, því að smellur heyrð st í handjárnum og perlufestin var dregin upp úr vasa hans. -Ea hvernig komust þið á snoðir um þetta?« spurði greif- inn, er hann sat inni á lög- reglustöðinni í París. Lögreglustjórinn benti með hendinni og eigandi festarinn- ar, hin töfrandi ungfrú d’Hoche, kom fram á sjónarsviðið. »Að þetta komst upp«, mælti lögreglustjórinn, »er fyrst og fremst að þakka þessari ungu stúlku og þeirri venju yðar að þrýsta ávalt hendur hennar, er þjer talið við hana. Þegar þjer kvödduð hana í kvöld, tók hún þrátt fyrir gnðshræringuna, eft- ir rauðum depli á vísifingri yð- ar, eftir signethringinn. Hún mintist þess, að hún hafði þrýst hendi þjófsins til þess að reyna að halda honum föstum. Hún gerði okkur strax aðvart um þetta og við komumst heim til yðar á undan yður. Við höfum einnig tekið hinn trúa þjón yð- ar fastan. Og nú«, bætti lög- reglustjórinn við, »hættið þjer við starf yðar á dálítið annan veg heldur en þjer ætluðuð í fyrstu«.

x

Kvöldvaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvöldvaka
https://timarit.is/publication/1533

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.02.1934)
https://timarit.is/issue/415093

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.02.1934)

Aðgerðir: