Börn og menning - 01.04.2007, Blaðsíða 7

Börn og menning - 01.04.2007, Blaðsíða 7
Hver var að hlæja? 5 eða lausavísur, þær eru höfundarlausar, sameign barna og fullorðinna frá tímum þegar mörkin milli menningarheima kynslóðanna voru óljósari en síðar varð. Þessarfáu vísurendurspegla dapraraðstæður þótt flestar séu ekki annað en látlausar ferskeytlur og sumar varla það - líkt og þessi beiski tregadropi sem seytlar til okkar aftur úr grárri forneskju: Þegar á unga aldri lifi ég enn og leik mér aldrei. „Mikið undur á ég bágt" Raunirnareru margvíslegar: kuldi, myrkfælni, hungur og einsemd, vinnuharka - og löng yrði sú eymdarþula öll. Flestir foreldrar unnu myrkranna á milli og því skorti iðulega nauðsynlega barnagæslu. Víða er sagt frá því hvernig gripið var til þess neyðarúrræðis að ung börn voru bundin niður á koppinn við rúmstólpa eða slíkt allan daginn á meðan fólk var við útiverk. Báru sum þess aldrei bætur. Illa liggur á henni að henni sækir húmið. Fer hún mamma frá henni og fleygir henni í rúmið. Kvein er hart að heyra þitt ég hjá þér spart má vera. Hjartans litla hjartað mitt ég hef svo margt að gera. Þegiðu barn og bíttu skarn í horni. Ég get ekki huggað þig fyrr en á miðjum morgni. Við 5-6 ára aldur eða fyrr var farið að fela börnum verk sem þau þurftu að leysa algerlega á eigin spýtur. Taka má dæmi af tilteknu stúlkubarni sem var fimm ára þegar hún átti að að gæta bróður síns tveggja vikna meðan fólk var á engjum. Á tíunda ári var hún höfð ein heima til að gæta bræðra sinna, eins, tveggja og sex ára. Auk þess átti hún að búa um rúmin, sópa baðstofuna, mala bankabygg í grautinn og skera kálið sem átti að hafa út á hann. Börnin áttu líka að moka fjósið og hafa lokið öllu saman þegar móðir þeirra kæmi heim til búverkanna. Það er sama hvort maður setur sig í spor barnanna eða móðurinnar sem Birt með leyfi Héraðsskjalasafns Skagfirðinga (höf. ókunnur). á hálfan vinnudag eftir þegar heim kemur - hvort tveggja virðist óumflýjanleg ofraun. Með aldrinum vfkkaði verksviðið og kröfurnar þyngdust. Á sumrin var hjáseta talin henta 8 ára barni en 10.-12. árið markaði upphaf smalaaldursins. Fylgdi því mikil ábyrgð og harðar refsingar ef útaf bar. Mikið undur á ég bágt allur sundur marinn. Af því stundum ýli hátt eins og hundur barinn. Nú er mér á kinnum kalt bítur kuldinn rauði. Hvergi finn ég fé mitt allt fjóra vantar sauði. Raun er að vera rassvotur raun er að vera syfjaður. Raun er að hafa rýrt í vömb raun er að elta stekkjarlömb. Á veturna voru börnin látin prjóna og dæmi eru um að 11-12 ára börnum væri sett fyrir að prjóna par af sjóvettlingum á dag. Þær miklu kröfur sem gerðar voru um vinnuframlag, oft umfram getu, hefur að vonum verið mörgum þung byrði. Hugtakið „barnlúinn" var lengi til í málinu og var notað um þá sem vegna vinnuhörku náðu aldrei fullum vexti eða líkamlegum þroska Fyrst þú ert komin á fjórða ár fara áttu að vinna. Þú átt að læra listir þrjár lesa, prjóna og spinna. Fimm á milli í fyrsta sinn þú færð að prjóna. Vertu iðin(n) verki að þjóna varastu að gapa og góna. Raular gamli rokkurinn rífast vinnuhjúin. Lftið síkkar sokkur minn seint mun verða búinn. Hungur, kuldi, myrkur Hungrið var aldrei mjög langt undan. Heita mjólkin, sem Ólína nefnir hér í upphafi, var undanrenna sem soðin hafði verið daglangt, þ.e. soðin niður. Var það eini kvöldmaturinn og eins og hún segir: „auðvitað fengu piltar í stærri ílátum en stúlkur og krakkar minnst." Þar sem spónamatur var með alminnsta móti, var þeim sem minnst fengu skammtað úr skel. Drengurinn í dvölinni dugir ekki að góla. Skammtað var úr skelinni á skærri hátíð jóla. Hjónin borða hangiket hjúin svöng það vita. Smalinn sárt af sulti grét samt fékk engan bita. Svo var það kuldinn.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.