Börn og menning - 01.04.2007, Blaðsíða 11

Börn og menning - 01.04.2007, Blaðsíða 11
Útlegðin og smébarnið - 60 ára Stubbur 9 það svo að Stubbur stendur jafnan með pálmann í höndunum. Óli og Pétur verða veikir af öllu eplaátinu, þeir hlaupa heim af því að þeir eru hræddir við gjammandi hund sem Stubbur óttast ekki. Að lokum erfir hann nýju fötin þeirra þegar þau hlaupa í þvotti. Sagan er kannski ekki viðburðarík frá sjónarhorni fullorðinna en í henni er skemmtilegur snúningur sem heldur henni uppi, Stubbur litli hefur enn fremur þokka smábarnsins og í lokin verða Stubbur, Óli og Pétur bestu vinir og sögunni lýkur á mynd þar sem þeir leiðast allir brosandi, Stubbur í miðjunni. Öll óvild er horfin og Óli og Pétur hafa lofað að segja aldrei aftur við Stubb að hann megi ekki vera með þeim af því hann sé svo lítill. Stór og lítill í sögunni skiptir sem sagt einn grund- vallarmunur höfuðmáli: Munurinn á að vera stór og að vera lítill. Líklega er sagan ekki síst vel heppnuð þess vegna; þeir sem þekkja börn vita að munurinn á litlu og stóru er mikilvægur í þeirra hugarheimi. Síðan hættir hann að skipta jafn miklu máli en Stubbur gleymist samt ekki og það sýnir að þær bækur hafa stundum varanlegast gildi sem grípa manninn á réttu augnabliki, fjalla um það sem skiptir hann máli á þeirri stundu. Eins og Óli og Pétur hamra á hefur það sína galla að vera lítill. Sá sem er lítill er útilokaður frá mörgu og fær stöðugt að heyra að hann megí ekki gera hitt og þetta vegna smæðar eða aldurs. Litlu skiptir þá loforðið um að þetta breytist þegar stubburinn verður stór því að sá tími er langt undan, framtíðin hefur litla þýðingu fyrir börn því að þau lifa í núinu. Það er gott að vera lítill Önnur af skemmtilegu smábarnabókunum fjallaði um Stúf (og er auðvelt að rugla þessum bókum saman vegna svipaðra nafna). Hún var eftir Harald óglænd og þýdd af ísak Jónssyni en var aldrei jafn vinsæl og Stubbur, hefur aðeins verið gefin út fjórum sinnum. Stúfur þessi hefndi sín á bróður sínum Stóra- Pétri með því að borða mikinn graut og verða stærri en hann. Mjög einföld lausn en ófullnægjandi miðað við það sem gerist í Stubbi. Niðurstaða Stubbs er nefnilega sú að það sé gott að vera lítill. Stubbur er jafn stór í lokin og í upphafi. Tilvera barnsíns á ekki að snúast um framtíðina og væntingarnar heldur fær barnið að njóta sín eins og það er núna. Enda er þrá mannsins í að vera eitthvað annað líklega nógu sterk þó að ekki sé kynt undir henni. Átök systkina Önnur hlið sögunnar er systkinaröðin og sú snýr einkum að yngstubörnum sem geta lifað sig inn í söguna sem táknsögu um systkinaröðina (sbr. Stúdentablaðið, 2. tbl., 2001). Það er vitaskuld öllu vandasamari skilningur fyrir þá sem ekki eru yngstubörn en hið sama gildir um flest ævintýri. Nú eiga þau að hafa sammannlega skírskotun en hvernig verkar hún gagnvart elstubörnum eða miðbörnum eða stúlkum sem heíta Ása eða Signý? Greínilega verða þau að horfa á eitthvað annað í sögunni. Að mörgu leyti eru systkinaátök spennandi viðfangsefni, sennilega vegna þess að þau eru heiftarleg og innileg, og mynstur þeirra oft flókið. Um leið er auðveldara að tala um þau án þess að álpast ofan í klisju. Systkinasögur eru brýnar vegna þess að systkini eru samferðarmenn og losna sjaldan hvert við annað. En líka ófyrirsjáanlegar því að systkini hafa ekki endilega hlutverk hvert í annars lífi eftir því sem þau eldast. Þau hafa ekki sömu skyldur víð hvort annað og við börnin sín eða foreldra. Löglega eru þau nokkurn veginn laus hvert við annað. Systkini eiga alltaf val um að kæra sig kollótt og vera stikkfrí, þeim ber beinlínis skylda til að lifa eigin lífi, stofna hvert sína fjölskyldu og síðan mega þau leiða hvert annað hjá sér. Frelsi skapar gjarnan spennu og þess vegna eru systkini spennandi. Þetta hafa menn vitað siðan Kain spurði: Á ég að gæta bróður míns? Raunar er þessi spurning sem jafnframt er svar útúrsnúningur hjá honum en eftir sem áður mjög gild. Mikið var annars snjallt af Guði að svara ekki Kain. Hann hefur væntanlega séð að mannkynið hefði gott af því að gli'ma við þessa spurningu sjálft. Einelti Framkoma Óla og Péturs við Stubb er vitaskuld einelti og slíkar sögur festast vel í minni ungra barna. Raunar man ég ekki betur en að flestallir helstu textar bernsku

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.