Börn og menning - 01.04.2007, Side 14
12
Börn og menning
Þorgerður E. Sigurðardóttir
Stúlkan á bláa sportbílnum
Ef einhver hefði spurt mig um
uppáhaldsrithöfundinn minn þegar ég var
barn hefði ég eflaust hugsað mig um í
nokkrar sekúndur. Astrid Lindgren skipti
auðvitað miklu máti, ekki síst bækurnar um
Linu langsokk og börnin i Óiátagarði, Enid
Blyton hefði líka án efa komið sterklega
til greina og reyndar var smekkurinn svo
alltumlykjandi á þessum tima að höfundar
Simaskrárinnar og Hjúkrunarkvennatalsins
hefðu líka komist á blað. Það vantaði
semsagt ekki uppáhaldsrithöfunda og
valið hefði án efa verið nokkuð erfitt. En
líklegast hefði hið endanlega svar orðið
Carolyn Keene, höfundur bókanna um
spæjarastúlkuna Nancy Drew en á þeirri
konu hafði ég mikið álit.
Höfundurinn ekki til
Löngu seinna uppgötvaði ég svo að að
Carolyn Keene er ekki til heldur var um
að ræða dulnefni fyrir hóp höfunda sem
skrifuðu undir hennar nafni. Nancybækurnar
voru gefnar út af Stratemeyer fyrirtækinu sem
sérhæfði sig í bókaflokkum af þessari gerð. Af
öðrum slíkum flokkum má nefna bækurnar
um Frank og Jóa. Ekki áttu höfundarnir sjö
dagana sæla hjá fyrirtækinu, þeir skrifuðu
undir samning þar sem þeir afsöluðu sér
öllum höfundarrétti og atvinnuöryggið var
víst vægast sagt lítið. Fyrsta bókin kom út
árið 1930 og erfitt er að segja til um hversu
margar þær eru þegar þetta er skrifað.
Samkvæmt flestum heimildum hefur Nancy
leyst vel á þriðja hundrað ráðgátur og er
víst ekkert lát á. Á íslensku komu hinsvegar
út 36 bækur á árunum 1965 til 1984 og
var seríunni ekki fylgt í smáatriðum. Fyrstu
bækurnar sem komu út í Bandaríkjunum voru
hinsvegar Ifka fyrstu bækurnar sem komu út
á íslandi þannig að þegar íslenskir lesendur
kynnast Nancy árið 1965 eru bækurnar
orðnar 35 ára gamlar.
Kærasti á hliðarlínunni
Nancy er eilíflega á aldrinum sextán til
átján ára og býr hjá föður sínum, hinum
mikilsvirta málafærslumanni Carson Drew,
móðir hennar lést þegar hún var þriggja ára
og er hún alin upp af ráðskonunni Hönnu
Gruen. Nancy er ofurstúlka hin mesta, hún
er sérdeilis flínk og úrræðagóð þegar kemur
að sakamálunum sem bíða hennar við hvert
fótmál, hún er einnig afskaplega kjarkmikil,
gáfuð, sjálfsörugg, atorkusöm, heiðarleg,
sjálfstæð og góðhjörtuð. Að mörgu leyti
kallast Nancy þannig á við sambærilegar
hetjur úr strákabókum, hún var kærkomin
tilbreyting frá söguhetjum margra stelpubóka
frá þessum tíma sem hugsa bara um stráka,
trúlofanir og giftingar. Nancy á svo sem
kærasta, hinn hávaxna og stórmyndarlega
Ned Nickerson, sem er afskaplega hrifinn af
henni. Hann er alltaf til staðar fyrir Nancy
en sýnir því hinsvegar fullan skilning að
ráðgáturnar skipta meginmáli í lífi hennar,
hann hjálpar henni eftir megni en tekur samt
aldrei beinlínis fram fyrir hendurnar á henni.
Hann bíður þolinmóður á hliðarlínunni fullur
aðdáunar en passar sig á því að vera aldrei