Börn og menning - 01.04.2007, Side 18
16
Börn og menning
Flestar þessara bóka
mundi maður ætla að
væru mannskemmandi
í svarthvítri heimsmynd
sinni og stórkostlegri
einföldun á góðu og illu.
Flinum síðastnefndu
sköpunarverkum
Lindgren og Jansson þar sem
þessi einföldun er víðs fjarri - kynntist ég
of seint til að hamla á móti þeirri heimsmynd
á mestu mótunarárunum. Ég held reyndar
að ég hafi lesið MacLean, Desmond
Bagley, Flammond Innes, Sven Hassel,
Louis Masterson og fleiri góða löngu áður
en ég lagðist í drepfyndna tilvistarkreppu
Múmínálfana og margræðan heim Ástríðar
hinnar sænsku. Held meiraðsegja að ég hafi
kynnst Agöthu Christie og ýmsum hennar
útsmognustu morðingjum áður en ég komst
að því að Hemúllinn væri hættur að safna
frímerkjum, meiraðsegja áður en ég vissi
að hann væri að safna frímerkjum yfirleitt.
Agöthu, Poirot og piparjónkunni Marple
kynntist ég nefnilega tólf ára gamall í sveit
austur á Héraði, og það á dönsku.
Blóði drifin bókmenntaæska
Já, bókmenntaleg æska mín var blóði drifin
og svarthvít - með örfáum undantekningum,
því ég las auðvitað allan andskotann annan
meðfram þessum ósköpum. Enda ólæknandi
bókaormur, kannski það hafi orðið mér til
bjargar. Millý Mollý Mandýtil dæmis- kannski
sú stelpuskotta, í sínum rauðdoppótta kjól,
hafi búið í haginn fyrir uppbyggileg áhrif
þeirra Línu, Emils, Múmínsnáðans og Míu
litlu á sálartetur mitt síðar meir?
Nú eða Kalli kaldi og
félagar hans, sem
spruttu úr penna
Indriða Úlfssonar og
voru til alls vísir - jafnt
hrekkja sem hetjudáða.
Kalli kaldi var nefnilega
prakkari, brallarioggrallari,
sem var litinn óhýru auga
af hinum fullorðnu sem
valdið höfðu, en reyndist
auðvitað réttsýnn, heill og
sannur þegar á reyndi Og í
litlu, hjartahreinu snótinni Millý
Mollý Mandý birtist kokkteill
erkibreskrar íhaldssemi og
sænskrar sósíaldemókratíu og
húmanisma - að minnsta kosti
í minningunni. Heile Welt kalla
þýskir þetta fyrirbæri, þar sem öll
vandamál leysast farsællega í fögru
og heilbrigðu umhverfi og allir fá
köku og kakó í lokin eða þarumbil,
jafnvel þótt þröngt sé í búi. Það á jafnt
við um Kalla kalda sem Millý Mollý Mandý.
Stórskrítnir menn - einsog Brjálaði
túlípaninn - reynast hinar mestu hetjur, og
jafnvel hrekkjusvínin sjá að sér áður en yfir
lýkur. Man ekki betur en að í meinlitlum
ævintýrum hinnar doppóttu snótar hafi
meiraðsegja sígaunar reynst hið ágætasta
fólk þegar til kom, eftir að þeir höfðu verið
grunaðir illilega um græsku. En kannski er
það misminni, kannski var þetta bara fólk
sem einhverjir héldu að væru sígaunar, en
reyndist síðan sómakærir Englendingar og
allt varð gott. En það varð alltjent allt gott
að lokum, svo mikið man ég þó fyrir víst.
Það á reyndar við um allar þessar bækur sem
hér hafa verið taldar upp. Munurinn liggur
eingöngu í eðli og umfangi vandræðanna
sem á undan gengu - og uppruna þeirra
sem ollu þeim.
Hörundsdökkir ódæðismenn
Sígaunar - eða tatarar einsog þeir voru
oft kallaðir í íslenskum þýðingum á
bókum Enid Blyton - eru fyrirferðarmiklir í
minningunni um ódæðismenn ýmiskonar.
Og reyndar útlendingar af öllu tagi.
Iðulega hörundsdökkir, dökkhærðir og
illilegir andskotar, örum settir með miklar
augabrúnir og skakkan munn. Oftar en
ekki svarteygðir með ygglibrún, ósjaldan
skakkar tennur að auki. Allavega
þeir fullorðnu. Þeir sem ekki voru
útlendingslegir voru í það minnsta
afbrigðilegir á einhvern hátt. Styttri,
lengri, luralegri, yggldari, feitari
eða horaðri en eðlilegt mátti
teljast. Einstaka sinnum reyndust
nokkurnveginn normal og jafnvel
vinalegar, góðlegar manneskjur
vera hin verstu fól þegar á reyndi
og það var alltaf jafnmikið sjokk.
Oft mátti reyndarfinna börn meðal tatara,
útlendinga og innfæddra í framandi löndum
sem voru hin bestu skinn, það man ég vel.
En þau voru nær undantekningarlaust barin
eða kúguð á einhvern hátt af fullorðnum
meðlimum sama slektis. Rétt einsog dýrin
- en tatatar og útlendingar eru víst oft
vondir við dýr. Enda reyndust bæði börn
og dýr þessara illyrmislegu útlendinga
traustir bandamenn hugumprúðra hetjanna
og skirrðust hvergi við að svíkja foreldra
sína og húsbændur ef það mátti verða
hávöxnum, bráðgerum og myndarlegum
Vesturlandabúum að gagni.
Góðlátlegt yfirlæti eða illkvittnisleg
fordæming
Hið sama á reyndar líka við um marga helstu,
fullorðnu bandamenn þeirra Franks og Jóa,
Nancyar, Bob Morans og fleiri. Þar var oft
um „innfædda" að ræða; asíska, afríska,
suður-amerfska en umfram allt einfalda,
hjartahreina og hugdjarfa einstaklinga, sem
þráttfyrir eigin einfeldni
sáu í gegnum fláráða
landa sína og sem vissu
að hagsmunum þeirra
var betur borgið með
því að aðstoða hina
upplýstu, frelsandi,
Ijóshærðu og blá-
eygðu engla en því að
leggjast í duftið fyrir
kúgurunum, löndum
sínum. En hjátrúin
var samt aldrei langt
undan hjá þessum
innfæddu/útlensku hjálparhellum, og
fáfræðin reið ekki við einteyming - sem oftar
en ekki kom sér giska vel fyrir hetjurnar,
þegar að er gáð. Og þegar upp er staðið
er góðlátlegt yfirlæti jú engu skárra en
illkvittnisleg fordæming.
Engin skaðleg áhrif?
Samt slapp ég - held ég. Einhvernveginn
slapp ég við xenófóbíuna, einhvernveginn
sannfærðist ég aldrei um yfirburði hins
hvíta og vestræna kynstofns, einhvernveginn
þroskaðist ég til þess, sem ég af dæmigerðum
hroka hins vestræna velferðarmenntamanns
vil kalla víðsýni og umburðarlyndi. Sem ég
af dæmigerðri minnimáttar- og sektarkennd