Börn og menning - 01.04.2007, Page 19
Hetjur og varðeldar
17
þessa sama vestræna velferðarmenntamanns
efast auðvitað um að sé nokkuð meira en
nytsamleg sjálfsblekking. En það er annað
mál, bæði flóknara og leíðinlegra en það
sem hér er til umræðu og því gef ég mér
einfaldlega þá forsendu að ég hafi sloppið við
möguleg skaðleg áhrif þessara bókmennta
og velti þess í stað fyrir mér þeirri spurningu
sem sú umdeilanlega staðreynd hlýtur að
vekja: Hvernig stendur á því?
Hvernig kemst barns-
hugurinn hjá þeirri inn-
rætingu sem í þessum
bókmenntum er falin?
Því meiraðsegja allt það
sem á undan þeim
kom; Flugustrákurinn
Moli, Dísa Ijósálfur,
Dvergurinn Rauðgrani,
En hvað það var
skrýtið og samanlögð
Ævintýri Æskunnar
og Grimms- bræðra
eru varla næg vörn
gegn slíku áhlaupi á ungan og
ómótaðan heila - ég hóf jú bóklestur löngu
fyrir daga fordómaforvarnarbókmennta á
borð við Einar Áskel, Herra Gleymins og
Barbapapa, svo því sé nú haldið til haga. Og
þeim Gúmmí-Tarzani og Fúsa froskagleypi
kynntist ég heldur ekki fyrren ég hafði kynnt
mér heimsmynd Blyton, Dixon, Keene og
Henry Vernes í þaula og þefað vel af heimi
þeirra Christie, MacLean, Bagley, Innes og
Hassel þar að auki.
Aðalatriði og aukaatriði
Skýringin er- held ég, að mjög illa rannsökuðu
máli - býsna einföld. Ég held nefnilega að
þetta snúist um aðalatriði og aukaatriði.
Og þegar maður er sex ára, átta ára, tíu
ára, jafnvel fimmtán sextán, þá
er það ekkert aðalatriði hverrar
þjóðar illmennið er, eða hvernig MmS&mEiÍ
viðkomandi lítur út, þótt það
auki vissulega á upplifunina að
sjá viðkomandi Ijóslifandi fyrir
sér. Illmenninn eru nefnilega
aukapersónur, þær eru fyrst
og fremst viðfang hetjanna,
verkefni til að glíma við,
hindranir til að sigrast á.
Það eru ævintýrin sjálf, leyndardómarnir og
hetjurnar sjálfar sem skipta aðalmáli. Og það,
hversu frábrugðið líf þeirra er því Iffi sem
maður á sjálfur að venjast.
Allt þetta röfl mitt um rasisma, þjóðhyggju,
fordóma o.s.frv. flokkast nefnilega undir að
vera vitur eftirá. Ég man ekki til þess að hafa
nokkurntíma leitt hugann að þessum hlutum
þegar ég las þessar bækur af hve mestum
ákafa og áhuga. Sem kannski er ekki von. En
þetta nær lengra - eða dýpra öllu heldur - en
svo. Því það er ekki fyrren núna, þegar ég fer
meðvitað að rifja upp þessar bækur, jafnvel
glugga í þær eina og eina til að hressa uppá
minnið, sem þessar neikvæðu hliðar bókanna
skjóta yfirhöfuð upp kollinum í huga mér.
Framandi heimur hetjanna
Framað því stóðu þessar sögur fyrst og
fremst og, að mér finnst, eingöngu fyrir
heillandi og framandi heim, þar sem
annaðhvort fullorðnar ofurhetjur á borð við
Bob Moran, eða, það sem var enn meira
heillandi, jafnaldrar mínir eða því sem næst
lentu í ótrúlegustu ævintýrum. Heim, sem
einkenndist af sjúkdómum sem ég hafði
aldrei heyrt um fyrr (t.d. skarlatssótt) og veittu
barnungum hetjunum færi á að dvelja fjarri
foreldrum sínum. Heim heimavistarskóla,
langra sumarfría, tilveru sem einkenndist
af tjaldútilegum, ferðalögum á fjarlægar
slóðir og girnilegum nestispökkum - jafnvel í
tilfellum fullorðinna hetja.
Framandi nöfn á fólki, dýrum, jurtum,
stöðum og hverskyns fyrirbærum öðrum
kveiktu allskyns hugrenningar og oft var
atlasinn gripinn til að auka enn á áhrifin. En
umfram allt var það framandi matur (flesk
var tildæmis fyrirbæri sem var afar heillandi
allt þartil ég komst að því að það var „góð"
íslenska yfir beikon), dularfull (og niðdimm)
leynigöng bakvið leyniþil, myrkar holur,
yfirgefnar námur, fornir kastalar,
ryðgaðir járnbrautarteinar
og löngu gleymdir hellar,
eyðieyjar, skógar og umfram
allt varðeldar, fjársjóðir og
leyndardómar af öllu tagi á
öllum þessum stöðum sem
heilluðu.
Þetta er það sem blundaði í
nnér allan þennan tíma og er
glaðvakandi enn
eftir öll þessi ár,
miklu fremur en
einhver aukaatriði
á borð við hver
var hvaðan eða
hvernig hann
var á litinn.
Þessi tilfinning um allt
aðra veröld en þá sem ég bjó - og
bý - í.
Pípureykingar og kærustur
Meiraðsegja sá danski Kim, sem var öllu
jarðbundnari en flestar hetjur aðrar sem ég
las um á þessum árum, fór sumarlangt til
frænda og frænku (ómissandi karakterar í
öllum góðum barnaspennusögum) og hafði
lítt af foreldrum sínum að segja á meðan.
Hann reykti pípu, faldi sig gjarnan í limgerði
- sem var enn eitt framandi, heillandi og
dularfulla fyrirbærið fyrir tíu ára Islending
- og átti uppáfyndingasaman vin sem hét
Palli en var kallaður Brilli afþví hann var
nörd með gleraugu. Ég held að sú staðreynd
að Kim átti kærustu hafi verið miklu meira
sjokkerandi fyrir mig en öll þau glæpamál
sem hann leysti með aðstoð félaga sinna
samanlagt (um Bob Moran gegndi öðru máli,
hann var fullorðinn ...).
Ást Kims á kærustunni, sem mig
minnir að hafi heitið Kata, var þó ekki
trámatískari lestrarupplifun en svo að ég
er tveggja táningsstelpna faðir f dag. Og
á enga ósk heitari en að þær lesi sem
mest af öllum andskotanum hvað sem allri
pólitískri rétthugsun líður - þær lifa það af,
stelpurnar. Rétt einsog ég lifði það af að lesa
um Bob Moran, herra Ming og dakóítana,
Christopher Cool og hina hjátrúarfullu
frumbyggja S-Ameríku, Fimm á Hulinsheiði
og glæpsamlegu tatarana sem voru jafn
vondir við hesta sína og börn, og Kim og
kærustuna hans. Og hafði bara gott af því.
Held ég. En ég skrifa auðvitað bara um
einhverja endemis morðingja og glæpamenn
í dag, þannig að hvað veit ég ...
Höfundur er glæpasagnahöfundur og
útvarpsmaður