Börn og menning - 01.04.2007, Síða 21

Börn og menning - 01.04.2007, Síða 21
Þróun sjónrænna afurða 19 við það en með tímanum breytist ímyndin, í Glanna glæp hefur búningur álfsins þegar fengið á sig latexáferð ofurmennisbúningsins og í sjónvarpsþáttunum er auðvitað farið alla leið, þar heitir álfurinn Sportacus og er kominn býsna langt frá uppruna sínum. Glanni glæpur birtist ekki fyrr en í síðara leikhúsverkinu og þar hefur íþróttaofurhetjan loksins fengið verðugan óvin en eins og allir vita sjálfsagt veit Glanni glæpur fátt betra en að sitja fyrir framan sjónvarpið og borða nammi. í leikhúsverkunum eru foreldralausu krakkarnir í Latabæ leiknir af fullorðnum leikurum, en þessir krakkar eru flestir fulltrúar ákveðinna lasta í fari barna sem þarf að leiðrétta. Þau eru feit, hrekkjótt, nísk og svo framvegis. ( sjónvarpsþáttunum er Solla stirða leikin af unglingsstúlku og hinir krakkarnir eru brúður, einu fullorðnu leikararnir þar eru Magnús Scheving í hlutverki Sportacusar og Stefán Karl Stefánsson er Glanni Glæpur, eða Robbie Rotten. Það hlýtur að teljast merkilegt að engum skuli hafa fundist það nokkuð sérstök tilhögun að byggja þættina upp af tveimur fullorðnum mönnum í latexgöllum, barnungri stúlku og leikbrúðum. Frá hefðbundnu barnaleikriti til stafrænnar tækni Áfram Latlbær er býsna hressilegt og hefðbundið barnaleikrit með söngvum. Leikmyndin er ódýr og einföld og tónlistin nokkuð hefðbundin melódísk barnasöngleikjatónlist. Söguþráðurinn er líka einfaldur, fjallað er um yfirvofandi íþróttakeppni í Latabæ sem fer betur en á horfðist í fyrstu fyrir bæjarbúa. í Glanna Glæp er Latabæ hinsvegar farið að svipa meira til þess sem síðar birtist á sjónvarpsskjánum. Þá er tónlístin til dæmis meira í ætt við hina hröðu danstónlist af MTV- ættinni sem birtist síðar í sjónvarpsþáttunum og trónaði um tíma ífjórða sæti breska smáskífulistans. Útlit persóna er líka meira í líkingu við það sem koma skal í þáttunum og einnig er hugmyndin um íþróttaálfinn sem einhverskonar hálfguð sem svífur um himininn og Glanna glæp sem einhverskonar ára f neðra greinilega farin að þróast þarna. Þessi hugmynd er svo fullþróuð í sjónvarpsþáttunum þar sem (þróttaálfurinn fylgist með sínu fólki úr hæðunum og Glanni úr neðra sömuleiðis. Átökin eru þó alltaf þau sömu, krakkarnir gera sitt til að lifa þessum heilbrigða lifsstíl en lífið er sífelld barátta við sykurinn, e-efnin, hamborgarana og hræðsluna við að komast ekki í splitt. En hér eru klippingarnar hraðar og myndbandalegar, tónlistin er taktföst og endurtekningasöm og mikil framsýni f notkun stafrænnar tölvutækni við gerð þáttanna. Og þessi tölvuáferð gefur þeim einmitt yfirbragð tölvuleikja, þeirrarsömu afþreyingartegundar og er frá Satani og félögum hans komin samkvæmt lífsstílshugmyndum Latabæjar. Tímarnir breytast. Nú er hægt að selja fólki þann gullaldarboðskap að það sé forheimskandi fyrir börn að horfa á sjónvarp með því að gera sjónvarpsþætti. Og það er því spurning hvort Latabæjarkonseptið hefur ekki snúist gegn sjálfu sér? Greinin var áður flutt sem útvarpspistill í Ríkisútvarpinu í desember 2006. Höfundur er bókmenntafræðingur

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.